Síða 1 af 1

Blast eða eitthvað annað?

Sent: Lau 01. Maí 2004 16:31
af BoZo
Er með tölvu hérna sem ég var að formatta, alltaf þegar ég tengist netinu byrjar hún að telja niður þangað til hún restartar sér. Búinn að setja upp þennan patch fyrir winxp og nota fix blast en það segir að það finni ekki neitt. Hefur einhver hugmynd um hvað ég gæti gert?

Sent: Lau 01. Maí 2004 16:35
af MJJ
Þetta lýsir sér eins og MSblast en restartaðu vélinu og startaðu henni í safe mode, farðu svo í windows möppuna - system 32 - leitaðu að msblast.exe þar og ef hann er eyddu honum þá uppá djókið aftengdu netið og restartaðu startaðu normal keyrðu patchin aftur og fixblast bara til að vera viss.

Sent: Lau 01. Maí 2004 16:45
af BoZo
Ekkert msblast.exe þarna.

Sent: Lau 01. Maí 2004 16:52
af MJJ
Þá er ég strand

Sent: Lau 01. Maí 2004 17:17
af Spirou
Það er nýr vírus í gangi sem virkar mjög svipað og blaster ormurinn. Updataðu windows alveg.

bloodhound package

Sent: Lau 01. Maí 2004 18:29
af Birk
Ég er einmitt í sömu málum. Tengist eitthvað skránni isass.exe sem er system32 möppunni.
Langar helst að eyða henni en viet ekki hvort það er í lagi eða það breyti einhverju.

ég náði að keyra Norton antivirus og hann segir að trojan virus worm bloodhound. package sé í tölvunni.
Á síðu symantec hafa þeir engar leiðir en biðja um að fá sendar vírusskrár til sín sem ég gat ekki því tölvan restartaði sér.

Tek það fram að ég er ekki tölvuséní.
Og tölvan er að fara restarta

Sent: Lau 01. Maí 2004 21:17
af kiddisig
Spirou skrifaði:Það er nýr vírus í gangi sem virkar mjög svipað og blaster ormurinn. Updataðu windows alveg.


Það mun ekki laga þennan orm að uppfæra vélina. Það eina sem þið gerið er að tryggja að enginn annar ormur geti ráðist á RPC.

Það eru fullt af ormum í gangi sem ráðast á RPC. Mundi fara á einhverja vírusvarnasíðu og prófa flest þau fix sem þeir bjóða þar upp á. Bæði eru til mörg afbrigði af Blaster og svo eru líka til aðrir ormar sem ráðast á RPC.

P.S. Þetta er ormur sem nýtir sér öryggisgalla í Windows. Þetta er semsagt ekki vírus. ;)

Sent: Lau 01. Maí 2004 22:55
af Gandalf

Sent: Lau 01. Maí 2004 23:59
af Birk
Þetta er komið í lag hjá mér. Ég downloadaði af windowsupdate.com en það var búið að vera poppa upp skilaboð hjá mér síðustu daga um að nýjar færslur væru tilbúnar í niðurhal. einhverjir fimm plástrar. Tók mig reyndar þrjár endurræsingar að ná þessu inn, en það gekk á endanum.

Og sem betur fer fyrir svona tölvu tossa eins og mig þá virkaði þetta.
Ætla samt að kíkja betur á þetta sem fragman var að segja á huga.is.
Og það að Isass.exe er enn á systeminu angrar mig, en sú skrá er aðskotahlutur.

Og samkvæmt symantec er það Isass (með I) sem er skaðvaldurinn ekki Lsass.exe (með L)

Og svona til að undirstrika hversu mikill tossi ég er í tölvumálum þá er ég með 500Mhz tölvu með 256minni og hef engan áhuga á uppfæra. Svo sleppið skítkasti á lélega tölvuþekkingu :)

kveðja

Sent: Sun 02. Maí 2004 18:34
af Johnson 32
Tjekkið á þennan link
til að tjekka hvort tölvan ykkar sé sýkt af þessum ormi!

Sent: Mán 03. Maí 2004 12:51
af RadoN
kiddisig skrifaði:P.S. Þetta er ormur sem nýtir sér öryggisgalla í Windows. Þetta er semsagt ekki vírus. ;)


ef eitthvað í tölvunni þinni er að gera eitthvað sem þú gerðir ekki sjálfur, er það þannig séð vírus! :)
t.d. myndi ég segja að allt spyware og adware vera vírus..
t.d. er eitthvað eins og browserhijakcer og ie-toolbars sem maður vill ekkert alveg óþolandi :roll: déskotans vírus!

Sent: Mán 03. Maí 2004 16:38
af gnarr
kiddisig skrifaði:
Spirou skrifaði:Það er nýr vírus í gangi sem virkar mjög svipað og blaster ormurinn. Updataðu windows alveg.


Það mun ekki laga þennan orm að uppfæra vélina. Það eina sem þið gerið er að tryggja að enginn annar ormur geti ráðist á RPC.

Það eru fullt af ormum í gangi sem ráðast á RPC. Mundi fara á einhverja vírusvarnasíðu og prófa flest þau fix sem þeir bjóða þar upp á. Bæði eru til mörg afbrigði af Blaster og svo eru líka til aðrir ormar sem ráðast á RPC.

P.S. Þetta er ormur sem nýtir sér öryggisgalla í Windows. Þetta er semsagt ekki vírus. ;)


Skilgreiningin á vírus er "Forrit sem afritar sjálft sig, hvort sem það er inná aðrar vélar eða bara innann einnar"

vírus þarf þessvegna ekki að vera neitt sem skemmir tölvuna eða gerir eitthvað annað en bara að afrita sjálft sig.

Sent: Mán 03. Maí 2004 17:51
af Nemesis
Smá tip: Ef þið fáið orminn er hægt að seinka klukkunni til að tölvan restarti sér ekki strax. Þá hafið þið tíma í aðrar ráðstafanir þó niðurtalningin sé hafin.

Sent: Mán 03. Maí 2004 18:14
af gumol
Líka hægt að gera shutdown -a í CMD.

Sent: Mán 03. Maí 2004 18:15
af gnarr
sniðugt líka að búa til bath skrá sem heitir abort.bat og hafa í henni

Kóði: Velja allt

(at)echo off
shutdown -a


að sjálfsögðu á að setja @ í staðin fyrir (at)

Sent: Mán 03. Maí 2004 18:25
af fallen
Þetta er gífurlegur kóði :? :lol:

Sent: Mán 03. Maí 2004 18:49
af gumol
Þarft að blocka boxið til að sjá hann. Adminarnir alltaf að fikta :P

Sent: Mán 03. Maí 2004 19:54
af Hlynzi
Sasser update
búinn að hugleiða þetta ?



Minn ískápur, betri ískápur.

Sent: Fös 07. Maí 2004 22:40
af gulligu
isass hvernig losnið þið við þennan isass vírus?
ég formatðai en kom strax aftur mér fynnst það soldið skrýtið

Sent: Fös 07. Maí 2004 22:44
af fallen
gulligu skrifaði:isass hvernig losnið þið við þennan isass vírus?
ég formatðai en kom strax aftur mér fynnst það soldið skrýtið


Verður náttúrulega að setja upp patchið eftir formatið til að fá hann strax ekki aftur. Þú formataðir til að losna við hann en gerðir ekki ráðstafanir til þess að hleypa honum ekki aftur inn.

Sent: Fös 07. Maí 2004 23:08
af gulligu
Er það þetta Sasser uppdate?
Og dugar að setja það inn eða þarf ég´að losna við hann einhvernveginn öðrvísi?