íslendingur skrifaði:Er að pæla hvort einhver veit um eitthvað gott forrit til að downloada texta fyrir bíómyndir. Er búin að vera reyna ná í íslenskan texta frá þessari síðu
http://www.findsubtitles.com/search_lan ... =Icelandic en virðist ekki virka textinn kemur alltaf á vitlausum tíma inn í myndinni.
Þannig ef eitthver veit um forrit til að ná í texta þá má hann endilega pósta því hérna.
Helst eitthver forrit sem hafa möguleika á íslenskum texta.
Þetta er sára einfalt. Þegar þú ert að sækja bíómyndir af netinu (t.d dvdrips) þá er source'ið yfir leitt NTSC (23.976fps). Þegar þú reynir að spila íslenskann texta (sem er rippaður af PAL og er því 25fps) með myndinni þá fer allt í rugl og textinn kannski byrjar í sync en fer smám saman úr sync fljótlega þegar líður á myndina, og stundum er hann bara aldrei í sync. Það sem þú þarft að gera er að finna þér forrit til að converta textanum úr 25fps í 23.976fps og þar á eftir þarftu að synca hann við myndina (þarf oftast). Sem sagt fps þarf að vera það sama á textanum og fyrir myndina.
Mediainfo Er frábært forrit til að sjá allar tæknilegar upplýsingar um video file'a. Notaðu það til að kanna fps'ið á myndinni.
Subtitle-Edit Er frítt forrit sem þú getur notað til að gera þessa hluti ef þú ert með textann í srt formatti, sem er frekar algengt.
Stundum er hann í idx/sub og heitir það Vobsub. Besta forritð að mínu mati til að edita vobsub file'a er...
Vobsub og er einnig frítt. Notaðu Vobsub cutter til að converta fps'inu og vobsub re-sync til að synca textann við myndina (getur líka notað sync fídusinn í subtitle-edit sem er mjög sniðugur, en vertu þá búinn að converta fps'inu fyrst.
Svo varðandi síður sem þú getur nálgast íslenskann texta þá er t.d hægt að nefna
opensubtitles.org og
subtitlesource.org en þær eru einnig frábærar til að finna enskan texta fyrir þætti og bíómyndir ef fólk vill það.
VLC skaltu nota til að spila myndina með textanum. Einnig geturu "muxað" textann inní avi fælinn. Við það notaru
AVI-Mux