Síða 1 af 1

BOOTMGR is missing

Sent: Mið 13. Júl 2011 15:46
af AncientGod
hallo ég var að sitja upp á nýja tölvu windows 7 löglegt en þegar ég ætla að ræsa hana upp kemur alltaf þetta BOOTMGR is missing og þegar ég er búinn að googla þetta þá er sagt að sitja diskin í drifið og gera repair en ég næ því ekki þar sem ég kemst ekki í BIOS eða eithvað annað þetta kemur bara strax og ég kveiki á tölvunni það virkar ekki einu sinni að nota F8, hefur eithver lent í þessu ?

Re: BOOTMGR is missing

Sent: Mið 13. Júl 2011 17:10
af kjarrig
Fyndið, lenti í þessu í gær. Var að setja sjónvarpskort í vélina, og eitthvað að hræra í snúrum. Ræsi upp tölvuna og fæ þessi villuboð. Endaði með því að taka færa SATA snúru úr tengi á móðurborðinu og setja í annað SATA tengi í móðurborðinu. Og tölvan ræstist eðlilega upp.

Re: BOOTMGR is missing

Sent: Mið 13. Júl 2011 18:56
af AncientGod
prófað virkar ekki =S

Re: BOOTMGR is missing

Sent: Mið 13. Júl 2011 19:23
af Glazier
Varstu með XP fyrir?

Re: BOOTMGR is missing

Sent: Mið 13. Júl 2011 19:36
af AncientGod
nop, glænýr 500Gb sata3 diskur 7200 rpm ekkert á honum og þetta var nýtt build allt glænýtt.

Re: BOOTMGR is missing

Sent: Mið 13. Júl 2011 19:37
af MatroX
ertu búinn að setja boot order rétt í bios?

er eitthvað annað tengt við vélin í t.d usb?

Re: BOOTMGR is missing

Sent: Mið 13. Júl 2011 19:45
af AncientGod
bara lyklaborð, boot order er HDD first, DVD svo USB.

Re: BOOTMGR is missing

Sent: Mið 13. Júl 2011 20:23
af Bioeight
Tölvan er að reyna að boota upp af einhverju sem bara virkar ekki að boota upp á. Hvort sem það er vitlaus HDD eða DVD, skiptir ekki máli. Ættir að geta lagað þetta með því að fara í BIOS og stilla þetta betur þar. Þú ættir að komast inn í BIOS með venjulegum leiðum, DEL, F2, F1, ESC, etc... Þarft kannski að prófa annað lyklaborð, PS2 t.d.? Endilega gefðu síðan upp hvernig tölva þetta er sem þú ert með, ertu með auka HDD t.d., hjálpar mikið við að leysa svona vandamál.
EDIT: Gætir prófað að gera Clear CMOS, kannski er BIOSinn í einhverri quick boot stillingu? Bara ágiskun.

Re: BOOTMGR is missing

Sent: Mið 13. Júl 2011 20:27
af lukkuláki
Gallaður HDD ?

Re: BOOTMGR is missing

Sent: Mið 13. Júl 2011 20:34
af braudrist
Ég mundi giska á að þú þyrftir bara að stilla Hard Disk priority í BIOS þ.e.a.s. ef þú ert með fleiri en einn harðan disk (diskurinn sem stýrikerfið er á verður að vera #1)

Re: BOOTMGR is missing

Sent: Mið 13. Júl 2011 20:37
af AncientGod
Þetta er bara 1 Harður diskur, ég held að ég sé komin með þetta.

Re: BOOTMGR is missing

Sent: Mið 13. Júl 2011 20:44
af kjarrig
Gaman að vita hvað var málið.

Re: BOOTMGR is missing

Sent: Mið 13. Júl 2011 20:54
af AncientGod
ég bara veit ekki hvað var að =S en ég lagaði þetta með því að fjarlægja skjákortið..... veit ekki einu sinni hvernig það tengdist þessu vandamáli samt virkar þetta skjákort mjög vel í annari tölvu.

Re: BOOTMGR is missing

Sent: Fim 14. Júl 2011 08:25
af kjarrig
Einmitt, eins og hjá mér, get ekki séð að það skipti máli í hvaða tengi SATA snúran er í móðurborðinu.