Síða 1 af 1

hjálp með NAS flakkara

Sent: Þri 11. Jan 2011 11:30
af Arnar Sig
Ég er í vandræðum með WD My book World Edition net-tengdan flakkara, það var verið að setja harðadisk í hann en hann sést hvergi í "network" í tölvum, þetta er notuð hýsing og fór annar notaður diskur í hana, en einhver sagði að ég þyrfti að formatta diskinn í hýsinguni til að hún virki, en hvernig geri ég það þegar ég finn hana hvergi í Network ?

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Þri 11. Jan 2011 11:40
af Meso
Er ekki hægt að tengja hann með USB líka?
Ef svo er þá gerirðu það og formatar, eða setja hann í aðra hýsingu eða í turn/borðtölvu og formata þar.

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Þri 11. Jan 2011 11:43
af Arnar Sig
Það er USB tengi á honum en mér skilst að það sé bara til að tengja annan usb flakkara við þennan svo þeir geti tengst en ekki hægt að tengja hann við tölvu með usb, en það þarf skilst mér að formatta diskinn í þessu boxi svo hann virki sem NAS flakkari. diskurinn er ekki nýr sem fór í

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Þri 11. Jan 2011 13:50
af AntiTrust
Það er lílklega tvennt í boði fyrir þig. Þú getur farið inn á routerinn hjá þér og skoðað "Home Network" eða device listann og séð þar IP tölur á þeim tækjum og fundið útfrá þeim hvað af þeim á við NAS flakkarann þinn. Líklega geturu svo slegið IP töluna inn í netvafra og fengið þannig aðgang að vefviðmótinu.j

Ef ekki þarftu að sækja tól frá heimasíðu framleiðanda, oftast eru til tól sem finna NAS hýsinguna sjálfkrafa, og gera þér kleift að velja IP tölu og oftast username og password.

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Þri 11. Jan 2011 14:27
af tdog
Prófaðu að formata hann sem FAT32

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Þri 11. Jan 2011 14:31
af AntiTrust
tdog skrifaði:Prófaðu að formata hann sem FAT32


Ætla að leyfa mér að efast um að það sé nauðsyn, enda mjög takmarkað skráarkerfi m.v. harðadisk notkun í dag.

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Þri 11. Jan 2011 14:55
af Arnar Sig
tdog skrifaði:Prófaðu að formata hann sem FAT32


Ég þarf að finna hann einhverstaðar til að geta formatað hann :P

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Þri 11. Jan 2011 15:01
af tdog
Er ekki möguleiki fyrir þig að taka diskinn úr flakkaranum og setja hann í USB hýsingu eða bara beint í aðra vél?

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Þri 11. Jan 2011 15:05
af Arnar Sig
AntiTrust skrifaði:Það er lílklega tvennt í boði fyrir þig. Þú getur farið inn á routerinn hjá þér og skoðað "Home Network" eða device listann og séð þar IP tölur á þeim tækjum og fundið útfrá þeim hvað af þeim á við NAS flakkarann þinn. Líklega geturu svo slegið IP töluna inn í netvafra og fengið þannig aðgang að vefviðmótinu.j

Ef ekki þarftu að sækja tól frá heimasíðu framleiðanda, oftast eru til tól sem finna NAS hýsinguna sjálfkrafa, og gera þér kleift að velja IP tölu og oftast username og password.


Okay, en þá er næsta vandamál, hvernig fer ég inná routerinn ? :) ég kann svo sára lítið á þetta tölvudót en hef gaman að fikta og læra :).

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Þri 11. Jan 2011 15:06
af Arnar Sig
tdog skrifaði:Er ekki möguleiki fyrir þig að taka diskinn úr flakkaranum og setja hann í USB hýsingu eða bara beint í aðra vél?


jújú en mér skilst að það þurfi að formata diskinn í þessari hýsingu til að tengjast þessu network flakkaraboxi.

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Þri 11. Jan 2011 15:17
af AntiTrust
Arnar Sig skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Það er lílklega tvennt í boði fyrir þig. Þú getur farið inn á routerinn hjá þér og skoðað "Home Network" eða device listann og séð þar IP tölur á þeim tækjum og fundið útfrá þeim hvað af þeim á við NAS flakkarann þinn. Líklega geturu svo slegið IP töluna inn í netvafra og fengið þannig aðgang að vefviðmótinu.j

Ef ekki þarftu að sækja tól frá heimasíðu framleiðanda, oftast eru til tól sem finna NAS hýsinguna sjálfkrafa, og gera þér kleift að velja IP tölu og oftast username og password.


Okay, en þá er næsta vandamál, hvernig fer ég inná routerinn ? :) ég kann svo sára lítið á þetta tölvudót en hef gaman að fikta og læra :).


Ferð í Start og Run, eða ýtir á Windows takkann + R. Þá opnast Run gluggi. Þar slærðu inn "cmd". Inn í cmd slærðu "ipconfig".

Undir réttum network adapter (yfirleitt Ethernet Adapter Local Area Connection / Wireless connection) sérðu Default gateway. Þetta er oftast talan á routernum þínum.

Slærð þessa tölu inn í netvafrann hjá þér, og slærð svo inn viðeigandi lykilorð.

Annars mæli ég með því að þú skoðir http://www.wdc.com/en/products/products.aspx?id=300 og sækir þarna Installation manuals og skoðir Downloads, þar eru örugglega tól sem þú getur notað.

