Síða 1 af 1

Vantar aðstoð við nýja tölvu - Skjákortsvesen!

Sent: Fim 13. Jan 2011 01:05
af coldcut
Sælir piltar (stúlkur nota ekki LINUX)

Var að vona að einhver hafi einhverja reynslu af þessu en ef svo er ekki þá bara so be it. Engin pressa þar sem sérfræðingarnir á ubuntuforums geta ekki einu sinni aðstoðað mig.

En ég er að fara að fjárfesta í nýrri tölvu sem í verður i3 540 sem hefur jú grafískan kjarna.
Við tölvuna verða tengdir tveir skjáir. 24" Benq og 720p 32" sjónvarp. Ætlun mín er að hafa sjónvarpið tengt með HDMI fyrir myndir, þættir og slíkt og svo nægir að hafa tölvuskjáinn tengdan við DVI tengi. Bæði þurfa að geta verið í gangi í einu og þá yrði sjónvarpið sem external monitor eða e-ð á þá vegu.
Stuðningurinn við intel örgjörva-gpu'ið er lélegur í Linux og þess vegna er ég nokkuð sure um að þetta virki ekki.

Ef þetta er hopeless þá mun ég fara í e-ð notað nVidia kort (hopefully 9800GTX+) og græja þetta bara þannig.

En spurning mín er: Hefur einhver reynt svipað í Linux? Þ.e.a.s. að nota örgjorva-gpu'ið í Linux?

Vona að þetta sé ekki of mikið í belg og biðu en þið verðið þá að afsaka það, klukkan er orðin ansi margt fyrir mann á þrítugsaldri! :|

Re: Vantar aðstoð við nýja tölvu - Skjákortsvesen!

Sent: Fim 13. Jan 2011 01:29
af AntiTrust
Síðast þegar ég athugað þetta, sem var seint á síðasta ári var ekki kominn almennilegur stuðningur við Intel GMA HD on-die GPU'in í 10.04 - Þekki það ekki í 10.10 en ég lenti bara í ennþá meira veseni með 10.10 fyrir utan annað. Veit að í 10.04 með early drivers voru i3 að valda GPU villum, x crashaði í tíma og ótíma og flr. eftir því.

Hinsvegar er félagi minn með Mint 10 á T410 i5 vél, og ég veit ekki betur en það gangi bara fínt, man bara ekki hvort hann er með on-die GPU - þarf að heyra í honum með þetta og sjá hvort hann sé að lenda í e-rju veseni.

Re: Vantar aðstoð við nýja tölvu - Skjákortsvesen!

Sent: Fim 13. Jan 2011 01:43
af coldcut
Jámm mátt endilega láta mig vita. En annars sýnist mér á öllu að my best option sé að taka bara sæmilegt nVidia kort til að þetta gangi smooth.