XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf AntiTrust » Mið 01. Des 2010 12:34

.. vægast sagt - já.

Ég er búinn að vera að nota XBMC núna í nokkra mánuði. Þetta gjörsamlega gjörbylti því hvernig ég upplifi það að sitja heima í stofu. Áður fyrr var ég vanur því að nota PS3 media server (PSM) til að dæla efni úr servernum hjá mér yfir í stofuna - og fannst það meira en flott, en það breyttist umtalsvert með XBMC.

Fyrir þá sem ekki hafa notað XBMC og eruð ennþá fastir á því að vera að opna allt í VLC á sjónvarpinu/varpanum/sjónvarpsflakkaranum í stofunni - prufið. Það er fátt þessu líkt, sem nær sömu hæðum varðandi gæði, útlit, fjölbreytni og valmöguleika.

Lengi hef ég barist við þann djöful að HTPC vélin hjá mér (propriatory Acer1000 SFF vél) hefur aldrei ráðið almennilega við 1080p playback í XBMC, einfaldlega vegna þess hversu rosalega illa kóðuð og resource frek XBMC codecin eru. Jú, þetta breyttist heilan helling með tilkomu VDPAU (nVidia GPU video acceleration). Með þessu náði ég að horfa á _flestar_ FullHD myndir, en ekki allar - og það böggar pikkí nörda eins og mig, sérstaklega í ljósi þess að til þess að fá VDPAU til að virka á mínu chipsetti varð ég að hafa Win7 uppsett. Ég bjóst svosem aldrei við því að geta keyrt FullHD efni, enda með Gforce Go 6150 kort sem á ekki að skila neinum undrum, í raun engu meir en fínni desktop/office vinnslu.

Í gær setti ég upp nýjustu útgáfuna af XBMC. Þetta er ekki final/stable release heldur RC1, sem gefin var út eftir fjórar beta útgáfur. Ég byrjaði á því að setja það upp á Ubuntu 10.10, kerfið sem var á vélinni fyrir þar sem ég hef ákveðið að antiwindows-væða heimilið og eru því allar vélar heima komnar á *nix based kerfi. Hræðilega hægt, þvílíkt lagg bæði í Main Menu sem og í öllu HD playbacki. Þvílík vonbrigði, mig sem hafði hlakkað svo til að geta fullnýtt loksins þessa vél af e-rju viti og sparað PS3 vélina fyrir gameplay-ið. Fékk þá flugu í hausinn að XBMC Live útgáfan (XBMC sem keyrir á Ubuntu grind) myndi hugsanlega ganga betur, enda lögmálinu samkvæmt léttari í keyrslu.

Viti menn - installaði XBMC Live (já, það er hægt að installa því á HDD) á vélina. Þvílíkur hraði, þvílíkt smooth - allstaðar. Uppfærð útgáfa af VDPAU sem styður kortið mitt heilshugar ólíkt áður = Stable 24fps í stærstu og gæðamestu HD myndum sem ég á. Þarna fékk þó sting í magann, þar sem mig grunaði að XMBC Live útgáfa myndi ekki styðja utanáliggjandi hljóðkortið mitt (Creative SB X-Fi Surround). Ástæðulausar áhyggjur, virkar out of the box, unaðslegt, hreint og tært DTS bitstream yfir í heimabíókerfið. Þegar þarna er komið er ég búinn að vera að brasast í þessu í 10-12klst straight, kl er orðin 5 og 3 tímar þar ég þarf að .. vakna. Fór að sofa í þvílíkri nördasæluvímu.

Það sem ég ætlaði að tala um hinsvegar fyrst og fremst eru nýju fítusarnir, og þeir eru yummí.

Nýtt add-on system. Aldrei verið jafn auðvelt (í rauninni aldrei verið auðvelt) að bæta við add-ons og plugins. Bara sem dæmi um það sem ég er búinn að setja upp heima er GrooveShark plugin, Youtube Plugin, Ted Talks addonið, Fox News, Apple Movie Trailers, AWs web interface og flr. Þetta er allt mjög aðgengilegt, hratt og í mjög flottu umhverfi.

