Síða 1 af 1

Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Sun 13. Feb 2011 12:29
af GuðjónR
Um daginn slökkti Egyptaland á internetinu, núna feta Alsírbúar sömu slóð. Slæm þróun.
Heimild, textavarp.is

Lokað fyrir internetið í Alsír
Yfirvöld í Alsír hafa lokað fyrir
aðgang almennings að internetinu og
margar Facebook síður mótmælenda hafa
horfið af netinu síðan í gærmorgun.
Stjórnarandstæðingar óttast að fólk,
sem var handtekið í gær, hafi verið
pyntað þar til það gaf upp lykilorð
sín. Stjórnarandstæðingar í Alsír hafa
líkt eftir mótmælendum í Egyptalandi og
reynt að nota internetið til að
skipuleggja mótmæli sín síðustu daga.
Mótmælin hafa verið barin niður af
óeirðarlögreglu og hermönnum jafn óðum
og nú virðast yfirvöld hafa beint
sjónum sínum að netinu til að koma í
veg fyrir að hægt sé að skipuleggja
fleiri mótmælafundi.

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Sun 13. Feb 2011 12:50
af gardar
Það er spurning hvort maður eigi að verða sér úti um gervihnattadisk og router fyrir hann, sem varaleið á internetið ef ske kynni að svona staða myndi einhvertíman koma upp á Íslandi...

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Sun 13. Feb 2011 13:11
af bolti
gardar skrifaði:Það er spurning hvort maður eigi að verða sér úti um gervihnattadisk og router fyrir hann, sem varaleið á internetið ef ske kynni að svona staða myndi einhvertíman koma upp á Íslandi...


Þú lifir í öðrum heimi en þetta fólk, það er sko ekki hvíslað á íslandi þegar verið er að hrauna upp í opið ginið á Jóhönnu Sigurðardóttir. Í Egyptalandi gastu verið handtekinn fyrir að tala gegn Hosni Mubarak og maður sjálfur sem túristi er beðin um að spyrja ekki spurninga.

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Sun 13. Feb 2011 13:15
af gardar
bolti skrifaði:
gardar skrifaði:Það er spurning hvort maður eigi að verða sér úti um gervihnattadisk og router fyrir hann, sem varaleið á internetið ef ske kynni að svona staða myndi einhvertíman koma upp á Íslandi...


Þú lifir í öðrum heimi en þetta fólk, það er sko ekki hvíslað á íslandi þegar verið er að hrauna upp í opið ginið á Jóhönnu Sigurðardóttir. Í Egyptalandi gastu verið handtekinn fyrir að tala gegn Hosni Mubarak og maður sjálfur sem túristi er beðin um að spyrja ekki spurninga.



Rétt er það, enda var innlegg mitt nú aðallega sett fram í spaugi frekar en alvöru.
Við verðum þó að vera á verði, þar sem íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa nú þegar lokað fyrir aðgengi að vissum heimasíðum, án dóms og laga...

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Sun 13. Feb 2011 13:18
af appel
Helsta hættan hér á Íslandi er að það verða sett lög um fjölmiðla (fjölmiðlastofa) og/eða um ábyrgð eigenda vefsvæða á því efni sem birtist þar. T.d. gæti þá Guðjón hér orðið ábyrgur fyrir þessum texta, og ef hann er svívirðilegur gagnvart einhverjum þá gæti sá aðili farið í mál við Guðjón, ekki mig. Enginn myndi taka slíka áhættu og einfaldlega sjálfviljugir slökkva á vefsvæðum sínum.

Verið vakandi fyrir þessum fjölmiðlalögum, þau eru komin beint úr huga Orwells.

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Sun 13. Feb 2011 13:24
af zdndz
gardar skrifaði:
bolti skrifaði:
gardar skrifaði:Það er spurning hvort maður eigi að verða sér úti um gervihnattadisk og router fyrir hann, sem varaleið á internetið ef ske kynni að svona staða myndi einhvertíman koma upp á Íslandi...


