Síða 1 af 1
Aðstoð við uppsetningu.
Sent: Mán 18. Júl 2011 00:19
af hakon78
Sælt veri fólkið.
Ég er með smá vesen sem mig vantar aðstoð við.
Málið er að ég er að fá nýja tölvu. Í henni verðir ekkert optical drif.
Ég er hinsvegar kominn með HDD fyrir hana og langar að setja W7 (files) á hann áður en ég fæ tölvuna.
Ég á Win7 home premium DVD og license fyrir því.
Hvernig get ég sett upp á nýja diskinn og haft tilbúið til til uppsetningar (installation) þegar ég set nýju tölvuna saman.
Draumurinn væri að þegar ég set tölvuna í gang þá færi installið af stað og byrjaði að setja upp OS.
Öll aðstoð vel þegin.
Mbk
Hákon
Re: Aðstoð við uppsetningu.
Sent: Mán 18. Júl 2011 00:25
af worghal
tengja dvd drif við tölvuna í þessar mínútur sem þú ert að setja upp, svo þegar það er allt ready þá bara taka það úr....
Re: Aðstoð við uppsetningu.
Sent: Mán 18. Júl 2011 00:28
af hakon78
Á það bara ekki til. En í sjálfu sér kannski ekki mikið mál að redda.
Hitt væri bara miklu þjálla. Þar sem það eina sem mig vantar er aðferðin
Mbk
Hákon
Re: Aðstoð við uppsetningu.
Sent: Mán 18. Júl 2011 00:32
af AntiTrust
Eina leiðin sem ég sé í fljótu bragði er að búa til lítið (10gb) partition á þessum HDD, extracta W7 installation iso og gera það bootable með þartilgerðu appi eða diskpart.
Ég er hinsvegar nokkuð viss um að vesenið við þetta sé langt, langt í frá þess virði. Driver issues í setupi sem þyrfti að implementa í image skránna og flr. tweaks sem yrði að fara í gegnum til þess að fá þetta smooth.
Langeinfaldast að henda þessu bara upp af USB lykli/USB optical drifi.
Re: Aðstoð við uppsetningu.
Sent: Mán 18. Júl 2011 00:35
af hakon78
Alright.
Ég redda mér bara drifi í þetta.
Mbk
Hákon
(á einhver drif til að lána mér eftir nokkra daga
)
Re: Aðstoð við uppsetningu.
Sent: Mán 18. Júl 2011 00:40
af AncientGod
sitja stýrikerfið á USB lykil svo bara boot up frá USB lang þægilegast og auðvelt.
Re: Aðstoð við uppsetningu.
Sent: Mán 18. Júl 2011 00:45
af Hargo
Re: Aðstoð við uppsetningu.
Sent: Mán 18. Júl 2011 01:55
af Black
Hér er ólöglega leiðinn, sem ég mæli ekki með, frekar að fá lánað drif en.. Niðurhala ólöglegri útgáfu af Windows 7 home premium, setja á usb og nota CD-key þinn á það, myndi samt bara reyna redda drifi
Re: Aðstoð við uppsetningu.
Sent: Mán 18. Júl 2011 01:58
af AntiTrust
Black skrifaði:Hér er ólöglega leiðinn, sem ég mæli ekki með, frekar að fá lánað drif en.. Niðurhala ólöglegri útgáfu af Windows 7 home premium, setja á usb og nota CD-key þinn á það, myndi samt bara reyna redda drifi
Ekkert ólöglegt við það að sækja OEM clean image af W7.