Mynd

Annað sem fylgir þessu er hversu auðvelt það er að sækja sér ný skinn. Ferð í "Skins" og færð þar lista með myndum, velur install og voilá. Komið í listann, ready to go. Ekkert download frá browser, unzip/extract og browse í XBMC lengur eftir þeim.

Mynd

Fyrir utan þessa fítusa er kominn aukinn chipset stuðningur, BluRay stuðningur og heill hellingur af smáhlutum breyttir, nýjir menu´s, nýjir valmöguleikar.



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf ManiO » Mið 01. Des 2010 13:37

XBMC er án efa langt besti spilarinn fyrir HD efni. Engar stillingar sem þarf að vinna í. Hef notað hann á nokkrum tölvum sem eru tæpar á HD efni og er hann sá eini sem getur spilað efnið beint úr installi.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16524
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2120
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf GuðjónR » Mið 01. Des 2010 13:52

Ég hef aldrei fengið XBMC til að virka almenninlega á TV tölvunni.
HD efni hökktir, menuið slow, æji bara eitthvað off við þetta.
Lookar fancy get ekki neita því en Media Player Classic er bara langbest fyrir HD efnið :)



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf audiophile » Mið 01. Des 2010 14:10

Já ég fíla XBMC, en ég nota það á tölvu í stofunni en ég nenni sjaldnast að opna það því ég er með möppu á desktoppinu sem er flýtileið á Share frá aðaltölvunni og það er fljótlegra bara að opna hana og tvísmella (er með þráðlausa mús) og það opnast í WMP.

Er einhver leið að láta XBMC opnast í fullscreen sjálkrafa í WinXP þegar kveikt er á tölvunni?


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf ManiO » Mið 01. Des 2010 14:16

audiophile skrifaði:Já ég fíla XBMC, en ég nota það á tölvu í stofunni en ég nenni sjaldnast að opna það því ég er með möppu á desktoppinu sem er flýtileið á Share frá aðaltölvunni og það er fljótlegra bara að opna hana og tvísmella (er með þráðlausa mús) og það opnast í WMP.

Er einhver leið að láta XBMC opnast í fullscreen sjálkrafa í WinXP þegar kveikt er á tölvunni?



Búinn að uppfæra í nýjustu útgáfu? Er með nokkra mánaða gamalt install á Win7 og það opnast strax í fullscreen.


En varðandi að fá það í startup þá getur sett shortcut af því í startup möppuna undir start menu.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf AntiTrust » Mið 01. Des 2010 14:17

GuðjónR skrifaði:Ég hef aldrei fengið XBMC til að virka almenninlega á TV tölvunni.
HD efni hökktir, menuið slow, æji bara eitthvað off við þetta.
Lookar fancy get ekki neita því en Media Player Classic er bara langbest fyrir HD efnið :)


Prufaðu Dharmað - Alveg rosalegur munur, meðal annars graphic acceleration í Menu-inu. Svo þarf líka að enable-a VDPAU-ið/DVXA-ið manualt.

XBMC rétt sett upp og tweakað aðeins með almennilegt library á bakvið (EMM t.d.) - ekki sambærilegt við MPC ;)



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1902
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf emmi » Mið 01. Des 2010 14:59

Er að keyra eitthvað stable build frá 2009 á Mac Mini hjá mér, spurning um að prófa þetta nýjasta. :)




bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Reputation: 1
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf bixer » Mið 01. Des 2010 15:18

hef verið að nota þetta mikið, eina vesenið er að það kemur aldrei nafnið á myndunum sem ég er með í library mode það er bögg, þarf að handskrifa allt!



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf Frost » Mið 01. Des 2010 15:21

Hef aldrei átt tölvu til að nota þetta en ég nota alltaf SPlayer undir HD efni. Það er án efa langbesti player sem ég hef rekist á, allt laggaði í sull hjá mér með Media Player Classic þegar ég var að horfa á 720p í tölvunni. Núna get ég horft á 1080p í sjónvarpi án þess að finna fyrir laggi.

