Síða 1 af 1

Media spilari (audio) sem getur spilað í gegnum FTP

Sent: Þri 12. Júl 2011 08:49
af ManiO
Er mikið að reyna að koma öllu draslinu mínu bara á miðlægan server til að frýja upp smá pláss á lappanum og til þess að þurfa að hætta að koma með hann í vinnuna til að hlusta á tónlist. Er því að leita að mp3 spilara sem að getur spilað lög í gegnum FTP. Er ég kannski að leita að einhverju sem er ekki til og ætti bara að fara út í VPN pælingar?

Re: Media spilari (audio) sem getur spilað í gegnum FTP

Sent: Þri 12. Júl 2011 09:01
af gardar
Ertu að leita að litlum mp3 spilara eða stærri spilara sem gæti spilað myndbönd líka?

Hvort sem er, þá ættu þeir hjá archos að eiga spilara fyrir þig... kíktu á archos.com :)

Re: Media spilari (audio) sem getur spilað í gegnum FTP

Sent: Þri 12. Júl 2011 09:12
af ManiO
Er að tala um forrit :)

Re: Media spilari (audio) sem getur spilað í gegnum FTP

Sent: Þri 12. Júl 2011 09:20
af gardar
Aaaah, kjáni ég ](*,)

Er ekki snjallast að mounta bara ftp sem drifi á vélinni þinni, og nota svo uppáhalds media spilarann þinn fyrir afspilun? :)

Gætir líka mountað nfs eða sshfs yfir netið.


En ef þú vilt spilara í þetta, þá geturðu skoðað mpd :)

Re: Media spilari (audio) sem getur spilað í gegnum FTP

Sent: Þri 12. Júl 2011 09:26
af ManiO
gardar skrifaði:Aaaah, kjáni ég ](*,)

Er ekki snjallast að mounta bara ftp sem drifi á vélinni þinni, og nota svo uppáhalds media spilarann þinn fyrir afspilun? :)

Gætir líka mountað nfs eða sshfs yfir netið.


Ætlaði reyndar hvort sem er að fara út í VPN, þetta var hugsað sem tímabundinn lausn þar til í kvöld þegar ég fer út í að setja upp VPNið. En þetta að mappa FTP sem network drive virðist helvíti sniðugt, ætla kanna þetta aðeins betur og leggja VPNið þá á hilluna.