Síða 1 af 1

Þráðlaust netkort (WLAN)?

Sent: Sun 22. Maí 2011 18:34
af Hoddikr
Sælir snillingar

Mig vantar netkort í borðtölvuna mína og hef bara ekki nógu mikið vit á þessu, þess vegna leita ég til ykkar.

Routerinn er of langt í burtu fyrir kapal, en þó er ekkert vandmál fyrir fartölvuna að ná góðu sambandi.
Ég vill fá gott kort svo það verði ekkert vandamál að spila leiki og horfa á myndbönd.

Hvað þarf ég að hafa í huga? Hvað skiptir mestu máli?
Endilega segið mér sem mest.

P.S. Ég bý erlendis svo það þýðir lítið að benda mér á eitthvað sem fæst í verslunum heima.

Re: Þráðlaust netkort (WLAN)?

Sent: Sun 22. Maí 2011 18:39
af guttalingur
Þetta er það sem ég er með og er bara að gera fína hluti fyrir mig
[url]
http://www.computer.is/vorur/7550/
[/url]

Ég held það sé ekkert spes sem þú þarf að hafa í huga flest kort í dag eru held ég bara ágæt.

En í leiki....
Snúran mun altaf rula í leikjunum.

^^ Mín skoðun

Re: Þráðlaust netkort (WLAN)?

Sent: Sun 22. Maí 2011 19:15
af Hoddikr
Er það þá bara hraðinn sem ég þarf að spá í?

Þetta er það sem ég er með og er bara að gera fína hluti fyrir mig
[url]
http://www.computer.is/vorur/7550/
[/url]


Þetta kort er 300Mbps, er það nóg fyrir mig eða ætti ég að fara hærra?

Re: Þráðlaust netkort (WLAN)?

Sent: Sun 22. Maí 2011 19:29
af guttalingur
Hoddikr skrifaði:Er það þá bara hraðinn sem ég þarf að spá í?

Þetta er það sem ég er með og er bara að gera fína hluti fyrir mig
[url]
http://www.computer.is/vorur/7550/
[/url]


Þetta kort er 300Mbps, er það nóg fyrir mig eða ætti ég að fara hærra?


300mbs kort virkar fínt fyrir mig þannig að "Normal use" = ok

Re: Þráðlaust netkort (WLAN)?

Sent: Sun 22. Maí 2011 19:58
af hsm
Hoddikr skrifaði:Er það þá bara hraðinn sem ég þarf að spá í?

Þetta er það sem ég er með og er bara að gera fína hluti fyrir mig
[url]
http://www.computer.is/vorur/7550/
[/url]


Þetta kort er 300Mbps, er það nóg fyrir mig eða ætti ég að fara hærra?

Er ruoterinn hjá þér ekki 54Mbps ????

Re: Þráðlaust netkort (WLAN)?

Sent: Sun 22. Maí 2011 19:59
af Revenant
Það eru bara tvær gerðir af þráðlausum netkortum sem eru lang algengastar í dag:

802.11g netkort (allt að 54 Mbit/s), allir routerar/fartölvur hafa þetta (1 loftnet)
802.11n netkort (allt að 300 Mbit/s), nýjustu routerarnir/fartölvurnar hafa þetta (2-4 lofnet)

Re: Þráðlaust netkort (WLAN)?

Sent: Sun 22. Maí 2011 20:22
af Hoddikr
Ég veit ekki hvernig routerinn er, hann er samt nýlegur.

Þarf ég að kanna það áður en ég kaupi eitthvað?