Síða 1 af 1
Vantar að encrypta fullt af lykilorðum í sha-1
Sent: Fim 23. Des 2010 21:25
af zdndz
Er með lista af fullt af lykilorðum og vantar að geta encryptað þau í sha-1
Hef bara fundið forrit þar sem maður setur bara inn eitt lykilorð í einu en ég þarf að geta paste-að bara allan listann af lykilorðunum og svo copy-að dulkóðunina (sha-1 hash-ið) af öllum passwordunum. Veit einhver um forrit til þess eða online dæmi á netinu
Re: Vantar að encrypta fullt af lykilorðum í sha-1
Sent: Fim 23. Des 2010 22:46
af hagur
Svona af því að ég hafði ekkert betra að gera ....
http://haukurhaf.net/mass_sha1.aspxVerði þér að góðu
Re: Vantar að encrypta fullt af lykilorðum í sha-1
Sent: Lau 25. Des 2010 12:43
af hagur
Fær maður ekki einu sinni "takk fyrir" ?
Re: Vantar að encrypta fullt af lykilorðum í sha-1
Sent: Lau 25. Des 2010 12:50
af Eiiki
flottur, færð virðingarstig frá mér. Bara ef allir væru svona hjálpsamir!
Re: Vantar að encrypta fullt af lykilorðum í sha-1
Sent: Lau 25. Des 2010 14:09
af zdndz
hagur skrifaði:Fær maður ekki einu sinni "takk fyrir" ?
var bara að sjá þetta núna
takk kærlega fyrir
ekki amalegt að fá þetta bara svona!
Re: Vantar að encrypta fullt af lykilorðum í sha-1
Sent: Lau 25. Des 2010 14:18
af hagur
Re: Vantar að encrypta fullt af lykilorðum í sha-1
Sent: Lau 25. Des 2010 14:49
af Revenant
Svona til að gerast aðeins tæknilegur þá felur fullyrðingin "að encrypta password" það í sér að þú getir fengið cleartext aftur til baka úr encryptuðum streng en SHA-1 hefur ekki þann möguleika*.
Dulkóðun (dæmi AES/DES/Blowfish):
Upprunalegur texti + lykilorð -> Dulkóðaður texti
Dulkóðaður texti + lykilorð -> Upprunalegur texti
Tæting (e. Hashing), dæmi SHA-1/MD5/LM Hash
Upprunalegur texti + tætifall -> Tætigildi.
Ekki er hægt að fara úr tætigildi í upprunalegum texta*
* Hér geri ég ráð fyrir að finna árekstur (e. collision) af öðrum texta sé tæknilega ófýsileg.