Síða 1 af 1
Sæstrengir
Sent: Fös 15. Júl 2011 13:28
af gardar
Rakst á ansi áhugavert kort:
http://www.cablemap.info/Ísland er alveg sæmilega tengt, synd að það skuli þó ekki verið að nota nema brotabrot af strengjunum
Re: Sæstrengir
Sent: Fös 15. Júl 2011 13:38
af Kristján
sweet, erum við ekki bara að nota farice?
hvað með þennann huge danish sub dæmið?
Re: Sæstrengir
Sent: Fös 15. Júl 2011 13:49
af Son of a silly person
Mjög svo gaman að skoða þetta. Takk fyrir
Re: Sæstrengir
Sent: Fös 15. Júl 2011 13:58
af gardar
Kristján skrifaði:sweet, erum við ekki bara að nota farice?
hvað með þennann huge danish sub dæmið?
Ég þori ekki alveg að fara með þetta, depill er líklegast manna fróðastur um þessi mál hér inni.
Re: Sæstrengir
Sent: Fös 15. Júl 2011 14:11
af wicket
Öll fjarskiptafyrirtækin eru að nota þessa strengi, sum alla og sum bara einhvern hluta.
Bandbreidd á þessum strengjum er hrikalega dýr. Depill þekkir verðskránna eflaust betur en ég en þegar ég var eitthvað í þessu síðast voru þetta himinháar tölur.
Re: Sæstrengir
Sent: Fös 15. Júl 2011 14:19
af ponzer
Flott að sjá þetta... EN Svalbarði er með 5Tbps streng sem er jafnstór og Danice til okkar hehe
Re: Sæstrengir
Sent: Fös 15. Júl 2011 14:21
af gardar
ponzer skrifaði:Flott að sjá þetta... EN Svalbarði er með 5Tbps streng sem er jafnstór og Danice til okkar hehe
Nasa eru víst að nota þann streng
En eru þó ekki að nota nema 20 Gb/s af honum.
Re: Sæstrengir
Sent: Fös 15. Júl 2011 21:56
af tdog
Þessir þræðir sem liggja hingað til lands gætu nú ábyggilega mögulega borið meira gagnamagn en gefið er upp. Það er í raun endabúnaðurinn sem skiptir hvað mestu máli, ekki endilega þráðurinn.