Þú lifir í öðrum heimi en þetta fólk, það er sko ekki hvíslað á íslandi þegar verið er að hrauna upp í opið ginið á Jóhönnu Sigurðardóttir. Í Egyptalandi gastu verið handtekinn fyrir að tala gegn Hosni Mubarak og maður sjálfur sem túristi er beðin um að spyrja ekki spurninga.



Rétt er það, enda var innlegg mitt nú aðallega sett fram í spaugi frekar en alvöru.
Við verðum þó að vera á verði, þar sem íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa nú þegar lokað fyrir aðgengi að vissum heimasíðum, án dóms og laga...



:o má það? annars hvaða eða hvernig síður hafa það verið

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Sun 13. Feb 2011 13:28
af gardar
zdndz skrifaði:
gardar skrifaði:
bolti skrifaði:
gardar skrifaði:Það er spurning hvort maður eigi að verða sér úti um gervihnattadisk og router fyrir hann, sem varaleið á internetið ef ske kynni að svona staða myndi einhvertíman koma upp á Íslandi...


Þú lifir í öðrum heimi en þetta fólk, það er sko ekki hvíslað á íslandi þegar verið er að hrauna upp í opið ginið á Jóhönnu Sigurðardóttir. Í Egyptalandi gastu verið handtekinn fyrir að tala gegn Hosni Mubarak og maður sjálfur sem túristi er beðin um að spyrja ekki spurninga.



Rétt er það, enda var innlegg mitt nú aðallega sett fram í spaugi frekar en alvöru.
Við verðum þó að vera á verði, þar sem íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa nú þegar lokað fyrir aðgengi að vissum heimasíðum, án dóms og laga...



:o má það? annars hvaða eða hvernig síður hafa það verið



Nei það má ekki, ef loka á aðgengi að vefsíðum, þá þarf til þess dómsúrskurð.. Símafyrirtækin eru ekki í þeirri stöðu að bera mat á það hvaða vefi viðskiptavinirnir megi heimsækja og hverja ekki.
Er búinn að vera í bréfaskriftum við póst og fjarskiptastofnun, þar sem ég benti þeim á þetta mál og það er búið að vera í vinnslu seinustu mánuði.

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Sun 13. Feb 2011 13:29
af zdndz
gardar skrifaði:
zdndz skrifaði:
gardar skrifaði:
bolti skrifaði:
gardar skrifaði:Það er spurning hvort maður eigi að verða sér úti um gervihnattadisk og router fyrir hann, sem varaleið á internetið ef ske kynni að svona staða myndi einhvertíman koma upp á Íslandi...


Þú lifir í öðrum heimi en þetta fólk, það er sko ekki hvíslað á íslandi þegar verið er að hrauna upp í opið ginið á Jóhönnu Sigurðardóttir. Í Egyptalandi gastu verið handtekinn fyrir að tala gegn Hosni Mubarak og maður sjálfur sem túristi er beðin um að spyrja ekki spurninga.



Rétt er það, enda var innlegg mitt nú aðallega sett fram í spaugi frekar en alvöru.
Við verðum þó að vera á verði, þar sem íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa nú þegar lokað fyrir aðgengi að vissum heimasíðum, án dóms og laga...



:o má það? annars hvaða eða hvernig síður hafa það verið



Nei það má ekki, ef loka á aðgengi að vefsíðum, þá þarf til þess dómsúrskurð.. Símafyrirtækin eru ekki í þeirri stöðu að bera mat á það hvaða vefi viðskiptavinirnir megi heimsækja og hverja ekki.
Er búinn að vera í bréfaskriftum við póst og fjarskiptastofnun, þar sem ég benti þeim á þetta mál og það er búið að vera í vinnslu seinustu mánuði.


en af smá forvitni, veistu hvurs slags vefsíður þetta hafa verið

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Sun 13. Feb 2011 13:33
af bolti
gardar skrifaði:
zdndz skrifaði:
gardar skrifaði:
bolti skrifaði:
gardar skrifaði:Það er spurning hvort maður eigi að verða sér úti um gervihnattadisk og router fyrir hann, sem varaleið á internetið ef ske kynni að svona staða myndi einhvertíman koma upp á Íslandi...


