Síða 1 af 1

Vodafone gagnamagn

Sent: Mán 24. Jan 2011 12:27
af Klemmi
Sælir,

var nú bara með eina stutta spurningu, er hjá Vodafone með 8MB ADSL að ég held, vitiði hversu mikið gagnamagn ég má sækja erlendis frá áður en þeir fara að cappa tenginguna? :)

Beztu kveðjur,
Klemmi

Re: Vodafone gagnamagn

Sent: Mán 24. Jan 2011 12:30
af andribolla
það er stutt síðan þeir breyttu gagnamagninu á tenginum sem þeir eru að selja, þannig það fer eftir því hvort þú ert með gamlan eða sért búin að endurnýja samningin með auknu erlendu gagnamagni (það gerist ekki sjálfkrafa)

Allir viðskiptavinir okkar fá allt að 12 Mb/s hraða á ADSL <- þú ættir kansi að atuga þetta
http://www.vodafone.is/internet/adsl

Re: Vodafone gagnamagn

Sent: Mán 24. Jan 2011 12:40
af Klemmi
Takk kærlega fyrir þetta,

ég hef ekkert fylgst með, síðast þegar ég vissi (sem er langt síðan) þá var allt auglýst sem ótakmarkað erlent niðurhal, sem þeir skilgreindu svo sem 60GB, greinilega eitthvað búið að breytast síðan þá :)

Re: Vodafone gagnamagn

Sent: Mán 24. Jan 2011 12:51
af andribolla
Maður verður nú að kíkja á þetta annaðslagið,
ég fór í þetta vodafone gull en vildi ekki færa gsm símann minn yfir til þeirra, en það var samt ódyrara fyrir mig að fá auka númer fyrir gsm (frelsi) heldur en að vera með sama pakka og ekki með gullið ;)

Re: Vodafone gagnamagn

Sent: Mán 24. Jan 2011 13:09
af ZoRzEr
Er akkúrat á bið núna hjá Vodafone. Fór yfir magnið mitt (70gb) á ljósi og er greinilega ekki í þessum nýja 80gb flokki, þannig ég er að reyna redda því.

Er búinn að vera 10 mínutur núna :-({|=

Re: Vodafone gagnamagn

Sent: Mán 24. Jan 2011 13:59
af Meso
Ég einmitt fór yfir leyfilegt gagnamagn um daginn og var cappaður,
í kjölfarið fór ég að skoða tenginguna mína og sá að ég gat uppfært í 140GB frá 70Gb og var að borga ca 1000kr meira á mán.
En svo í fyrsta mánuðinum með 140GB var ég cappaður eftir ca viku, spurning hvort það sé eitthvað "X" magn á viku sem er leyfilegt?
Mér finnst að ef ég er með 140GB leyfilegt magn að ég megi nýta það þegar mér hentar, t.d. ef ég vill nota 130Gb fyrstu vikuna og 10GB restina af mánuðinum.
eða er ég í ruglinu :sleezyjoe

Re: Vodafone gagnamagn

Sent: Mán 24. Jan 2011 14:14
af FreyrGauti
Meso skrifaði:Ég einmitt fór yfir leyfilegt gagnamagn um daginn og var cappaður,
í kjölfarið fór ég að skoða tenginguna mína og sá að ég gat uppfært í 140GB frá 70Gb og var að borga ca 1000kr meira á mán.
En svo í fyrsta mánuðinum með 140GB var ég cappaður eftir ca viku, spurning hvort það sé eitthvað "X" magn á viku sem er leyfilegt?
Mér finnst að ef ég er með 140GB leyfilegt magn að ég megi nýta það þegar mér hentar, t.d. ef ég vill nota 130Gb fyrstu vikuna og 10GB restina af mánuðinum.
eða er ég í ruglinu :sleezyjoe


Vodafone eru ekki með neina svona reglu, þú ræður alveg hve hratt þú brennir í gegnum utanlandsdl'ið þitt svo að þetta hefur verið eitthvað annað.

Re: Vodafone gagnamagn

Sent: Mán 24. Jan 2011 20:01
af Guðni Massi
Vodafone skrifaði:Allir viðskiptavinir okkar fá allt að 12 Mb/s hraða á ADSL
http://www.vodafone.is/internet/adsl



Nei, mér var tilkynnt það að ég væri að slá út símstöðinni, og að ég gæti ekki verið með yfir 8 mb/s. Síðast þegar ég var með 12 mb/s og "gerði eitthvað stórt" (eins og starfsmaður Vodafone orðaði það) þá byrjaði símstöðin að slá út netinu hjá mér (74 sinnum á 3 tímum), eða það er það sem starfsfólk Vodafone sagði mér.

Re: Vodafone gagnamagn

Sent: Mán 24. Jan 2011 21:12
af andribolla
Guðni Massi skrifaði:
andribolla skrifaði:það er stutt síðan þeir breyttu gagnamagninu á tenginum sem þeir eru að selja, þannig það fer eftir því hvort þú ert með gamlan eða sért búin að endurnýja samningin með auknu erlendu gagnamagni (það gerist ekki sjálfkrafa)

Allir viðskiptavinir okkar fá allt að 12 Mb/s hraða á ADSL <- þú ættir kansi að atuga þetta
http://www.vodafone.is/internet/adsl



Nei, mér var tilkynnt það að ég væri að slá út símstöðinni, og að ég gæti ekki verið með yfir 8 mb/s. Síðast þegar ég var með 12 mb/s og "gerði eitthvað stórt" (eins og starfsmaður Vodafone orðaði það) þá byrjaði símstöðin að slá út netinu hjá mér (74 sinnum á 3 tímum), eða það er það sem starfsfólk Vodafone sagði mér.


Góð saga, en hvað kemur þetta því við sem ég sagði ?