Síða 1 af 1
skype í ruglinu ?
Sent: Þri 07. Jún 2011 12:37
af kubbur
undanfarið, og þá bara eftir að microsoft keypti skype, þá finnst mér skype vera farið að krassa all svaðalega oft, ég get ekki tengt það við að ég sé að gera eitthvað sérstakt og svo nær það oft ekki að tengjast netinu
einhverjir fleiri að lenda í þessu ?
Re: skype í ruglinu ?
Sent: Þri 07. Jún 2011 12:45
af Frost
Var einmitt að spá í að gera þráð um þetta hér. Er líka sjálfur að lenda í þessu, næ ekki að connectast og krassar af og til. Frekar mikið bögg þar sem Skype tók yfir MSN, Xfire o.fl. hjá mér.
Vona að það sé eitthver lausn á þessu
Re: skype í ruglinu ?
Sent: Þri 07. Jún 2011 12:45
af Kobbmeister
Ég er líka að lenda í þessu. Kom update áðan og þá crashaði skype og ég get ekki verið online.
Re: skype í ruglinu ?
Sent: Þri 07. Jún 2011 13:23
af kubbur
ég er alvarlega að spá í að fara að nota google chattið bara
Re: skype í ruglinu ?
Sent: Þri 07. Jún 2011 13:35
af wicket
tengist auðvitað ekkert því að MS hafi keypt fyrirtækið. Bara ósköp venjulegt rekstrarmál.
Auðveldast að fylgjast með stöðu mála á Twitternum þeirra,
http://twitter.com/#!/skypeBara stillingarmál þeirra megin, eru að laga þetta.
Re: skype í ruglinu ?
Sent: Þri 07. Jún 2011 14:11
af kubbur
þó að það "séu ekki nein tengsl þar á milli" þá finnst mér skrýtið að um leið og m$ keypti skype þá fór það að láta leiðinlega
Re: skype í ruglinu ?
Sent: Þri 07. Jún 2011 14:47
af coldcut
kubbur skrifaði:þó að það "séu ekki nein tengsl þar á milli" þá finnst mér skrýtið að um leið og m$ keypti skype þá fór það að láta leiðinlega
haha kom það virkilega einhverjum á óvart?
Já ég veit það er sennilega ekki M$ að kenna en tengingin er kómísk engu að síður...
Re: skype í ruglinu ?
Sent: Þri 07. Jún 2011 14:53
af AndriKarl
Skype var að detta í lag hjá mér allavega.
Re: skype í ruglinu ?
Sent: Þri 07. Jún 2011 16:38
af Frost
Re: skype í ruglinu ?
Sent: Þri 07. Jún 2011 21:05
af Klaufi
Búið að vera með leiðindi hjá mér síðasta tæpan mánuð eða svo, þ.e.a.s. ef ég man rétt..
Aðallega búnar að vera nettruflanir sem ég verð ekki var við í neinu öðru og búinn að vera að detta svolítið inn og út..
Var ekki til friðs í kvöld. Og já, mér finnst frekar fyndið að þetta byrjaði um það leiti sem ég las að MS hefði keypt skype..