Þú lifir í öðrum heimi en þetta fólk, það er sko ekki hvíslað á íslandi þegar verið er að hrauna upp í opið ginið á Jóhönnu Sigurðardóttir. Í Egyptalandi gastu verið handtekinn fyrir að tala gegn Hosni Mubarak og maður sjálfur sem túristi er beðin um að spyrja ekki spurninga.



Rétt er það, enda var innlegg mitt nú aðallega sett fram í spaugi frekar en alvöru.
Við verðum þó að vera á verði, þar sem íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa nú þegar lokað fyrir aðgengi að vissum heimasíðum, án dóms og laga...



:o má það? annars hvaða eða hvernig síður hafa það verið



Nei það má ekki, ef loka á aðgengi að vefsíðum, þá þarf til þess dómsúrskurð.. Símafyrirtækin eru ekki í þeirri stöðu að bera mat á það hvaða vefi viðskiptavinirnir megi heimsækja og hverja ekki.
Er búinn að vera í bréfaskriftum við póst og fjarskiptastofnun, þar sem ég benti þeim á þetta mál og það er búið að vera í vinnslu seinustu mánuði.



Þetta hafa aðalega verið síður eins og íslenskar 4Chan síður sem hafa verið notaðar í mjög gróft einelti. SAFT hefur staðið bakvið beiðnir um lokanir að mestu leiti og Síminn, Vodafone og Tal hafa fylgt því. Skillst að Hringiðan hafi ekki fylgt beiðnum SAFT þegar þær hafa komið inn.

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Sun 13. Feb 2011 13:37
af gardar
zdndz skrifaði:
gardar skrifaði:
zdndz skrifaði:
gardar skrifaði:
bolti skrifaði:
gardar skrifaði:Það er spurning hvort maður eigi að verða sér úti um gervihnattadisk og router fyrir hann, sem varaleið á internetið ef ske kynni að svona staða myndi einhvertíman koma upp á Íslandi...


Þú lifir í öðrum heimi en þetta fólk, það er sko ekki hvíslað á íslandi þegar verið er að hrauna upp í opið ginið á Jóhönnu Sigurðardóttir. Í Egyptalandi gastu verið handtekinn fyrir að tala gegn Hosni Mubarak og maður sjálfur sem túristi er beðin um að spyrja ekki spurninga.



Rétt er það, enda var innlegg mitt nú aðallega sett fram í spaugi frekar en alvöru.
Við verðum þó að vera á verði, þar sem íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa nú þegar lokað fyrir aðgengi að vissum heimasíðum, án dóms og laga...



:o má það? annars hvaða eða hvernig síður hafa það verið



Nei það má ekki, ef loka á aðgengi að vefsíðum, þá þarf til þess dómsúrskurð.. Símafyrirtækin eru ekki í þeirri stöðu að bera mat á það hvaða vefi viðskiptavinirnir megi heimsækja og hverja ekki.
Er búinn að vera í bréfaskriftum við póst og fjarskiptastofnun, þar sem ég benti þeim á þetta mál og það er búið að vera í vinnslu seinustu mánuði.


en af smá forvitni, veistu hvurs slags vefsíður þetta hafa verið



Já ég útbjó lista yfir þá vefi sem ég fann að lokaðir voru, en sá listi er líklegast langt frá því að vera tæmandi.
Vefirnir eru af öllum toga og hafa innihaldið bæði siðlegt og ósiðlegt efni.
Ég er hinsvegar ekki að leggja mat á innihald vefsíðnanna og það eiga fjarskiptafyrirtækin heldur ekki að gera, heldur eru stjórnvöld þau einu með valdið til þess að leggja mat á og heimila ritskoðun á internet aðgangi íslendinga.
Ég mun líklegast birta bréfin sem hafa farið á milli mín og PFS þegar málinu er lokið.

