Síða 1 af 1

[Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 16:32
af FuriousJoe
Sælir !

Ég er lengi búinn að spá hvort ég geti sett upp media serverinn minn þannig að ég geti komist í hann hvar sem er með lykilorði og streamað bíómyndirnar mínar.

Ég er með Windows 7 vél, alveg alltof öflug fyrir bara gagnageymslu (situr bara í horninu tengd við netið í bridge og svo nettengdann sjónvarpsflakkara)
Þannig að hún stendur nánast bara idle 24/7 svo ég þarf að nýta hana betur :)

Vitið þið um einhverjar leiðir svo ég geti t.d verið í heimsókn annarstaðar og komist í bíósafnið mitt og horft á það ?

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 16:59
af ManiO
FTP og XBMC t.d. Hef notað það og virkaði þrusuvel.

Setur upp FTP á servernum og notar XBMC heima hjá þeim sem vilja komast í þetta.

En, mig grunar að þetta sé aðeins fýsilegt ef þú ert á ljósi með serverinn. Og getur gleymt því að reyna þetta með HD.

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 17:08
af haywood
Var einmitt að setja upp xbmc inní herbergi...er að fíla það, einfalt og létt.

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 17:14
af FuriousJoe
Er ekki á ljósi og þetta er svona mest hugsað fyrir þætti reyndar. Sem eru ekki HD.

Ég er með 2Mbit upload hraða, myndi það ekki duga vel í þetta ? (svo lengi sem aðeins 1 vél tengist í einu)
Serverinn er tengdur með bridge í routerinn og á því að ná að hleypa jöfnu inn og út frá sér (í router a.m.k)

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 17:19
af ManiO
Hvað nærðu að uploada á miklum hraða á t.d. torrentum? Mig grunar að þetta muni eiga það til að hökta, sérstaklega ef einhver önnur notkun er á tengingunni á meðan.

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 17:30
af FuriousJoe
Er að uploada torrentum á alveg 180kbs-190kbs

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 17:32
af namanelli
hér er platform fyrir broadcasters http://www.veetle.com mjög uppkomandi og skemmtileg síða

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 17:34
af ManiO
Maini skrifaði:Er að uploada torrentum á alveg 180kBs-190kBs



*fixed. En besta leiðin er að sjálfsögðu bara að prófa þetta. Uppsetning á FTP er frekar einföld, það eru upplýsingar hér á síðunni. Síðan bara finnuru external IP töluna þína, setur það inn í XBMC ásamt log in infoinu þegar það er spurt um það.

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 18:40
af gardar
Gæti verið gott að stilla rækilegan buffer fyrst þú ert með þetta hæga tengingu

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 18:46
af FuriousJoe
Er búinn að setja upp FTP server og fá mér dyndns og alles, næ að tengjast FTP í gegnum FTP client over internet. En ég er ekki að ná að stilla XBMC til að tengjast... Kemur alltaf "Could Not connect to network server"

:(

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 19:28
af Kristján Gerhard
Sýnist þessi fídus nú bara vera í W7 orginal.

http://windows.microsoft.com/en-US/wind ... -streaming

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 19:32
af FuriousJoe
Er ekki með Win7 á hinni vélinni sem ég vill streama til :(

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 19:44
af Danni V8
Það er hægt að nota VLC til að streama efni af netinu.

File > Open Network Stream

Setur síðan inn linkinn á bíómyndina frá FTP servernum og ýtir á play.

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 19:47
af FuriousJoe
Danni V8 skrifaði:Það er hægt að nota VLC til að streama efni af netinu.

File > Open Network Stream

Setur síðan inn linkinn á bíómyndina frá FTP servernum og ýtir á play.



Virkar ekki ef FTP serverinn er password protected :/

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 19:49
af Danni V8
Maini skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Það er hægt að nota VLC til að streama efni af netinu.

File > Open Network Stream

Setur síðan inn linkinn á bíómyndina frá FTP servernum og ýtir á play.



Virkar ekki ef FTP serverinn er password protected :/


ftp://user:password@IP:port/movie.avi

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 20:02
af FuriousJoe
Þakka fyrir hugmyndina en ég nenni ekki að standa í svoleiðis rugli fyrir hvern einasta þátt og bíómynd :P

Ég næ að tengjast FTP í gegnum browser og client, náði að tengjast með XBMC í ca 10min svo hætti allt að virka, fatta þetta ekki...

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 20:10
af hagur
Kiktu a orb.com, getur streamad allskyns media yfir internetid og stydur DLNA lika.

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 20:42
af FuriousJoe
hagur skrifaði:Kiktu a orb.com, getur streamad allskyns media yfir internetid og stydur DLNA lika.



Þú ert ÆÐI :)

Þetta leysti öll mín vandamál, og betur en það. Ég fann OrbLive fyrir Android líka, get streamað þetta allt í símann minn ;)


P.S Prófaði að spila HD efni, virkaði vandræðalaust ! :)

Re: [Hjálp] Streama bíómyndir í gegnum netið ?

Sent: Þri 25. Jan 2011 22:05
af hagur
No problemo :happy

Og það sem meira er ... ef þú setur sjónvarpskort í tölvuna þína og tengir það við t.d afruglara, þá getur Orb streymt sjónvarpsútsendingunni yfir netið eins og hverju öðru media. Flott að geta komist í sjónvarpið í símanum \:D/

Þetta virkar þá í raun alveg eins og Slingbox.