Tölvunarfræði: HR vs. HÍ / Á hverju á ég að byrja?

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Tölvunarfræði: HR vs. HÍ / Á hverju á ég að byrja?

Pósturaf Viktor » Fös 10. Jún 2011 09:08

Sælir.
Er að sækja um í HÍ og HR á tölvunarfræðibraut og mig langaði að forvitnast hverjir væru styrkir og veikleikar hvers skóla?
Vona að þið hafið skoðun á þessu, ég stend alveg á gati.

edit:
Mig langar líka að nýta tímann í sumar til að búa mig undir námið og byrja að læra einhverja forritun, með hverju er mælt að byrja á að læra?
Síðast breytt af Viktor á Fös 10. Jún 2011 12:56, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunarfræði: HR vs. HÍ

Pósturaf Daz » Fös 10. Jún 2011 09:33

Þú útskrifast með sömu gráðuna, ef þú leggur þig mikið fram ættirðu að útskrifast jafn "tilbúinn". Munurinn er verðið :)



Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunarfræði: HR vs. HÍ

Pósturaf Viktor » Fös 10. Jún 2011 11:55

Hef heyrt sögur um að það sé svo forneskjulegt nám við HÍ, en að HR sé meira í nútímanum... veit ekki hvað er satt í þessu.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1408
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunarfræði: HR vs. HÍ

Pósturaf Eiiki » Fös 10. Jún 2011 12:00

Ég var að velta þessu fyrir mér um daginn með Tölvunarfræðina HÍ vs. HR. Ég fékk margar misjafnar tillögur og fannst mér sú besta að skoða bara nákvæmlega hvern einasta kúrs sem kenndir eru í tölvunarfræðinni í HR og svo í HÍ. HÍ er meira javamiðaðri skóli og HR er betur sneiddur að atvinnulífinu.
En á endanum ákvað ég að skella mér í Rafmagns- og tölvunarverkfræði sem er bara kennd í HÍ :happy


Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846

Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunarfræði: HR vs. HÍ / Á hverju á ég að byrja?

Pósturaf Dagur » Fös 10. Jún 2011 14:27

Kennslan í HÍ er fræðilegri og hefur slatta af nördalegum (þ.e. skemmtilegum) kúrsum. Það er samt allt of lítil forritun að mínu mati.

HR gerir þig meira tilbúinn fyrir atvinnumarkaðinn og það er mikið um hópverkefni og forritun. Þegar farið er út í masternám er HR líklega betri, enda stór nöfn að kenna þar.

Ég held að báðir kostirnir séu mjög góðir. Það skiptir nákvæmlega engu máli úr hvorum skóla þú útskrifaðist þegar það kemur að því að leita að vinnu (auk þess sem það er skortur á forriturum). Ég mundi velja HÍ persónulega út af því að það er bara miklu ódýrara.

(Þetta eru bara mínar skoðanir. Ég er með BSc frá HÍ þannig að mitt álit gæti litast af því)



Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunarfræði: HR vs. HÍ / Á hverju á ég að byrja?

Pósturaf Viktor » Fös 10. Jún 2011 17:07

Þakka svörin.
Langar að byrja að læra forritun almennilega í sumar, á hverju á maður að byrja?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunarfræði: HR vs. HÍ / Á hverju á ég að byrja?

Pósturaf gardar » Fös 10. Jún 2011 17:08

C++



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunarfræði: HR vs. HÍ / Á hverju á ég að byrja?

Pósturaf dori » Fös 10. Jún 2011 18:26

Sallarólegur skrifaði:Þakka svörin.
Langar að byrja að læra forritun almennilega í sumar, á hverju á maður að byrja?

Scheme hérna eru líka fín vídjó... http://groups.csail.mit.edu/mac/classes ... -lectures/



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunarfræði: HR vs. HÍ / Á hverju á ég að byrja?

Pósturaf Dagur » Lau 11. Jún 2011 09:18

Python er fullkomið sem fyrsta mál. Það er einfalt að læra grunninn en svo er það líka hlutbundið (og hlutbundin forritun virðist vera það sem vefst mest fyrir byrjendum). Það fylgir svo mikið af aukadóti með því að þú getur farið að búa til skemmtileg forrit frá fyrsta degi.

Ég mæli alls ekki með C++ vegna þess að þú þarft að fara svo djúpt í það áður en þú byrjar að gera eitthvað að viti í því. En það er alveg frábært að kunna það þegar þú er kominn með grunninn í forritun í einfaldari málum.
Scheme er skemmtilegt mál en hefur voðalega lítið notagildi. Þú gætir lært lisp sem er mjög svipað en ég sé ekki mikinn tilgang með því heldur. Best að læra að ganga áður en maður byrjar að hlaupa.




benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunarfræði: HR vs. HÍ / Á hverju á ég að byrja?

Pósturaf benson » Lau 11. Jún 2011 11:21

gardar skrifaði:C++


Byrjaðu á C++, sérstaklega ef þú ætlar í HR. Passaðu þig samt að leiðast ekki í Forritun 1 því hún byrjar sjúúúúúklega hægt og er hundleiðinleg fyrst.




KristinnK
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 95
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunarfræði: HR vs. HÍ / Á hverju á ég að byrja?

Pósturaf KristinnK » Lau 11. Jún 2011 12:34

Ég byrjaði sjálfur í C. Málið er í sjálfu sér nauðalíkt C++, og er það langbesti grunnurinn. Aðrir byrja í Java, en ég er persónulega ekki mjög hrifinn af því máli. Ég myndi ekki byrja í mjög high-level máli eins og Python eða Lisp.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580


jonrh
Nörd
Póstar: 127
Skráði sig: Þri 12. Jan 2010 13:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunarfræði: HR vs. HÍ / Á hverju á ég að byrja?

Pósturaf jonrh » Lau 11. Jún 2011 13:25

Ekki láta verðmiðan flækjast fyrir þér. Samanlögð skólagjöld fyrir 3 ára BSc nám í HR verða sirka 2-4x mánaðarlaun ef þú ferð síðan strax að vinna. Ég fór í HR og fyrir mitt leiti þá hefði ég ekki vilja sleppa 3 vikna verklegu kúrsunum, algjör snilld (12 + 3 vikna önn). Tók einusinni 15 vikna önn og það var skelfilegt, enda gerðu nemendur og kennarar tölvunarfræðinnar í HR uppreisn þegar það átti að setja allar deildir á 15 vikur á haustin.

Hvað varðar forritunarmálið, HÍ kennir Java sem fyrsta forritunarmál svo ef þú tekur það þá ertu með smá forskot.