Gott svar hjá dorg þó ég sé ekki alveg sammála þessu sem hann segir síðast.
Í dag þá þarftu ekki að hella þér útí kerfin (t.d. Ubuntu, Fedora, Mint) til þess að þau virki því þau virka out of the box og það eina sem ég hef þurft að gera er að segja já við því að hjá mér sé settur upp nVidia-driver.
Hins vegar ef þú ætlar að gera þetta af alvöru eins og virðist vera þá skal ég segja þér hvernig mín reynsla hefur verið upp til þessa.
Ég stóð og horfði á litla þorpið mitt, sem enn og aftur hafði hrunið, og velti því fyrir mér hvort ég gæti bjargað einhverjum ástvinum mínum eða einhverju af dótinu mínu úr rústunum. Sökum nályktar lagði ég ekki í það og ákvað að leggja land undir fót og byggja mér hús í öruggara þorpi. Ég hafði nokkrum sinnum heyrt um þetta þorp en þá var það sveipað dulúð og fullt af goðsögnum. Leiðin í þorpið var strembin þar sem klífa þurfti hátt fjall og svo niður fjallið hinum megin.
Að klífa fjallið var strembið en um leið var hvert skref spennandi. Þegar komið var á toppinn þá opnaðist ný veröld og fjallstoppurinn var í raun engi fullt af sykurpúðum, hamingju og visku. Eftir að hafa eytt nokkrum vikum á fjallstoppnum í það að gera sykurpúðana nákvæmlega eins og ég vildi hafa þá mundi ég eftir því af hverju ég fór í þetta ferðalag og hugsaði með mér að ég þyrfti nú að fara að sjá þetta þorp. Svo ég hélt áfram leið minni í þorpið léttur í spori og með bros á vör. Allt í einu kom ég að fjallsbrúninni og við blasti lóðréttur klettaveggur sem virtist ómögulegt að komast niður. Ég rölti aðeins meðfram brúninni til þess að fullvissa mig um að ekki væri betri leið niður brekkuna og um leið rifjaði ég upp þær skemmtilegu minningar sem ég tæki frá sykurpúða-engjunum. Ég man eftir því þegar ég breytti þeim í fyrsta sinn og gerði þá alla græna í stað hvítra, ég man þegar ég tók tuttugu sykurpúða og breytti þeim í lambalæri og ég man þegar ég gerði teikningu að draumahúsinu mínu sem væri alveg eins og ég vildi að það væri. Draumurinn virtist vera að renna mér úr greipum en ALLT Í EINU rek ég augun í röð hylkja sem skjótast upp og niður klettana til vinstri. Ég fer og gái hvað þetta sé og kemst að því að þetta eru hraðlyftur niður í þorpið. Ég stíg inn í eina og þar heilsar mér virðulegur maður og biður um teikningu að húsinu mínu, ég er hvumsa og velti því fyrir mér hvernig hann vissi af teikningunni, en samt rétti ég honum teikninguna og fyrr en varir erum við komnir niður í þorpið.
Þorpið er fallegt sjávarþorp með stórri baðströnd og húsin í þorpinu eru eins ólík og þau eru mörg. Sumir eru með glugga á klósettinu en aðrir ekki. Sumir vilja hafa svalir en aðrir ekki. Sumir vilja búa í húsi á einni hæð en aðrir vilja búa í húsi á mörgum hæðum. Virðulegi maðurinn, sem ekki enn hefur sagt mér nafn sitt, segjir mér að fylgja sér svo ég finni húsið mitt.
Eftir nokkurra mínútna göngu í gegnum bæinn þá erum við komnir að draumahúsinu mínu! Þriggja hæða hús með stórum bílskúr, sundlaug, TVEIMUR gluggum á hverju klósetti og klósettin eru inanngeng úr herbergjunum.
Virðulegi maðurinn býr sig undir að fara og ég vil gefa honum e-ð fyrir hjálpina en þá segjir hann "Þetta er allt frítt væni minn og vertu nú blessaður!". Ég hugsa með mér "FRÍTT??? Í gamla þorpinu þurfti ég að borga fyrir bygginguna á húsinu mínu og svo þurfti ég að kaupa allt innbúið, ég þurfti að borga fasteignagjöld og samt var húsið mitt alltaf að hrynja! Þessi staður er paradís samanborið við gamla þorpið!"
Nú nokkrum árum seinna þá bý ég ennþá í húsinu mínu sem ég hef breytt smá með tímanum og gæti varla verið ánægðari. Ég fer oft á ströndina og syndi í tærum sjónum og við og við þá tek ég lyftuna upp fjallið og staldra við á sykurpúða-enginu í smá tíma. En ALDREI dettur mér í hug að fara í gamla þorpið mitt aftur þar sem öll hús eru eins, þar er engin tær sjór heldur bara gruggugir drullupollar, húsin hrynja við minnsta skjálfta vegna þess hversu illa þau eru byggð og þorpshöfðinginn ræður hvað þú mátt og mátt ekki gera.
Þessi dæmisaga varð aaaaaaaaðeins of löng but you catch my drift! Svo lýsir meðfylgjandi mynd því ágætlega hvernig þetta getur orðið og var hjá mér en þetta er alls ekki almennt.
PS. Myndina skal túlka eins og ég hef alltaf túlkað hana. Þ.e.a.s. þú getur eytt ENDALAUSUM tíma í að breyta config skrám, stilla hitt og þetta, compilea þinn eigin kernel o.s.frv. en sem betur fer þarf þess ekki og ef maður dettur í "fikt-gryfjuna" þá kemst maður uppúr henni á endanum