Síða 1 af 1

Windows og Mac OSX

Sent: Sun 06. Feb 2011 02:09
af Frost
Sælir. Ég hafði ekki hugmynd um hvar ég átti að setja þetta og fannst þetta vera líklegast flokkurinn og mac spjallið er alveg ómöuglegt fyrir svona. Ég vill ekki fár svörin mín eftir mánuð :sleezyjoe

Ég vildi bara forvitnast hvort það væri hægt að replace-a Windows alveg með Mac OSX t.d. á fartölvunni minni, Asus Eee PC 1201n. Setja þá up Mac OSX og taka út Win7 án einhverra vandræða.

Ég er í alveg þvílíkum pælingum því ég er kominn með smá ógeð af Windows, er búinn að nota það svo lengi og langar að prófa eitthvað nýtt og þar sem Ubuntu virkar ekki og félagi minn á OSX á disk ónotað þá langar mig að prófa og þá getur límmiðinn á tölvunni minni meikað sens :megasmile

Öll hjálp og svör eru vel þegin.

Ég hef samt heyrt að þetta sé ekkert mál en langar bara að fá almennilega staðfestingu á þessu og þá mun ég mjög líklega fara í OSX.

Re: Windows og Mac OSX

Sent: Sun 06. Feb 2011 02:13
af SolidFeather
Afhverju virkar ubuntu ekki?

Eftir 4 sekúndna google leit sá ég að OSX virkar á vélina.

Re: Windows og Mac OSX

Sent: Sun 06. Feb 2011 02:14
af gissur1

Re: Windows og Mac OSX

Sent: Sun 06. Feb 2011 02:17
af Frost
SolidFeather skrifaði:Afhverju virkar ubuntu ekki?


Ef ég fer í install kemur ekki upp "Install along other operaing system" möguleikinn og þegar ég runna Gparted þá crashar það strax. Held að það hafi eitthvað með harða diskinn að gera því ég get ekki opnað Data diskinn minn, er með þetta partitionað í System og Data.

Þegar ég reyni að opna Data kemur alveg ótrúlega langur error message, ég kemst hinsvegar inná System diskinn þar sem ekkert nema Windows7, nokkur forrit og lög.

Re: Windows og Mac OSX

Sent: Sun 06. Feb 2011 02:18
af SolidFeather
Formattar bara allan diskinn.

Re: Windows og Mac OSX

Sent: Sun 06. Feb 2011 02:19
af Frost
SolidFeather skrifaði:Formattar bara allan diskinn.


Ef ég ætla að hafa Ubuntu með þar sem þetta er mín eina tölva og ég kann ekkert á það væri ég til að geta komist í Win7 af og til.

Re: Windows og Mac OSX

Sent: Sun 06. Feb 2011 02:20
af SolidFeather
Skellir þá bara win 7 á hana eftirá.