Síða 1 af 1

betra þráðlaust lofnet?

Sent: Mán 26. Apr 2004 16:38
af Deus
titill says it all, ég var að spá hvort það sé ekki hægt að kaupa eða láta einhvern smíða fyrir sig öflugra loftnet fyrir svona þráðlaust pci netkort?

Sent: Þri 27. Apr 2004 11:25
af Vilezhout
það er oft á þráðlausum netkortum lítill innstunga og einu notin sem ég hef séð fyrir það þá er loftneti stungið í samband þar
http://www.thinkgeek.com/computing/accessories/666e/

Sent: Þri 27. Apr 2004 11:59
af skipio
Ef þú vilt stefnuvirkt loftnet að þá geturðu auðvitað búið þér til loftnet úr Pringles dollu: http://www.oreillynet.com/cs/weblog/view/wlg/448

Sent: Þri 27. Apr 2004 12:05
af viddi
skipio skrifaði:Ef þú vilt stefnuvirkt loftnet að þá geturðu auðvitað búið þér til loftnet úr Pringles dollu: http://www.oreillynet.com/cs/weblog/view/wlg/448


LOL

Sent: Þri 27. Apr 2004 12:40
af pyro
skipio skrifaði:Ef þú vilt stefnuvirkt loftnet að þá geturðu auðvitað búið þér til loftnet úr Pringles dollu: http://www.oreillynet.com/cs/weblog/view/wlg/448


Ég elska svona MacGuyvera... þetta er svo mikil snilld

Sent: Þri 27. Apr 2004 15:27
af tms
pyro skrifaði:
skipio skrifaði:Ef þú vilt stefnuvirkt loftnet að þá geturðu auðvitað búið þér til loftnet úr Pringles dollu: http://www.oreillynet.com/cs/weblog/view/wlg/448


Ég elska svona MacGuyvera... þetta er svo mikil snilld

Hehe já, nema MacGuyver hefði geta gert þetta með einni skeið, lighter og tyggjói.

Sent: Þri 27. Apr 2004 15:35
af ICM
Þið "gamalmenni" vitiði hvar maður kemst í MacGyver? Bara getað horft á fyrsta þátt.

Sent: Þri 27. Apr 2004 16:10
af pyro
Dansk Radio 2 (DR2) sýnir MacGuyver alla virka daga yfir miðjan daginn einhverntíma... fá sér bara breiðbandið held ég og þá er þetta í gúddí :D

Sá þetta einmitt fyrst úti í DK fyrir 2-3 árum að þeir voru að sýna þessa þætti, og viti menn, þeir eru ennþá að því :D

Sent: Þri 27. Apr 2004 16:16
af ICM
pyro það var framleitt þessa þætti í yfir 7 ár + einhverjar misheppnaðar myndir, ef DR2 byrjaði að sýna þetta fyrir 2-3 árum þá eru þeir eðlilega að því ennþá.

Sent: Þri 27. Apr 2004 16:31
af pyro
DR2 sýnir einn þátt hvern virkan dag, þannig að þeir eru nú kannski fljótari að spæna í gegnum seríurnar en upprunalega var ætlað.

Þar fyrir utan held ég að þeir byrji bara alltaf uppá nýtt :)

Sent: Mið 28. Apr 2004 01:06
af gnarr
Vilezhout skrifaði:það er oft á þráðlausum netkortum lítill innstunga og einu notin sem ég hef séð fyrir það þá er loftneti stungið í samband þar
http://www.thinkgeek.com/computing/accessories/666e/


mikið gagn af þráðleysinu þar... :lol:

Sent: Fim 29. Apr 2004 10:42
af Vilezhout
hehe góður :D