Packard Bell Windows 7 vandamál
Sent: Lau 11. Des 2010 20:44
Ég á Packard Bell Easynote TM82 og hún hefur alveg "r ö n n a ð" vel. Tölvan hefur reyndar nokkrum sinnum dottið úr sambandi þegar batteríið er ekki í s.s. þegar ég er með tölvuna í hleðslu án þess að vera með batteríi í. Tölvan er u.þ.b. 3 mánaða gömul og svo í gær fór ég inn á ja.is og þá fraus tölvan og ég reyndi ctrl, alt, del, og ég beið og til að tékka hvort þetta myndi lagast á sjálfum sér en svo þegar ég var búinn að bíða í 15 - 20 mínútur ákvað ég að halda inni power takkanum til að slökkva á tölvunni. Svo þegar ég kveikti aftur kom svartur skjár sem sagði að ég ætti að setja inn windows set up diskinn sem fylgdi með tölvunni(fylgdi samt ekki með tölvunni minni svo ég er ekki með hann) og stilla language settings og velja svo repair windows. En þar sem ég hef ekki diskinn hélt ég áfram og þar voru tveir möguleikar. Annars vegar gat ég farið í "start up repair" og svo "start windows normally" Þegar ég valti "start up repair" kom aftur upphafsskjárinn eða sá sem sagði að ég ætti að setja diskinn í. En ef ég valdi "start windows normally" fór ég annaðhvort aftur á skjáinn sem ég gat valið um "start up repair" eða "start windows normally" eða ég fór á upphafsskjáinn. Átti þessi diskur að fylgja með vélinni?
Er eitthvað annað sem ég get gert annað en að fara með hana í viðgerð?
Edit: Hvað er málið með þetta rugla að maður má ekki skrifa [r ö n n a]?
Er eitthvað annað sem ég get gert annað en að fara með hana í viðgerð?
Edit: Hvað er málið með þetta rugla að maður má ekki skrifa [r ö n n a]?