Síða 1 af 1

Hægfara tölva :(

Sent: Mið 12. Jan 2011 10:18
af Stubburinn
Sælir vaktarar.

Veit að ef einhverjir geta aðstoðað mig þá eru það þið :)

Þannig er má með vexti að ég er með Acer Aspire 6930 og hérna er smá hvað er í henni

Operating System
MS Windows Vista Home Premium 32-bit SP2
CPU
Intel Mobile Core 2 Duo P7350 @ 2.00GHz 59 °C
Penryn 45nm Technology
RAM
4.0GB Dual-Channel DDR2 @ 332MHz (5-5-5-15)
Motherboard
Acer, Inc. Makalu (U2E1)
Graphics
Generic PnP Monitor @ 1360x768
512MB GeForce 9600M GS (Acer Incorporated [ALI]) 52 °C
Hard Drives
313GB Western Digital WDC WD3200BEVT-22ZCT0 (SATA)

Núna síðustu mánuði hefur farið að hægja á sér og er orðin alveg skelfileg í leikjum, eins þegar maður ræsir einhver forrit þá er hún lengi að því og byrjar oft með (not responding).
Veit að þetta eru ekki góð lýsing en þó alla vega byrjunin.

Er búinn að taka til í start up-inu og búinn að hreinsa aðeins út af forritumen það virðsit breyta litlu :droolboy
En alla vega ef þið sjáið ykkur fært um að aðstoða mig þá myndi ég þyggja það með þökkum :)

Kv. Skúli

Re: Hægfara tölva :(

Sent: Mið 12. Jan 2011 10:39
af AntiTrust
Myndi byrja á því að skoða CPU vinnslu í idle og rólegri vinnslu, sjá hvort hún sé óeðlilega hág. Alltaf góð byrjun að keyra CCleaner, Malwarebytes og góða vírusvörn, MSE t.d. bara til að útiloka að þetta séu e-rjar veirur að hrjá þig.

Annars er spurning um að skoða vélbúnaðinn, keyra þá sérstaklega prófanir á harða disknum hjá þér og sjá hvort hann sé farinn að gefa frá sér e-rjar villur eða hægja hreinlega á sér.

Það er líka vert að skoða hitastigið á örgjörvanum, getur verið að tölvan sé full af ryki og viftan sé alltaf í 100% vegna hitavandamála?

Ef ekkert af þessu reynist hjálpsamt er það bara gamla góða "Format C:\" ;)

Re: Hægfara tölva :(

Sent: Mið 12. Jan 2011 10:52
af Bioeight
ertu að nota gamebooster?

Re: Hægfara tölva :(

Sent: Mið 12. Jan 2011 13:19
af rapport
Þar sem þú ert bara með einn HDD, er hann ekki bara að fyllast og er fragmentaður?

Defragment og eyða öllu klámi = good to go.

Mæli líka með Ccleaner af piriform.com til "hreinsunarstarfa" í tölvunni...

Re: Hægfara tölva :(

Sent: Fim 13. Jan 2011 04:01
af Stubburinn
Góðan daginn og takk fyrir svörin.

@ AntiTrust Var búinn að keyra CCleaner og vírusleita, það virtist ekki breyta neinu. CPU virðist ekki vera að keyra neitt óeðlilega 54-9C° aftur á móti er harði diskurinn í 55-7C°. Hvaða prófun get ég sett á harða diskinn, er þetta kannski bara allt of heitt hjá mér :dontpressthatbutton . Ætla að reyna að sleppa við format, ekki alveg á rétta staðnum til að ná í drivera og það allt.

@ Bioeight nei er ekki að nota neitt svoleiðis.

@ rapport Já það er bara einn HDD en hann er tvískiptur og það fer mest af ruslinu þangað, nei passa vel upp á að það sé nóg pláss eftir. Fragmenta einu sinni í viku, klámið er allt á flökkurum ;)

Kv. Skúli

Re: Hægfara tölva :(

Sent: Fim 13. Jan 2011 07:15
af BjarniTS
Vista svo leiðinlegt.
Ertu med skraut á desktopinu?
Klukkur , dagatöl og álíka?

Re: Hægfara tölva :(

Sent: Fim 13. Jan 2011 07:44
af Stubburinn
Nibb ekkert svoleiðis........

Re: Hægfara tölva :(

Sent: Fim 13. Jan 2011 08:38
af rapport
Er ekki "resource manager" í Vista eins og í Win7?

Hefur þú prófað að skoða hann og gá hvaða element í tölvunni eru að keyra undir álagi?

Svo er líka spurning um að tékka í MMC á loggum hvort það séu að koma einhverjar villur...

Re: Hægfara tölva :(

Sent: Fim 13. Jan 2011 09:07
af Daz
Stubburinn skrifaði:Góðan daginn og takk fyrir svörin.

@ AntiTrust Var búinn að keyra CCleaner og vírusleita, það virtist ekki breyta neinu. CPU virðist ekki vera að keyra neitt óeðlilega 54-9C° aftur á móti er harði diskurinn í 55-7C°. Hvaða prófun get ég sett á harða diskinn, er þetta kannski bara allt of heitt hjá mér :dontpressthatbutton . Ætla að reyna að sleppa við format, ekki alveg á rétta staðnum til að ná í drivera og það allt.



Ég held að stærri spurning sé nú álagið (%) en ekki hitinn. Sem og minnisnotkunar%. Þú átt að geta séð þetta auðveldlega í task manager (og einmitt, var ekki resource monitor í honum í Vista?)