Síða 1 af 1

Hvar ætti ég að fá mér net

Sent: Mán 11. Júl 2011 17:29
af littli-Jake
Er að flitja suður eftir mánuð og er að spá í þessu. Sýnist að þessi helstu fyrirtæki, Síminn, vodapfone og tal séu öll meira og minna að bjóða sömu kjörin svo að þetta fer svoltið eftir þjónustu. Ég reykna með að taka 12mb/s og 10-40 gig í erlent niðurhal

Planið er að vera ekki með heimasíma. Internetsjónvarp bætist svo sennielga við í vetur.

Re: Hvar ætti ég að fá mér net

Sent: Mán 11. Júl 2011 17:30
af gardar
Kemstu ekki í vdsl eða ljósleiðara?

Re: Hvar ætti ég að fá mér net

Sent: Mán 11. Júl 2011 17:40
af pattzi
http://www.hringdu.is

ljós eða adsl

Re: Hvar ætti ég að fá mér net

Sent: Mán 11. Júl 2011 17:55
af krummingi
pattzi skrifaði:http://www.hringdu.is

ljós eða adsl



Ekki skil ég að fólk mæli með þeim.. Þjónustuverið hjá þeim alveg í molum ég gafst upp eftir 35 mínútna bið í símanum í dag og þeir svara heldur ekki tölvupóstum.

Re: Hvar ætti ég að fá mér net

Sent: Mán 11. Júl 2011 18:10
af beggi90
Ekki tal a.m.k
Hef bara slæmt um þá að seigja..

Re: Hvar ætti ég að fá mér net

Sent: Mán 11. Júl 2011 19:46
af Kristján
þetta hefur ekkert upp a sig, það eru pottþett alltaf einhver með vonda reynslu einhverstaðar og þott að lyðurinn segi að eitthvað eitt se betra en annað þa þyðir það ekki að eitthvað muni samt koma fyrir þig hja einhverjum af þessum fyrirtækjum

Re: Hvar ætti ég að fá mér net

Sent: Mán 11. Júl 2011 19:59
af tdog
Persónulega hef ég alltaf fengið góða þjónustu hjá Símanum, ég hef mætt kurteisi og skilningi þegar ég hringi í þjónustuver, sem gerist þó sjaldan. Langur biðtími er eitthvað sem fylgir flestum þjónustufyrirtækjum og lítið við því að gera, nema bara bíða.


Ég tek það þó fram að ég vinn hjá þjónustuaðila fyrir m.a. Mílu og Símann.

Re: Hvar ætti ég að fá mér net

Sent: Þri 12. Júl 2011 00:51
af Halldór
mæli ekki með tal en mér finnst síminn vera með góða þjónustu :)

Re: Hvar ætti ég að fá mér net

Sent: Þri 12. Júl 2011 01:56
af Kristján
ég er sjálur hjá vodafone og ekkert að slæmt um þá að segja.

er bunn að vera hja hive (þegar það var til) tal og símanum.

hef bara ekki lent í neinu hjá neinum slæmu.

ég státa mig nú á því að vera fáranlega skilningsríkur þannig eg er svosem ekki að æsa mig mikið.

Re: Hvar ætti ég að fá mér net

Sent: Þri 12. Júl 2011 07:24
af ZiRiuS
Ódýrasta netið í dag er klárlega hjá Hringdu.

Þjónustulega séð er ekkert af þessum fyrirtækjum gott enda ekki hægt að hafa alla viðskiptavini ánægða.

Re: Hvar ætti ég að fá mér net

Sent: Mið 13. Júl 2011 20:10
af littli-Jake
:happy