Síða 1 af 1
Ljósleiðari + Þráðlaust netkort í borðtölvu
Sent: Þri 28. Jún 2011 23:34
af astro
Ég er með ljósleiðara heima hjá mér og er að spila mikið á netinu leiki, streama video og downloada.
Frá router og að tölvuherberginu hjá mér eru tvær hurðar og stofa, er í lítilli studíó-íbúð þannig að þetta er engin vegalengd. (8-10metrar)
Er til eithvað USB eða PCI(E) kort sem er að fara ná ljósleiðarahraðanum (20MB/s).
Ég veit lítið sem EKKERT um netkort eða hvað ég á að kaupa, ég keypti mér á 5þúsund kall lítinn USB kubb (König) í computer.is og ætlaði að nota hann á BLU-Ray spilarann minn
en hann virkaði ekki þar þannig að ég er með hann núna í borðtölvunni og þegar ég fer í speed test þá næ ég ekki nema 1Mb/s í hraða og downloada ekki hraðar en 130Kb/s :S
Takk fyrir.
Re: Ljósleiðari + Þráðlaust netkort í borðtölvu
Sent: Þri 28. Jún 2011 23:46
af tdog
802.11g kort á alveg að ná 54Mb/s.
Re: Ljósleiðari + Þráðlaust netkort í borðtölvu
Sent: Þri 28. Jún 2011 23:53
af astro
tdog skrifaði:802.11g kort á alveg að ná 54Mb/s.
Kubburinn sem ég er með núna segir: 150 Mbps (802.11b/g/n)
Og hann er ekki allveg að gera það fyrir mig :S
http://www.computer.is/vorur/7524/Kanski er þetta bara drasl?
Re: Ljósleiðari + Þráðlaust netkort í borðtölvu
Sent: Þri 28. Jún 2011 23:55
af FuriousJoe
54 Mbps = 6.75 MBps
Ættir alveg að ráða við þetta, hinsvegar hef ég tekið eftir því að umferð í gegnum Wifi er alltaf hægari en í gegnum LAN snúru.
Edit; og ef þú ert með N kort þá áttu að ná allta ð 150-300 Mbps
150 Mbps = 18.75 MBps
Re: Ljósleiðari + Þráðlaust netkort í borðtölvu
Sent: Mið 29. Jún 2011 00:37
af tdog
Ljósleiðaratengingin er gefin upp í megabitum, hví eruði að umbreyta þeim í bæti? 802.11g ætti alveg að duga "theoreticaly", en það gerir það engann vegin. 802.11n er mjög skemmtilegri staðall. Ég næ alveg leikandi 50Mb/s á þráðlausum hraðaprófum á Ljósnetinu.
Spurningin er, er routerinn N kompatabíll?
Re: Ljósleiðari + Þráðlaust netkort í borðtölvu
Sent: Mið 29. Jún 2011 00:42
af FuriousJoe
tdog skrifaði:Ljósleiðaratengingin er gefin upp í megabitum, hví eruði að umbreyta þeim í bæti? 802.11g ætti alveg að duga "theoreticaly", en það gerir það engann vegin. 802.11n er mjög skemmtilegri staðall. Ég næ alveg leikandi 50Mb/s á þráðlausum hraðaprófum á Ljósnetinu.
Spurningin er, er routerinn N kompatabíll?
Nákvæmlega það sem ég hefði átt að segja.
Re: Ljósleiðari + Þráðlaust netkort í borðtölvu
Sent: Mið 29. Jún 2011 01:21
af astro
tdog skrifaði:Ljósleiðaratengingin er gefin upp í megabitum, hví eruði að umbreyta þeim í bæti? 802.11g ætti alveg að duga "theoreticaly", en það gerir það engann vegin. 802.11n er mjög skemmtilegri staðall. Ég næ alveg leikandi 50Mb/s á þráðlausum hraðaprófum á Ljósnetinu.
Spurningin er, er routerinn N kompatabíll?
Það held ég allveg örugglega.
Nýlegur router og styður amk ljósleiðara. Ég er búinn að reyna finna einhverja specca um hann en hann ætlar að vera ófinnanlegur, nafnið á honum er ZyXEL p-2602hwt-f3 (SN: s090y53009723)
Var að runna Speed Test í fartölvunni og hún fer allveg í 20Mb/s á meðan minn litli sæti USB kubbur fer max í 1.4Mb/s
Held að þetta sé ekki spurning um router heldur um netkort, hvað mæliði með drengir í borðtölvu sem er 8-10 metrum frá router ?
Takk fyrir svörin!
Re: Ljósleiðari + Þráðlaust netkort í borðtölvu
Sent: Mið 29. Jún 2011 01:30
af pattzi
Re: Ljósleiðari + Þráðlaust netkort í borðtölvu
Sent: Mið 29. Jún 2011 10:26
af AntiTrust
Ég hugsa að flestir gamers myndu segja þér að WiFi er nogo fyrir online players. Annaðhvort gera þetta almennilega og leggja Cat kapal á milli eða fá þér ethernet over power græju.
Re: Ljósleiðari + Þráðlaust netkort í borðtölvu
Sent: Mið 29. Jún 2011 14:24
af astro
Fór í dag til strákana í kísildal og þeir aðstoðuðu mig með þetta og sögðu mér að kaupa:
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1383Komið í samband og VOILA.. 20MB/s, gott netkort, drýfur ENDALAUST langt og mjög ánægður með það
/CLOSE THREAD