Síða 1 af 1

Forritarar í atvinnulífinu

Sent: Sun 12. Jún 2011 10:24
af htdoc
Góðan daginn vaktarar, langar að koma fram með nokkar vangaveltur til forritara hérna.
1. Maður hefur heyrt víða að það sé skortur á forriturum, en ef maður er í framhaldsskóla en er nokkuð góður í forritun á maður þá auðvelt að fá t.d. sumarvinnu?
2. Haldiði að skortur á forriturum verði áfram næstu árin?
3. Hvaða forritunarmál er mest notað í atvinnulífinu og er nauðsynlegast að kunna (hvaða forritunarmál óska fyrirtæki oftast að starfskraftur búi yfir) ?

Með fyrirfram þökkum, :)

Re: Forritarar í atvinnulífinu

Sent: Fim 16. Jún 2011 17:44
af htdoc
enginn forritari á vaktinni :dissed

Re: Forritarar í atvinnulífinu

Sent: Fim 16. Jún 2011 18:07
af mind
1. Nei, en ef þú ert góður í einhverju þá þarftu sjaldnast hafa mikið fyrir því að fá vinnu við það, nema þú þekkir bókstaflega engann í bransanum.
2. Það ætti að vera skortur áfram á forriturum
3. Þetta er alltof misjafnt til að því sé auðsvarað. Segðu frekar hvar áhugi þinn liggur. Eftirspurn eftir forritunarmáli fer mikið eftir því hvað þú vilt forrita og hver eftirspurn markaðsins er að hverju sinni, hvað þú vilt forrita er yfirleitt stöðugra veðmál til lengri tíma :)

Re: Forritarar í atvinnulífinu

Sent: Fim 16. Jún 2011 18:45
af dori
Ég nenni ekki að kommenta á 1 og 2. mind gerði það ágætlega

Varðandi punkt 3 þá er það að læra ákveðna málfræði ekki aðal málið. Ef þú ert góður í rökhugsun og því að finna lausnir á vandamálum þá ætti ekki að reynast erfitt að útfæra þær í því máli sem þú ert beðinn um að nota (svo er alltaf spurning um vera idiomatic í því máli sem þú ert að nota en ef þú ert að vinna eitthvað stórt verkefni færðu væntanlega tíma til að kynna þér slíkt).

Ef þú ert að hugsa um eitthvað til að setja fallegt á umsóknina þá ætti það að vera nokkuð fær í Java eða C# og svo að þekkja eitthvað á hærra lvl eins og Ruby eða Python að vera gott fyrir þig. Javascript er líka mjög vaxandi og ef þú ert t.d. að hugsa eitthvað um að þróa vefi þá þarftu að læra það. Sama þótt þú myndir alltaf hanga í bakendahönnun þá er það hentugt. Auk þess sem kerfi eins og node.js gera þér kleyft að forrita IO með javascript og keyra á server og að javascript er native í mongo db.

En ég myndi segja að þekkja eitthvað C-legt mál og svo eitthvað "scripting" mál sé flott að hafa á starfsumsókn og ætti að covera margt.

Re: Forritarar í atvinnulífinu

Sent: Fim 16. Jún 2011 19:14
af aevar86
Það er ekkert svo langt síðan ég fór að vinna sem forritari, en skal reyna að svara.

1
Það er einhver skortur á forriturum, en samt eru margir forritarar atvinnulausir.
Held það vanti ekki forritara, en það vantar góða forritara. Mörg fyrirtæki eru farin að setja fyrir próf og orðin mjög ákveðin í hvað þau vilja.
T.d. þurfti ég að taka html/css/javascript próf sem átti að klára innan við 4 tíma.

2
Veit ekki, en góðir forritarar geta alltaf fengið vinnu.. tölvunotkun er varla að fara að minka á næstunni.

3
Þar sem ég vinn notum við mikið C# og Java. Annars vinn ég í vefdeild þar sem maður þarf að vera góður í html/css og javascriptum.

Re: Forritarar í atvinnulífinu

Sent: Fim 16. Jún 2011 19:42
af SolidFeather
Visual Basic er það sem að svölu krakkarnir nota í dag.

Re: Forritarar í atvinnulífinu

Sent: Fim 16. Jún 2011 19:45
af hagur
1. Já það er skortur á forriturum. Fyrirtækið sem ég vinn hjá hefur auglýst reglulega það sem af er ári eftir nýju fólki í okkar deild. Það sækja ekki margir um, og þeir sem sækja um eru oftar en ekki alveg reynslulausir eða úr einhverjum öðrum geira. Skulum orða það þannig að það er virkilegur skortur á góðu fólki með mikla reynslu.

Ég hugsa að ungur og ómenntaður aðili geti alveg fengið fína sumarvinnu sem forritari ef viðkomandi er mjög góður og með brennandi áhuga á málefninu. Sjálflærðir grúskarar er oft bestu starfskraftarnir.

2. Já, hugsa það. Skilst að nýliðun í faginu sé ekki enn orðin nægilega mikil. Hélt að hrunið hefði kennt mönnum að það er ekki endalaus eftirspurn eftir viðskiptafræðingum ;)

3. Mörg stórfyrirtæki (eins og t.d bankarnir) nota C# og Java. Hugsa að það sé það algengasta eins og er. Annars er forritunarmálið bara eitt verkfæri og sem tölvunarfræðingur á maður auðvitað að geta valið rétta verkfærið í hvert verk. Að kunna að forrita er eitt, að kunna á forritunarmál er annað. Aðili með góða grunnþekkingu á hugtakinu "forritun" á að geta gengið á milli forritunarmála auðveldlega (en auðvitað tekur alltaf smá tíma að tileinka sér hluti og sérkenni hvers máls fyrir sig).

Re: Forritarar í atvinnulífinu

Sent: Fim 16. Jún 2011 23:21
af htdoc
þakka ykkur öllum svörin og álitin ;) , met þess mikils