Síða 1 af 1

Android kerfið (skipanir)

Sent: Sun 12. Des 2010 16:53
af Hlynzi
Sælir

Hvernig er best fyrir mig að root-a símann hjá mér, er með Sony Ericsson Xperia X10 mini pro, Android 2.1 á honum og langar að komast í root haminn.
Get ég einhversstaðar fundið ágætis lista yfir skipanir í kerfinu.

Mig langar einnig að deila símanum sem "tölvu" á LAN kerfið hjá mér (eins og ég er með uppsett á win dótinu, segi run \\nafn tölvu, eða IP), get ég farið í gegnum Samba controllerinn ?

Re: Android kerfið (skipanir)

Sent: Sun 12. Des 2010 17:49
af AntiTrust
Endalaust af leiðb. á netinu hvernig á að roota ;)

Prufaðu ES File Explorer, frábært forrit. Leyfir þér að browsa samba shares og FTP á networkinu hjá þér, og kópera frá LANi yfir á símann.

Re: Android kerfið (skipanir)

Sent: Sun 12. Des 2010 21:45
af Hlynzi
AntiTrust skrifaði:Endalaust af leiðb. á netinu hvernig á að roota ;)

Prufaðu ES File Explorer, frábært forrit. Leyfir þér að browsa samba shares og FTP á networkinu hjá þér, og kópera frá LANi yfir á símann.


Var að prófa þetta, næ að færa gögn frá símanum inná tölvuna hjá mér. En mér tekst hinsvegar ekki að fá gögnin frá tölvunni inná símann, ég segi undir LAN flipanum Menu > New > Server (ef ég geri scan finn ég tölvuna mína) en ég setti IP adressuna á serverinn þá sömu og síminn gefur sér upp í WiFi menu, ég segi svo scan og sé hlynurgsm í þeim lista, er að spá í hvort ég sé að rugla með IP adressuna, hvort ég þurfi að share-a möppu eða hvað ?


Það sem ég átti við með upplýsingaleit var ef einhver man um virkilega góðar síður, því internetið er gjörsamlega yfirflætt af gagnslausum, lélegum upplýsingum.

Re: Android kerfið (skipanir)

Sent: Sun 12. Des 2010 21:57
af nonesenze
þetta virkar vel, en þú þarft að share folder í windows ef þú vilt geta accessað hana í símanum

Re: Android kerfið (skipanir)

Sent: Mán 13. Des 2010 00:00
af wicket
Farðu hingað, http://forum.xda-developers.com/index.php

Finnur þarna allt sem þú þarft að vita til að roota símtækið þitt. Besta Android mod síða í heimi.

Re: Android kerfið (skipanir)

Sent: Mán 13. Des 2010 00:49
af intenz
Til hvers að roota, ég hef ekki séð neina þörf á því.

Re: Android kerfið (skipanir)

Sent: Mán 13. Des 2010 09:37
af wicket
Root aðgangur gefur manni t.d. möguleikann á að komast í paid apps á Android Market. Það eitt og sér finnst mér nógu góð ástæða, ef menn hafa áhyggjur af ábyrgð og öðru er svo alltaf hægt að un-roota.

Fyrir fiktarann sem hefur svo minni áhyggjur af ábyrgð og öðru að þá opnast þarna heill heimur af nördaskap og fikti.

Hægt að setja upp aðrar útgáfur af Android, allar með mismunandi áherslum. Ég tók t.d. HTC Hero símann hjá konunni og setti hann í 2.2 ( sem HTC munu ekki gefa út fyrir þennan síma), overclockaði örgjörvann á honum þannig að núna öskrar Angry Birds áfram á þessum síma, leikur sem ætti að vera óspilandi.

Re: Android kerfið (skipanir)

Sent: Mán 13. Des 2010 13:25
af Hlynzi
Var einnig að hugsa, virkar að ná í GPS kort og downloada í símann ?
Einhvernveginn langar mig oft að vita hvar ég er án þess að vera háður internetinu, væri fínt að geta sett inn kort í símann af því landi sem maður er að skreppa til.

Re: Android kerfið (skipanir)

Sent: Mán 13. Des 2010 16:24
af kubbur
Hlynzi skrifaði:Var einnig að hugsa, virkar að ná í GPS kort og downloada í símann ?
Einhvernveginn langar mig oft að vita hvar ég er án þess að vera háður internetinu, væri fínt að geta sett inn kort í símann af því landi sem maður er að skreppa til.

þyrftum að ná að porta ovi maps yfir á android bara

Re: Android kerfið (skipanir)

Sent: Fös 07. Jan 2011 17:29
af Hlynzi
Jæja, þar sem ég nennti ekki að djöflast í texta ham á druslunni hægri vinstri fann ég sniðugt forrit sem rootar með einum takka.
Það heitir z4root og svínvirkar allavegana á minn síma.

Eftir að mounta-a filesystem í RW þá gat ég loksins fjarlægt þessa helvítis leiki og default application sem koma með símanum (flest í trial útgáfum)
Hendi inn hérna línunum með þessu (eftir root) - Passa sig að vera með terminal emulator svo það sé fljótlegt að komast í haminn.

mount -o rw,remount -t yaffs2 /dev/block/mtdblock3 /system (þetta mountar filesystem í read-write, það er venjulega í read only)
eftir það til að fjarlægja t.d. leiki: cd /system/app (change dir...staðsetjið ykkur í þessa möppu)
rm -r nafnáappi.apk (t.d. rm -r peggle.apk)

Ég á ennþá eftir að finna betur útur þessu með að sýna símann sem "tölvu" á laninu í windows, kemst bara úr símanum á tölvuna en ekki tölvuna í símann..

Re: Android kerfið (skipanir)

Sent: Fös 07. Jan 2011 20:16
af Hlynzi
http://www.appbrain.com/app/file-share/ ... .fileshare

Þetta hér forrit er hálfa leið á þetta sem ég vil hafa.

Þú setur það upp á símanum, velur gögn til að deila (virðist ekki velja möppur)
Svo seturu bara IP adressuna á símanum þínum í vafrann með port 9999 bakvið og það virkar.

Re: Android kerfið (skipanir)

Sent: Lau 08. Jan 2011 15:13
af gardar
Hlynzi skrifaði:Var einnig að hugsa, virkar að ná í GPS kort og downloada í símann ?
Einhvernveginn langar mig oft að vita hvar ég er án þess að vera háður internetinu, væri fínt að geta sett inn kort í símann af því landi sem maður er að skreppa til.



Þú getur sót OpenStreetmaps fyrir android, og svo sótt openstreetmaps kort. http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Android


Ef það er til forrit sem styður garmin kort fyrir android, þá geturðu prófað þetta: http://thepiratebay.org/torrent/5157953 ... v._2009%29

Ég er með Symbian UIQ3 síma, og er með forrit frá garmin sem virkar flott með þessu korti :)

Re: Android kerfið (skipanir)

Sent: Lau 08. Jan 2011 17:58
af Hlynzi
Það kemur bara error Cannot create layer 0..