Síða 1 af 1
Rafmagnsnotkun á netskáp.
Sent: Þri 04. Jan 2011 12:45
af Selurinn
Sælir,
Ég þarf að komast að því einhvernveginn hvað svona tengiskápur er að eyða miklu rafmagni. (Þ.e.a.s skápur með router/switch/rackmounts)
Er einhver sem veit eða getur bennt mér á hvar ég get fundið upplýsingar um þetta?
Kveðja.....
Re: Rafmagnsnotkun á netskáp.
Sent: Þri 04. Jan 2011 12:55
af rapport
Skápurinn eyðir engu mundi ég telja, eingöngu búnaðurinn sem er í honum.
Það eru til aðferðir til að reikna hve miklu rafmagni tækin eyða og hve mikið af því verður að hita og þá = hve mikla kælingu þú munt þurfa í rýmið...
Re: Rafmagnsnotkun á netskáp.
Sent: Þri 04. Jan 2011 13:12
af ManiO
rapport skrifaði:Skápurinn eyðir engu mundi ég telja, eingöngu búnaðurinn sem er í honum.
En eru ekki öll svona tæki með uppgefin Watta tölu? Ef ekki þá geturu reiknað hana, Volt x Straumur = Wött, á straumbreytum tækjana er held ég skilda að gefa upp volt og straum.
Re: Rafmagnsnotkun á netskáp.
Sent: Þri 04. Jan 2011 15:26
af rapport
ManiO skrifaði:rapport skrifaði:Skápurinn eyðir engu mundi ég telja, eingöngu búnaðurinn sem er í honum.
En eru ekki öll svona tæki með uppgefin Watta tölu? Ef ekki þá geturu reiknað hana, Volt x Straumur = Wött, á straumbreytum tækjana er held ég skilda að gefa upp volt og straum.
Var ég að bulla eitthvað?
Var þetta
ekki vegna spurningarinnar hans?
Re: Rafmagnsnotkun á netskáp.
Sent: Þri 04. Jan 2011 19:04
af Revenant
Miðað við að það eru til mismunandi stærðir á netþjónum/switchum/netskápum þá geri ég ráð fyrir eftirfarandi gildum:
1U netþjónn, 675W (1stk) / 1350W (2stk) powersupply
"Stór" switch, ca 200 W (ekki PoE)
40 U skápur
39 U * 675W/U + 200W = ~27kW
miðað við mestu aflnotkun. En miðað við meðalnotkun þá væri þetta frekar nær 15-16kW
Re: Rafmagnsnotkun á netskáp.
Sent: Þri 04. Jan 2011 19:15
af tdog
Ef þú ert að spá í hve stóra grein þú þarft þá dugar 10A grein vel fyrir tengiskáp með router, svitchum og ljósbreyti. Þetta gengur mikið á smáspennu, 12-22V en sumir stærri switchar taka þó 230V spennu. Straumurinn er oftast ekki mikið meiri en 1-2A.
Re: Rafmagnsnotkun á netskáp.
Sent: Þri 04. Jan 2011 19:25
af andribolla
ég hef nú alveg sett 16 x 16A C örygi og 2x32A 1F í einn svona skáp
Re: Rafmagnsnotkun á netskáp.
Sent: Þri 04. Jan 2011 19:31
af ManiO
rapport skrifaði:ManiO skrifaði:rapport skrifaði:Skápurinn eyðir engu mundi ég telja, eingöngu búnaðurinn sem er í honum.
En eru ekki öll svona tæki með uppgefin Watta tölu? Ef ekki þá geturu reiknað hana, Volt x Straumur = Wött, á straumbreytum tækjana er held ég skilda að gefa upp volt og straum.
Var ég að bulla eitthvað?
Var þetta
ekki vegna spurningarinnar hans?
Þessi brandari var bara einum of fannst mér