Síða 1 af 1

Hvaða ritil notið þið til að forrita í Unix/Linux?

Sent: Sun 05. Jún 2011 13:00
af KristinnK
Hvaða ritil notið þið þegar þið forritið í Unix/Linux stýrikerfi, og af hverju?

Edit: Bætt við ,,til að forrita" í titil.

Edit 2: Ég spyr því ég er að byrja að forrita í Ubuntu, og veit ekki hvorn (Emacs/vi) ritilinn ég eigi að venja mig á. Þið megið gjarnan gefa áþreifanlegan kost þess ritils sem þið kjósið að nota.

Re: Hvaða ritil notið þið til að forrita í Unix/Linux?

Sent: Sun 05. Jún 2011 13:03
af gardar
vim


afþví það er vim

Re: Hvaða ritil notið þið til að forrita í Unix/Linux?

Sent: Sun 05. Jún 2011 13:17
af coldcut
Ég nota Vim(gVim) af því að mér finnst það besti editorinn. Byrjaði upphaflega að nota Emacs og ætlaði að læra á hann, en eftir að ég var "píndur" til að skoða Vim þá gat ég ekki hugsað mér að fara aftur í Emacs.

Trompið sem Vim hefur: Command-Mode. Þoli ekki að þurfa að vera alltaf að Ctrl (controlla) í Emacs (og nano líka) og finnst skárra að ýta á Esc --> command. Er núna kominn líka með glás af pluginum og slíku sem að gerir Vim bara betri og betri.

En það er sama hvorn þú velur, þú átt eftir að þurfa að læra á editorinn. Emacs og Vim eru ekkert í líkingu við Notepad++ og slíkt.

Re: Hvaða ritil notið þið til að forrita í Unix/Linux?

Sent: Sun 05. Jún 2011 13:21
af guttalingur
Nano MUHAHAHAHA

Re: Hvaða ritil notið þið til að forrita í Unix/Linux?

Sent: Fim 16. Jún 2011 18:59
af dori
Vim, gamli "góði" er solid og virkar allsstaðar en ég þoli ekki að vinna á hann (myndi ekki gera það ef vim er í boði). Á desktop nota ég svo stundum gVim/MacVim. Mér finnst eiginlega þæginlegra að starta ritlinum bara á það skjal sem ég er að fara að vinna með úr terminal.

Ég ætla ekki að byrja eitthvað editor flame war en...

Nano/pico er fyrir wuzzies.

Ég hef ekkert á móti emacs, ég hef bara ekki ennþá nennt að læra á hann. Lisp er samt töff og það væri gaman að kynna sér hann og þá að skrifa macros fyrir allt sem maður gerir :P

Re: Hvaða ritil notið þið til að forrita í Unix/Linux?

Sent: Fim 16. Jún 2011 19:02
af guttalingur
dori skrifaði:Vim, gamli "góði" er solid og virkar allsstaðar en ég þoli ekki að vinna á hann (myndi ekki gera það ef vim er í boði). Á desktop nota ég svo stundum gVim/MacVim. Mér finnst eiginlega þæginlegra að starta ritlinum bara á það skjal sem ég er að fara að vinna með úr terminal.

Ég ætla ekki að byrja eitthvað editor flame war en...

Nano/pico er fyrir wuzzies.

Ég hef ekkert á móti emacs, ég hef bara ekki ennþá nennt að læra á hann. Lisp er samt töff og það væri gaman að kynna sér hann og þá að skrifa macros fyrir allt sem maður gerir :P


Oh you didnt!

Bring it on :twisted:

Annars nota ég nær einungis VStudio og notepad++

Enn nano á centos servernum mínum ;)

Re: Hvaða ritil notið þið til að forrita í Unix/Linux?

Sent: Fim 16. Jún 2011 19:06
af aevar86
Ef þú ert að fara í ubuntu þá geturu notað gedit bara.. helling af góðum pluginum til og samt mjög lightweight.
Annars nota ég nano þegar ég er að gera eitthvað í gegnum terminal/ssh.

Re: Hvaða ritil notið þið til að forrita í Unix/Linux?

Sent: Fim 16. Jún 2011 19:08
af guttalingur
aevar86 skrifaði:Ef þú ert að fara í ubuntu þá geturu notað gedit bara.. helling af góðum pluginum til og samt mjög lightweight.
Annars nota ég nano þegar ég er að gera eitthvað í gegnum terminal/ssh.

:happy