Síða 1 af 1
þráðlaus myndlykill fyrir tv ?
Sent: Mið 02. Mar 2011 20:46
af B550
er það hægt ? nefnilega þannig að routerinn þarf að vera niðri útaf tv og ég er uppi með asnalegt þráðlaust net, ef það væri hægt að hafa myndlykilin hjá sjónvarpinu þráðlausan þá gæti ég haft rouderinn hjá mér.
Re: þráðlaus myndlykill fyrir tv ?
Sent: Mið 02. Mar 2011 20:53
af Daz
Ef þráðlausa netið uppi er "asnalegt" þá yrði það líka "asnalegt" niðri ef þú færir routerinn. Athugaðu með að leggja CAT-kapal milli hæða?
Re: þráðlaus myndlykill fyrir tv ?
Sent: Fim 03. Mar 2011 09:19
af Krissinn
Daz skrifaði:Ef þráðlausa netið uppi er "asnalegt" þá yrði það líka "asnalegt" niðri ef þú færir routerinn. Athugaðu með að leggja CAT-kapal milli hæða?
Eða þetta þarna þráðlaust sjónvarpstengi í gegnum raflínu, samt hef aldrei verið neitt svakalega spenntur fyrir því
Finnst bara best að hafa Cat kapla hehe
Re: þráðlaus myndlykill fyrir tv ?
Sent: Fim 03. Mar 2011 09:46
af gardar
Það er vonlaust að vera með þráðlausan myndlykil, þráðlaust net er allt of unstable fyrir sjónvarps útsendingar.
Re: þráðlaus myndlykill fyrir tv ?
Sent: Fim 03. Mar 2011 13:30
af minuZ
Daz skrifaði:Ef þráðlausa netið uppi er "asnalegt" þá yrði það líka "asnalegt" niðri ef þú færir routerinn. Athugaðu með að leggja CAT-kapal milli hæða?
Þú getur dregið cat með rafmagnsgreininni ef þú vilt ekki hafa þetta utan á liggjandi ef enginn önnur leið er til.