Síða 1 af 1
Gömul símalína
Sent: Mán 30. Maí 2011 22:07
af REX
Er að fara leigja í gömlu húsi og þar eru símalínutengin af gamla skólanum eða svipaðar þessu:
Er þetta orðið of gamalt til þess að ég geti fengið mér almennilega ADSL tengingu hvernig er það?
Re: Gömul símalína
Sent: Mán 30. Maí 2011 22:10
af AntiTrust
Ætti ekki að breyta neinu.
Re: Gömul símalína
Sent: Mán 30. Maí 2011 22:13
af axyne
Ég var sjálfur að keyra 19MB/2MB ADSL2+ Með svona endatengil, hann skiptir þig ekki máli.
það eru innanhúslagnirnar sem skipta meira máli.
Oft mikið fúsk, viðbætur og breytingar sem fylgja gömlum húsum.
Re: Gömul símalína
Sent: Mán 30. Maí 2011 22:32
af Daz
Ljósnets routerinn minn er tengdur í svona box.
Re: Gömul símalína
Sent: Mán 30. Maí 2011 22:40
af REX
Flott er. Vonandi fæ ég bara góðan hraða út úr þessu.
Re: Gömul símalína
Sent: Mán 30. Maí 2011 22:47
af tdog
REX skrifaði:Er að fara leigja í gömlu húsi og þar eru símalínutengin af gamla skólanum eða svipaðar þessu:
Er þetta orðið of gamalt til þess að ég geti fengið mér almennilega ADSL tengingu hvernig er það?
Þessir tenglar virka alveg jafnvel og RJ11 tenglarnir ... en það gæti minnkað tap í símaleiðurunum hjá þér ef það er ósnúinn kapall í veggdósirnar.