Síða 1 af 1

Vandamál með Facebook og aðrar síður

Sent: Mið 29. Jún 2011 00:21
af Eiiki
Sælir vaktarar

Þannig er mál með vexti að fyrir stuttu lét ég MSE vírusvörnina mína taka full scan á tölvuna en ekki quick og eftir það kemst ég ekki á facebook (sama hvaða vafri er notaður) og MSE vírusvörnin update-ar sig ekki.

Þetta kemur þegar ég ætla að logga mig inná facebook
Mynd

Takið eftir hvernig https:// gæjinn er með svona lás fyrir framan.

Veit einhver hvað gæti verið að?

Re: Vandamál með Facebook og aðrar síður

Sent: Mið 29. Jún 2011 12:16
af Frantic
Ég myndi halda að þetta væri router eða firewall eða snúran sem er að böggast.
Prófaðu að restarta routernum og athugaðu hvað gerist.

Re: Vandamál með Facebook og aðrar síður

Sent: Mið 29. Jún 2011 12:46
af Eiiki
málið er að ég kemst á facebook alveg mjög auðveldlega í t.d. fartölvunni hjá mér, þannig að þetta er eitthvað í tölvunni sjálfri

Re: Vandamál með Facebook og aðrar síður

Sent: Mið 29. Jún 2011 13:22
af jakobs
Það er eins og það vanti stylesheetið. Ertu búinn að prófa í öðrum browser?

Re: Vandamál með Facebook og aðrar síður

Sent: Mið 29. Jún 2011 13:27
af kizi86
en hvað gerist ef þú tekur þetta s burtu ur https ?

Re: Vandamál með Facebook og aðrar síður

Sent: Mið 29. Jún 2011 14:47
af Haflidi85
Hvað með að taka vírusvörnina bara út og gá hvort það virki og setja hana þá bara aftur upp og láta hana uppfæra sig ?

Re: Vandamál með Facebook og aðrar síður

Sent: Mið 29. Jún 2011 15:59
af Eiiki
jakobs skrifaði:Það er eins og það vanti stylesheetið. Ertu búinn að prófa í öðrum browser?

tók það fram í byrjun að það væri sama hvað vafri væri notaður
kizi86 skrifaði:en hvað gerist ef þú tekur þetta s burtu ur https ?

það þíðir ekkert að taka það í burtu
Haflidi85 skrifaði:Hvað með að taka vírusvörnina bara út og gá hvort það virki og setja hana þá bara aftur upp og láta hana uppfæra sig ?

haha já ég á reyndar eftir að prófa það :happy

Re: Vandamál með Facebook og aðrar síður

Sent: Mið 29. Jún 2011 23:45
af Eiiki
okei virkar ekki að uninstalla vírusvörninni og setja hana upp aftur, veit einhver hvað gæti verið að ?

Re: Vandamál með Facebook og aðrar síður

Sent: Fim 30. Jún 2011 00:51
af Frantic
Gerist þetta á öllum síðum eða bara facebook?
Er google að virka hjá þér?

Re: Vandamál með Facebook og aðrar síður

Sent: Fim 30. Jún 2011 00:55
af Bioeight
Kemur nákvæmlega eins hjá mér ef ég nota CCleaner með browserinn opinn. Það sem lagar það er að hreinsa history út í browsernum, gætir prufað það. Veit ekki með af hverju vírusvörnin uppfærir sig ekki, gæti verið eitthvað svipað vandamál með Temp folderinn? Prufa að hreinsa hann út. Hef samt ekki séð svona gerast ... svo ég veit ekki hvað málið gæti verið.

Re: Vandamál með Facebook og aðrar síður

Sent: Fim 30. Jún 2011 02:54
af Gúrú
Er mööögulegt að þú hafir blockað "dálítið" stóran part af Facebook með AdBlockinu sem ég sé þarna uppi í hægra horninu þínu og að
það hafi einhvernveginn áhrif á aðra vafra líka?
Móður tókst þetta um daginn en ég veit ekki hvort/hvernig það hefði haft áhrif á aðra vafra.

Incognito mode í Chrome til að checka. :happy

Re: Vandamál með Facebook og aðrar síður

Sent: Fim 30. Jún 2011 03:53
af intenz
Prófaðu að gera eftirfarandi:

Skiptilykillinn -> Tools -> Clear browsing data

Velja "the beginning of time" og haka í "Empty the cache"

Refreshaðu síðan síðunni með CTRL+F5