Síða 1 af 1
Búa til 2 lansnúrur úr 1 lansnúru
Sent: Mán 13. Jún 2011 01:13
af Krissinn
ER hægt að búa til 2 lansnúrur úr 1 lansnúru með því að nota þetta?
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=24897Er með tölvu og media player og það er 1 lansnúra inní herbergið. Virkar þetta eða þarf ég að nota Switch áfram?
Re: Búa til 2 lansnúrur úr 1 lansnúru
Sent: Mán 13. Jún 2011 01:19
af kjarribesti
Já þetta virkar, bara CAT5 SPLITTER sem er líkt og þú gerir tvær innstungur á rafmagni úr einni
Re: Búa til 2 lansnúrur úr 1 lansnúru
Sent: Mán 13. Jún 2011 01:39
af Krissinn
kjarribesti skrifaði:Já þetta virkar, bara CAT5 SPLITTER sem er líkt og þú gerir tvær innstungur á rafmagni úr einni
Okey flott, Er opið í Tölvutek á morgun?
Re: Búa til 2 lansnúrur úr 1 lansnúru
Sent: Mán 13. Jún 2011 02:24
af FuriousJoe
krissi24 skrifaði:kjarribesti skrifaði:Já þetta virkar, bara CAT5 SPLITTER sem er líkt og þú gerir tvær innstungur á rafmagni úr einni
Okey flott, Er opið í Tölvutek á morgun?
Held það séi lokað, ekki alveg 100% samt á því
Re: Búa til 2 lansnúrur úr 1 lansnúru
Sent: Fim 16. Jún 2011 19:47
af tdog
uuu er þetta ekki bara samtengi fyrir 4ra para símalínur... Þú þarft sviss fyrir það sem þú vilt gera. Þessi græja tengir bara 1. pinna á öllum endum saman, og svo framvegis.
Re: Búa til 2 lansnúrur úr 1 lansnúru
Sent: Fim 16. Jún 2011 21:29
af Krissinn
tdog skrifaði:uuu er þetta ekki bara samtengi fyrir 4ra para símalínur... Þú þarft sviss fyrir það sem þú vilt gera. Þessi græja tengir bara 1. pinna á öllum endum saman, og svo framvegis.
Það stendur fyrir CAT5 kapla,er með switch en vildi bara fækka rafmagnstækjum og tölvu/netbúnaði hjá mér
Re: Búa til 2 lansnúrur úr 1 lansnúru
Sent: Fim 16. Jún 2011 21:36
af Gullisig
netsnúran þarf bara 4ra strengi og í einum cat5 eru 8 svo þú þarft bara að tengja RJ45 tengið 1-2-3-6 og ein ætti að vera orðin að tveim.
Re: Búa til 2 lansnúrur úr 1 lansnúru
Sent: Fim 16. Jún 2011 21:38
af gunnidg
tdog skrifaði:uuu er þetta ekki bara samtengi fyrir 4ra para símalínur... Þú þarft sviss fyrir það sem þú vilt gera. Þessi græja tengir bara 1. pinna á öllum endum saman, og svo framvegis.
Held að myndin samsvari bara ekki vörunni, varan sjálf lítur öruglega bara eins út (nema náttúrulega f. 8 víra cat5)
Re: Búa til 2 lansnúrur úr 1 lansnúru
Sent: Fim 16. Jún 2011 23:07
af hranni
Ef þú notar splitter þá nærðu ekki meiri hraða heldur en 100 mb/s en verður að hafa switch til að ná 1000 mb/s. Því 100 mb/s notar bara 2 pör en 1000 mb/s fjögur
Re: Búa til 2 lansnúrur úr 1 lansnúru
Sent: Fim 16. Jún 2011 23:20
af tdog
Ef þetta ætti að vera lítill sviss þá væri væntanlega rafmangsfæðing með þessu. Ég held þetta sé bara samtengi. RJ45 er bara tengi sem er notað á símalínur og ýmislegt. ISDN módem nota t.d RJ45 mola.
Re: Búa til 2 lansnúrur úr 1 lansnúru
Sent: Fim 16. Jún 2011 23:52
af Olafst
Re: Búa til 2 lansnúrur úr 1 lansnúru
Sent: Fös 17. Jún 2011 00:12
af tdog
Þetta mun virka. Settu samt upp lítinn sviss. Þú getur þá bætt við búnaði seinna meir...