Síða 1 af 1
AHCI BIOS splash screen
Sent: Fös 08. Apr 2011 17:18
af reyndeer
Er einhver leið til að taka þennan pirrandi AHCI BIOS splash screen af þegar maður bootar tölvunni, ef maður notar AHCI disk controller??? Þoli hann ekki hreint út sagt
tekur alltaf einhverjar 5 sek. af boot tímanum. Er með SSD disk, þannig að það munar helling. Er, eins og er, að nota IDE controller í stað AHCI, og er ég að ná 220 MB/s skrif og les, sequential, með IDE, en næ ca. 260-270 MB/s með AHCI, en það böggar mig hvað munurinn á bootinu og shutdown er mikill milli controlleranna, vegna þessa splash screens.
Re: AHCI BIOS splash screen
Sent: Fös 08. Apr 2011 17:43
af mind
Ef þú myndir taka splash screen af myndirðu bara hafa svartan skjá í staðinn, þetta er biðtími sem verður burtséð frá splash screen.
Hvort þú getur gert eitthvað í þessu fer eftir framleiðenda móðurborðsins, gæti verið til nýrri bios útgáfa sem lækkar tímann.
Annars er þetta bara móðurborðið að tala við hlutina sem getur tekið tíma.
Re: AHCI BIOS splash screen
Sent: Fös 08. Apr 2011 17:46
af Hvati
Gæti verið inní BIOS? Heitir oft status Oprom eða AHCI post eitthvað...
Re: AHCI BIOS splash screen
Sent: Fös 08. Apr 2011 17:49
af reyndeer
Er með nýjasta BIOS, þetta er MSI 770-C45 móðurborð. Þessi bið kemur ekki ef ég nota IDE controller. Er að pæla, er að nota on-board SATA controller í BIOS, er ekki hægt að installa sér controller, sem gæti verið laus við þetta?
Re: AHCI BIOS splash screen
Sent: Fös 08. Apr 2011 17:58
af mind
Þegar þú segir nota IDE controller ertu þá ekki örugglega tala um þessa stillingu ?
Getur svo sem prufað að færa diskinn yfir á annan controller með því að færa kapalinn sjálfan.
Re: AHCI BIOS splash screen
Sent: Fös 08. Apr 2011 19:42
af reyndeer
mind skrifaði:Þegar þú segir nota IDE controller ertu þá ekki örugglega tala um þessa stillingu ?
Getur svo sem prufað að færa diskinn yfir á annan controller með því að færa kapalinn sjálfan.
júbb
Re: AHCI BIOS splash screen
Sent: Fös 08. Apr 2011 20:11
af braudrist
Er ekki einhver 'Enable Quickboot' stilling hjá þér? Hvaða móðurborð er þetta?
Re: AHCI BIOS splash screen
Sent: Fös 08. Apr 2011 22:27
af reyndeer
braudrist skrifaði:Er ekki einhver 'Enable Quickboot' stilling hjá þér? Hvaða móðurborð er þetta?
Quick boot er á, þetta er MSI 770-C45.