Síða 1 af 1

Get ég notað D-link DIR 655 með ADSL tengingu?

Sent: Fim 07. Apr 2011 23:23
af AliP
Ég er með ADSL tengingu hjá Símanum, netið hefur verið eitthvað leiðinlegt undanfarið og okkur var sagt að það gæti verið routerinn, svo gamli ákvað að kaupa nýjann í ameríkunni án þess a spjalla við mig, hann keypti "DSL" router og kom með hann heim. Nánar tiltekið D-link DIR 655 router.

Nú er bara stórt tengi aftaná routernum ólíkt símasnúrunni sem er á gamla routernum, svo mig grunar að þessi notar eitthvað annað kerfi og er ónothæfur hér heima.

Er það rétt hugsað hjá mér eða þarf bara eitthvað millistykki?

Ef ekki þá er DIR655 router til sölu! :)


Sjá: http://www.dlink.com/products/?pid=530

Re: Get ég notað D-link DIR 655 með ADSL tengingu?

Sent: Fim 07. Apr 2011 23:34
af einarth
Sæll.

S.k. þessum link er þetta ekki DSL router - heldur ethernet router.

Örugglega fínn á ljósleiðaratengingu.

Kv, Einar.