Síða 1 af 1

Frí hýsing ?

Sent: Fim 21. Júl 2011 13:45
af AncientGod
Hvar er svona besta fría hýsing sem er hægt að fá ? þarf ekkert stórt bara fyrir eina litla vefsíðu, vill helst að hýsingin væri góð og þeir væru ekki alltaf að auglýsa á minni síðu.

Re: Frí hýsing ?

Sent: Fim 21. Júl 2011 13:46
af AntiTrust
Yfirleitt fylgir frí hýsing með litlu heimasvæði nettengingunni þinni.

Re: Frí hýsing ?

Sent: Fim 21. Júl 2011 13:49
af AncientGod
Ok sorry er nokkuð nýr í þessu hýsingar dæmi en hvernig þá ?

Re: Frí hýsing ?

Sent: Fim 21. Júl 2011 13:50
af AntiTrust
AncientGod skrifaði:Ok sorry er nokkuð nýr í þessu hýsingar dæmi en hvernig þá ?


Þarft bara að hafa samband við ISPann þinn og athuga hvað er í boði fyrir þig, minnir að það fylgi 50 eða 100mb hýsing hjá flestum fyrirtækjum.

Svo færðu bara FTP aðgang til að vinna með.

Re: Frí hýsing ?

Sent: Fim 21. Júl 2011 13:54
af AncientGod
ISP er það ekki net fyrirtækið ? en svo er engin góð frí hýsing sem er á eithverjum server það sem ég vill ekki hýsa vefsíðu á minnu neti þar sem ég er með drasl net.

Re: Frí hýsing ?

Sent: Fim 21. Júl 2011 13:55
af AntiTrust
AncientGod skrifaði:ISP er það ekki net fyrirtækið ? en svo er engin góð frí hýsing sem er á eithverjum server það sem ég vill ekki hýsa vefsíðu á minnu neti þar sem ég er með drasl net.


ISP er netþjónustuaðili. Þeir hýsa þetta heimasvæði, ekki þú.

Re: Frí hýsing ?

Sent: Fim 21. Júl 2011 13:55
af MatroX
ég skal redda þér fríri hýsingu með undirléni.

50gb pláss.
unlimited bandwidth
unlimited email
unlimited ftp accountar
100mb tengin

Re: Frí hýsing ?

Sent: Fim 21. Júl 2011 14:08
af AncientGod
Heyrðu það væri mjög flott, ætla að hafa það í huga, er en að vesenast með HTML kóðan =D en þetta á held ég ekki eftir að vera eithvað svakalega stór svona 40-50 Mb.

Re: Frí hýsing ?

Sent: Fim 21. Júl 2011 14:17
af MatroX
AncientGod skrifaði:Heyrðu það væri mjög flott, ætla að hafa það í huga, er en að vesenast með HTML kóðan =D en þetta á held ég ekki eftir að vera eithvað svakalega stór svona 40-50 Mb.


ég get líka hafið pakkan eins og þú vilt.

færð cPanel með þessu og svona.

Re: Frí hýsing ?

Sent: Fim 21. Júl 2011 14:26
af AncientGod
ok það er flott, en það sem hefur forgang er að klára kóðan =D