Síða 1 af 1
Dulkóðun - 3 spurningar
Sent: Lau 21. Maí 2011 15:20
af htdoc
Langar að koma með 3 spurningar í þeirri von að einhver hérna gæti hjálpað mér.
1. Er dulkóðunin sem er innbyggð í dropbox örugg?
2. Er dulkóðunin sem er innbyggð í ubuntu örugg?
3. Ég er líka með Windows 7 og mig langar að læsa tölvunni þannig enginn komist í hana (þannig að enginn komist í nein skjöl inná tölvunni og enginn geti komist í remembered password sem maður hefur vistað í Chrome eða firefox), hvernig er best að gera það þannig það sé öruggt (sem sagt þannig það sé ekki hægt að fara framhjá læsingunni eða nota forrit þannig hægt sé að komast framhjá læsingunni).
Með fyrirfram þökkum
Re: Dulkóðun - 3 spurningar
Sent: Lau 21. Maí 2011 16:04
af chaplin
1. Ekki hugmynd, en alveg nógu öruggur svo enginn félagi þinn sé að fara "cracka" hann.
2. Myndi skjót á að Ubuntu sé þokkalega öruggur, en örugglega hægt að modda stýrikerfið til að gera hann öruggari.
3. Nota bara TrueCrypt, gera sér "virtual hdd" og setja á það lykilorð, af því sem ég best veit er það öruggasta leiðin fyrir heimilisnotendur.
Annars er alltaf hægt að cracka lykilorð með ákveðnum forritum, bara tekur tíma og þegar ég segi tíma þá meina ég 1 mín - x ár. Mjög háð því hversu langt lykilorðið er osfv.
Re: Dulkóðun - 3 spurningar
Sent: Lau 21. Maí 2011 16:17
af Revenant
1. Það hafa komið efasemdir um dulkóðunina í dropbox vegna þess að ef þú bætir við í möppuna þína skjali sem er til fyrir á netþjónum þeirra þá þarftu ekki að uploada því (það er bara copy-að server side). Það bendir til að Dropbox hafi aðgang að private lyklunum.
2. Þegar þú talar um dulkóðun í Ubuntu ertu þá að tala um encrypted filesystem? Að öllum líkindum er það öruggt.
3. Best er að nota annað hvort Bitlocker (þá þarftu að hafa Trusted Platform Module í tölvunni (TPM)) eða Truecrypt disk encryption ef þú hefur ekki TPM.
Re: Dulkóðun - 3 spurningar
Sent: Lau 21. Maí 2011 16:30
af AntiTrust
Það er hægt að nota bitlocker án TPM, þarf bara að breyta einni Group policy til þess. Í staðin fyrir TPM autologin function-ið þarftu að slá inn PIN við ræsingu. Bitlockerinn sér líka til þess að læsa partition-inu þar til recovery key er sleginn inn (sem er vægast sagt langur) ef hann skynjar e-rskonar tampering á partition-inu / password brute force eða hardware breytingar. Þeas, það er ekki hægt að loada simple W7 password remover upp með pre-OS boot tólum, þótt að PWið sé remove-að succesfully þá þarf samt að slá inn recovery og/eða PIN.
Re: Dulkóðun - 3 spurningar
Sent: Lau 21. Maí 2011 19:20
af htdoc
daanielin skrifaði:1. Ekki hugmynd, en alveg nógu öruggur svo enginn félagi þinn sé að fara "cracka" hann.
2. Myndi skjót á að Ubuntu sé þokkalega öruggur, en örugglega hægt að modda stýrikerfið til að gera hann öruggari.
3. Nota bara TrueCrypt, gera sér "virtual hdd" og setja á það lykilorð, af því sem ég best veit er það öruggasta leiðin fyrir heimilisnotendur.
Annars er alltaf hægt að cracka lykilorð með ákveðnum forritum, bara tekur tíma og þegar ég segi tíma þá meina ég 1 mín - x ár. Mjög háð því hversu langt lykilorðið er osfv.
Get ég gert það við harðadiskinn minn ef ég er bara með einn og með stýrikerfið á honum og allt?
@Revenant:
sama spurning: Get ég gert það við harðadiskinn minn ef ég er bara með einn og með stýrikerfið á honum og allt?
Re: Dulkóðun - 3 spurningar
Sent: Lau 21. Maí 2011 21:08
af Televisionary
PGP hefur reynst mér vel. Undir bæði Windows og OS X. Býður þér uppá heildiska dulkóðun ásamt því að búa til sýndar diska.
Sjá nánar um varninginn hérna:
http://www.symantec.com/business/theme.jsp?themeid=pgp
Re: Dulkóðun - 3 spurningar
Sent: Sun 22. Maí 2011 17:49
af arnif