Síða 1 af 1

Vantar að styrkja þráðlaust net úr router yfir í fartölvu.

Sent: Sun 23. Jan 2011 18:49
af Aimar
Sælir.

Ég er með routerinn frá Tal (hvíta Thomson tg585 v7) http://thomsonbroadbandpartner.com/dsl-modems-gateways/products/product-detail.php?id=161

ég er síðan með fartölvu Thoshiba t130 http://tolvulistinn.is/vara/20037

Aðstaðan er svona.
það er einn veggur á milli (burðarveggur)
Lengd milli hlutanna 4 metrar max.

gaget á tölvunni sýnir 87% drægni
en netið dettur alveg út samt og ekki er hægt að browsa á netinu.

Mér datt í hug að reyna að styrkja netið á einhvern hátt. usb netkort eða eitthvað svoleiðis.
Annars finnst mér skrítið að netið nái ekki þarna á mili (bilun í netkorti?)

Allavegna er spurninginn þessi.

Hvaða leið mynduð þið fara í að ná netinu í fartölvuna??

Re: Vantar að styrkja þráðlaust net úr router yfir í fartölvu.

Sent: Sun 23. Jan 2011 20:28
af mind
Ef þráðlausa netið er stundum í lagi og stundum ekki í lagi gæti þetta verið truflanir frá öðrum hlutum.

Þá gæti dugað fyrir þig að skipta um rás á þráðlausa netinu (gert á routernum).

Myndi reyna halda undir rás 6 eða yfir 11.

Burðarveggurinn ætti ekki að duga til að stoppa og eyðileggja sambandið, nema mögulega ef það eru svakalegar raflagnir í honum.

Re: Vantar að styrkja þráðlaust net úr router yfir í fartölvu.

Sent: Mán 24. Jan 2011 10:12
af tdog
Prófaðu að breyta rásunum á WiFi-inu, skoppaðu á milli þeirra og athuga hvað virkar best.

Re: Vantar að styrkja þráðlaust net úr router yfir í fartölvu.

Sent: Mán 24. Jan 2011 10:40
af BjarniTS
Ég var með þennan beini og hann var skelfilegur.
Gaf grátlegt merki þegar komið var smá vegalengd (smá langt á milli)

Svo ég fór og fékk annan hjá TAL , sá er miklu betri.