Síða 1 af 1

w7 oem hjá buy

Sent: Lau 15. Jan 2011 18:50
af littli-Jake
Sá að buy.is eru að selja Microsoft Windows 7 Home Premium - OEM. Ég hélt að OEM kæmi bara með nýjum tölvum?

Re: w7 oem hjá buy

Sent: Lau 15. Jan 2011 19:01
af rapport
littli-Jake skrifaði:Sá að buy.is eru að selja Microsoft Windows 7 Home Premium - OEM. Ég hélt að OEM kæmi bara með nýjum tölvum?


= ef þú kaupir tölvu hjá þeim ÞÁ færðu að kaupa á þessu verði, annars ekki...

Þetta er gert til að þú getir sett þetta "í körfuna" og áætlað hvað nýja riggið þitt muni kosta með stýrikerfi...

Eru ekki flestir sem gera þetta svona?

Re: w7 oem hjá buy

Sent: Lau 15. Jan 2011 19:46
af littli-Jake
#-o #-o

Re: w7 oem hjá buy

Sent: Lau 15. Jan 2011 19:52
af AntiTrust
littli-Jake skrifaði:#-o #-o


OEM stýrikerfi má eingöngu kaupa með nýrri vél. Hinsvegar eru margar búðir sem fara ekki eftir þessu.

Re: w7 oem hjá buy

Sent: Lau 15. Jan 2011 20:11
af beatmaster
Ég er nokkuð viss um að þú megir kaupa OEM með nýju móðurborði, en er ekki klár á því samt

Re: w7 oem hjá buy

Sent: Sun 16. Jan 2011 10:55
af Danni V8
beatmaster skrifaði:Ég er nokkuð viss um að þú megir kaupa OEM með nýju móðurborði, en er ekki klár á því samt


Hlýtur eiginlega að vera. Ef þú ert með OEM leyfi í tölvunni þinni og ákveður að upgrade-a móðurborðið þá verðurðu að kaupa nýtt Windows leyfi. Sama á við um örgjörva.

Ég veit þetta vegna þess að ég þurfti að reactivate-a W7 já mér bæði þegar ég skipti um örgjörva og þegar ég skipti um móðurborð seinna, en þurfti ekki að formatta í hvorugt skiptið :D