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Mið 12. Jan 2011 08:19
af Arnar Sig
Ég sótti þetta WD Discovery tool, en það finnur ekki þetta box, og þegar ég slæ inn þessa tölu í default gateway í vafrara þá finnur hún ekki neitt. en ég prufaði heima og þar koma að mig vantaði user name og password, ég hef ekki huugmynd um hvað það er :lol:

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Mið 12. Jan 2011 09:26
af AntiTrust
Arnar Sig skrifaði:Ég sótti þetta WD Discovery tool, en það finnur ekki þetta box, og þegar ég slæ inn þessa tölu í default gateway í vafrara þá finnur hún ekki neitt. en ég prufaði heima og þar koma að mig vantaði user name og password, ég hef ekki huugmynd um hvað það er :lol:


Ef þú færð ekkert login upp þegar þú slærð inn gateway í vafra þá er líklega bara lokað á það, eins og t.d. er gjarnan á routerum frá Tal og oft í fyrirtækjum.

Default login í routera frá símanum
User: admin
passw : admin

Vodafone :
user: vodafone
passw : vodafone eða vodafonevodafone

Ég myndi líka prufa reset takkann á græjunni, örugglega lítill takki sem þú getur ýtt á með bréfaklemmu. HDD ætti ekki að formattast við þetta heldur bara factory stillingar, taktu þessu þó með fyrirvara. Getur svo prufað aftur að keyra Toolið til að finna NAS-ið eftir þetta.

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Mið 12. Jan 2011 09:47
af Arnar Sig
ég var búinn að prufa restarta með takkanum á boxinu, það gerði ekki neitt. en ég er í vinnuni núna þar virkar ekki þetta default gateway, en prufa það þegar ég kem heim :) Takk kærlega fyrir þetta maður :)

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Mið 12. Jan 2011 12:21
af Olafst
Arnar Sig skrifaði:en ég er í vinnuni núna

ég er ekki hissa á því að ip talan sem er default gateway í vinnunni hjá þér vilji ekki leyfa þér að logga sig inn :)
Þetta á bara við þegar þú ert á því neti sem heimarouterinn þinn sér um.

Lestu vel það sem AntiTrust skrifaði, það ætti að koma þér áleiðis.

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Mið 12. Jan 2011 20:18
af Arnar Sig
Núna er ég kominn inní Home Network og þar eru 2 unknown devices, svo ef ég fer inní devices dálkinn þá eru 4 unknown devices. en ég er búinn að prufa setja ip tölu af öllum þessum tækjum í vafrann og kemur bara villa við að hlaða inn síðu. er einhver séns að flakkarinn hafi bara bilað við að opna hann og skipta um disk ?

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Mið 12. Jan 2011 21:48
af snaeji
Forrit:
http://support.wdc.com/product/download ... _World_H1N

Leiðbeiningar:
http://www.wdc.com/wdproducts/library/Q ... 705021.pdf

Það er forrit frá WD sem sér um þetta fyrir þig... fylgdu bara leiðbeiningunum og þetta ætti að vera klárt

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Mið 12. Jan 2011 21:57
af Arnar Sig
snaeji skrifaði:Forrit:
http://support.wdc.com/product/download ... _World_H1N

Leiðbeiningar:
http://www.wdc.com/wdproducts/library/Q ... 705021.pdf

Það er forrit frá WD sem sér um þetta fyrir þig... fylgdu bara leiðbeiningunum og þetta ætti að vera klárt


ég er búinn að prufa þetta forrit, það finnur ekki flakkarann

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Mið 12. Jan 2011 22:46
af snaeji
http://mybookworld/ eða http://WDShareSpace/

prófaðu að hafa hann tengdan á netið og fara á þessa slóð í vafranum hjá þér.

annars geturu prófað:

"You can connect the WD My Book World Edition or WD ShareSpace hard drive to your computer's Ethernet port and set the computer to use a dynamic IP Address to locate the hard drive. Reboot the computer and the WD My Book World Edition or WD ShareSpace hard drive once you've connected the drive directly to the computer and have reconfigured the computer's Ethernet port to use DHCP. Once the drive has been assigned a DHCP IP Address, MioNet should recognize the drive."

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Mið 12. Jan 2011 23:29
af Arnar Sig
snaeji skrifaði:http://mybookworld/ eða http://WDShareSpace/

prófaðu að hafa hann tengdan á netið og fara á þessa slóð í vafranum hjá þér.

annars geturu prófað:

"You can connect the WD My Book World Edition or WD ShareSpace hard drive to your computer's Ethernet port and set the computer to use a dynamic IP Address to locate the hard drive. Reboot the computer and the WD My Book World Edition or WD ShareSpace hard drive once you've connected the drive directly to the computer and have reconfigured the computer's Ethernet port to use DHCP. Once the drive has been assigned a DHCP IP Address, MioNet should recognize the drive."


ég prufaði þessar slóðir, í fyrri kom einhver síða en ekkert um að tengjast flakkaranum, í seinni kom bara ekki neitt, bara hvítt.

en hitt er nú eitthvað sem gæti virkað sko, en þetta er eitthvað sem ég kann ekki :lol: hvernig lætur maður tölvuna nota dynamic IP Address ? og einhvertíman heyrði ég að það þyrfti einhver öðruvísi snúru, twistet eða eitthvað, getur það verið ?

og hvað er þetta DHCP ?

Og takk kærlega fyrir að nenna hjálpa mér með þetta :) maður lærir ekki nema fikta :)

Re: hjálp með NAS flakkara

Sent: Mið 12. Jan 2011 23:42
af snaeji
DHCP er kerfi sem úthlutar ip adressu á tæki og gerir tækjum kleift að láta assigna á sig ip adressu (router gefur tölvunum og tengdum tækjum ip adressu ef hann er með DHCP enabled)