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Sun 13. Feb 2011 13:44
af Gúrú
bolti skrifaði:Skillst að Hringiðan hafi ekki brotið reglugerðir Póst- og fjarskiptastofnanar þegar beiðnirnar um það hafa komið inn.



Fixed your post.

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Sun 13. Feb 2011 14:16
af chaplin
Þeir aðilar með ákveðna 3G síma ættu að geta notað símann til að tengjast td. fartölvuna saman í gegnum þráðlaust net og notað 3G netið, right?

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Sun 13. Feb 2011 14:18
af gardar
daanielin skrifaði:Þeir aðilar með ákveðna 3G síma ættu að geta notað símann til að tengjast td. fartölvuna saman í gegnum þráðlaust net og notað 3G netið, right?


Nei, 3G tengingin fer úr landi rétt eins og aðrar nettengingar, svo að sú leið er lokuð.

Eini möguleikinn er að tengjast yfir gervihnött

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Þri 10. Jan 2012 23:28
af htdoc
Úff gamall þráður en var að spá hvort fólk vissi hvaða vefsíður hafa verið lokaðar án dóms og laga

og kannski
@gardar: værirðu nokkuð til í að birta þessar bréfaskriftir?

Rakst á þennan þráð og fannst hann forvitnilegur vegna umræðna um SOPA

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Mið 11. Jan 2012 03:13
af gardar
htdoc skrifaði:Úff gamall þráður en var að spá hvort fólk vissi hvaða vefsíður hafa verið lokaðar án dóms og laga

og kannski
@gardar: værirðu nokkuð til í að birta þessar bréfaskriftir?

Rakst á þennan þráð og fannst hann forvitnilegur vegna umræðna um SOPA



http://pfs.is/default.aspx?cat_id=112&m ... nt_id=3173

Þessu máli var svo áfrýjað

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Mið 11. Jan 2012 08:48
af Benzmann
gardar skrifaði:
daanielin skrifaði:Þeir aðilar með ákveðna 3G síma ættu að geta notað símann til að tengjast td. fartölvuna saman í gegnum þráðlaust net og notað 3G netið, right?


Nei, 3G tengingin fer úr landi rétt eins og aðrar nettengingar, svo að sú leið er lokuð.

Eini möguleikinn er að tengjast yfir gervihnött


eini möguleikinn er ekki bara að tengjast yfir gervihnött, til margar aðrar leiðir, eins og t.d forritið "TOR" til að komast inn á síður sem ISP hefur lokað fyrir...

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Mið 11. Jan 2012 16:09
af gardar
benzmann skrifaði:
gardar skrifaði:
daanielin skrifaði:Þeir aðilar með ákveðna 3G síma ættu að geta notað símann til að tengjast td. fartölvuna saman í gegnum þráðlaust net og notað 3G netið, right?


Nei, 3G tengingin fer úr landi rétt eins og aðrar nettengingar, svo að sú leið er lokuð.

Eini möguleikinn er að tengjast yfir gervihnött


eini möguleikinn er ekki bara að tengjast yfir gervihnött, til margar aðrar leiðir, eins og t.d forritið "TOR" til að komast inn á síður sem ISP hefur lokað fyrir...



Jújú auðvitað er hægt að nota proxy lausnir eins og tor eða i2p
En ekki ef ríkisstjórnin klippir á samband við allar erlendar síður

Re: Núna slekkur Alsír á internetinu.

Sent: Mið 11. Jan 2012 16:45
af capteinninn
BNA er að koma þessu í gegn hjá sér að geta lokað fyrir vefsíður eins og þeir vilja hvar sem er í heiminum þannig að þeir eru að búa sig undir að geta lokað fyrir netið ef þeir svo kjósa.

Það eru reyndar einhverjir þjóðverjar að búa til sinn eigin gervihnattadisk og senda út í geim til að vera með sitt eigið internet sem á að vera einhverskonar vörn gegn einræðistilburðum með internetið. Líst hörkuvel á þetta framtak þótt ég finni þetta nú ekki í fljótu bragði en það er stutt síðan þetta var í fréttunum.