Síða 1 af 1

Excel, orlof-dagatal.

Sent: Fös 10. Jún 2011 11:10
af bjartur00
Sælir.
Ég er þarf litla hjálp við að búa til dagatal fyrir fyrirtæki í Excel sem á að halda utan um hvenær menn taka sér frí eða fæðingar orlof.

Hugmyndin er sú, ég er búinn að henda upp í skjalið dagatali(jan,feb,mar..). Fyrir framan dagatalið er ég með eftirfarandi dálka: Starfsmenn, Frídagar og Fæðingar orlof (allt í sitthvorum litum). Ég vil nú að menn geti skrifað inn "F" í dagatalið á viðeigandi reiti þar sem þeir hefðu íhugað sér að taka sér frí og þá í stað þess að það skrifist einungis "F" vil ég að reiturinn litist einhverjum lit. Einnig þarf Excel að geta talið fyrir mig hversu margir reitir eru litaðir svo það sé hægt að halda utan um hversu marga fríadaga hver og einn hefur/ætlar sér að taka.

Bestu kveðjur!

Re: Excel, orlof-dagatal.

Sent: Fös 10. Jún 2011 11:13
af CendenZ
Ertu búinn að fara á office.microsoft.com og leita að template-i sem gerir nákvæmlega þetta ?
Ég er nokkuð viss um að það sé til template sem gerir þetta.

Re: Excel, orlof-dagatal.

Sent: Fös 10. Jún 2011 11:16
af ManiO
Ekki viss um hvernig maður litar ef að það stendur e-ð ákveðið í reit. En í lok hvers línu geturu notað =countif([rangeið];"F") Þessi setning skoðar rangeið og telur hve margar cellur eru það sama og seinna.

Gallinn við þetta er að það verður að vera nákvæmlega sama og það sem er eftir rangeinu.

Getur líka notað =counta([rangeið]) en þetta telur cellurnar sem hafa eitthvað inni í sér.

Gallinn við það, er að ef þú ert með eitthvað annað skrifið í aðra reiti sem eru í rangeinu teluru það með.

Getur einnig notað tölustaf í stað "F", og notað þá count([rangeið]), það telur þær cellur sem hafa bara tölustafi.

Re: Excel, orlof-dagatal.

Sent: Fös 10. Jún 2011 11:22
af bjartur00
CendenZ skrifaði:Ertu búinn að fara á office.microsoft.com og leita að template-i sem gerir nákvæmlega þetta ?
Ég er nokkuð viss um að það sé til template sem gerir þetta.


Já, ég er búinn að því og það sem ég fann virkar ekki nákvæmlega svona. (http://office.microsoft.com/en-us/ctndi ... &Result=2#)

Re: Excel, orlof-dagatal.

Sent: Fös 10. Jún 2011 11:23
af bjartur00
ManiO skrifaði:Ekki viss um hvernig maður litar ef að það stendur e-ð ákveðið í reit. En í lok hvers línu geturu notað =countif([rangeið];"F") Þessi setning skoðar rangeið og telur hve margar cellur eru það sama og seinna.

Gallinn við þetta er að það verður að vera nákvæmlega sama og það sem er eftir rangeinu.

Getur líka notað =counta([rangeið]) en þetta telur cellurnar sem hafa eitthvað inni í sér.

Gallinn við það, er að ef þú ert með eitthvað annað skrifið í aðra reiti sem eru í rangeinu teluru það með.

Getur einnig notað tölustaf í stað "F", og notað þá count([rangeið]), það telur þær cellur sem hafa bara tölustafi.


Já þetta er sniðugt, takk kærlega. Ég verð samt að fá þá litaða.

Re: Excel, orlof-dagatal.

Sent: Fös 10. Jún 2011 11:29
af ManiO
Þú notar Conditional Formatting. Er í styles hlutanum á home flipanum í excel 2007.

Re: Excel, orlof-dagatal.

Sent: Fös 10. Jún 2011 11:41
af bjartur00
ManiO skrifaði:Þú notar Conditional Formatting. Er í styles hlutanum á home flipanum í excel 2007.


Takk!