Síða 1 af 1

windows krassar við spilun á youtube

Sent: Mið 22. Des 2010 02:06
af heisi
Sæl/ir

Er hér með nýlega borðtölvu sem hefur tekið sér frá því hún var keypt að frjósa þegar spilað er youtube myndbönd. Ég er með nýjasta driverinn, rétt upp settann, allar uppfærslur á shockwave spilurum.

Í tölvunni er windows 7 64 bita og það skiptir engu hvort ég spila videoið af google chrome eða af öðrum vöfrurum á borð við IE, Mozilla eða Opera.

Í tölvunni er ATI Radeon HD 5600 skjákort.

Ég hef reynt að googla vandamálið en hef ekki getað fundið nein svör sem hjálpa mér.

Með von um að þetta sé eitthvað sem hægt er að fixa.

Heiðar