Mæli með að allir prófi SPlayer \:D/


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf Matti21 » Mið 01. Des 2010 18:26

Var með MediaPortal þegar ég var með minn HTPC. Prófaði XMBC en fannst það allt of idiot proof. Ekki nóg af stillingum. Treysti ekki forriti sem getur ekki einu sinni sagt mér hvaða codec það er að nota til þess að spila efnið mitt. Gat líka engan veginn fengið það til þess að nota external player, sem mediaportal getur. Vill ekki afspilunarmöguleika í svona forritum. Fyrir mér á þetta bara að vera frontend. Einhverskonar flottur GUI sem setur saman öll þau forrit sem ég er með inn á tölvunni upp á sjónvarpið svo hægt sé að nota þau þægilega. Í mesta lagi má þá vera spilari í þessu fyrir youtube og TED myndbönd og eitthvað því um líkt. Ég var með MediaPortal stillt þannig hjá mér að ef ég spilaði mynd þá minimize-aði Mediaportal sig og keyrði upp myndina í Media player classic; home cinema og ég stillti MPC bara á fara sjálfkrafa í Full-Screen. Þetta virkaði mjög vel og klárlega bestu myndgæðin. Tala nú ekki um fyrir DVD-rip því MPC:HC býður manni upp á svakalega uppskölunar möguleika með avisynth filterum.
Ég hætti þó samt að nenna þessu á endanum. Gat aldrei látið MediaPortal finna myndirnar sjálfkrafa á IMDB því hlutir eins og "1080p" eða "blu-ray" í nöfnunum á myndum eyðilögðu leitina. Þurfti því alltaf að gera það sjálfkrafa. Fyrir hverja einustu mynd sem bættist við í safnið. Svo gat maður alveg orðið brjálaður ef réttir filterar opnuðust ekki í sumum myndum eða annað codec vesen.
Fékk mér WDTV Live spilara þegar ég var út í New York og sé ekki eftir því. Flott myndgæði og spilar allt. Er með hacked firmware á honum svo hann getur meira að segja keyrt torrent, FTP og NFS ef ég mundi fara út í þannig pælingar.
Hann er alltaf nettengdur hérna heima svo allt efnið er bara inni á borðtölvunni en er svo með 2.5" usb flakkara sem ég get hennt myndum inná og tekið spilarann með til félagana eða kærustunnar. Mjög þæginlegur fítus.


-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1902
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf emmi » Mið 01. Des 2010 19:41

Er að spá í WD Live (Hub) sjálfur, styður hann ekki örugglega að streyma af Samba/NFS server?



Skjámynd

arnif
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Sun 05. Apr 2009 20:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf arnif » Mið 01. Des 2010 20:00

Hef verið að nota Dharma beta1 live á Zotac MAG síðan það kom og er vikilega ástfangin af þessu. Langar að fara að uppfæra í nýrra realese en þau koma bara svo ört og er engin leið til að uppfæra XBMC Live án þess að eyða út library ? Ég kemst ekki í command line í beta1 til að leyfa export library.


{AMD Ryzen 5 5600x | RTX3070 | 16GB DDR4 | G7 32" & G9 49" }

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf hagur » Mið 01. Des 2010 22:12

Matti21 skrifaði:..... Gat aldrei látið MediaPortal finna myndirnar sjálfkrafa á IMDB því hlutir eins og "1080p" eða "blu-ray" í nöfnunum á myndum eyðilögðu leitina. Þurfti því alltaf að gera það sjálfkrafa. Fyrir hverja einustu mynd sem bættist við í safnið. ......


Bara forvitni, prófaðir þú MovingPictures plug-in-ið fyrir MediaPortal? Það sér einmitt um þetta og gerir það nokkuð vel. Hefur virkað 100% hjá mér.




Leviathan
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
Reputation: 2
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf Leviathan » Fim 02. Des 2010 00:31

AntiTrust skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég hef aldrei fengið XBMC til að virka almenninlega á TV tölvunni.
HD efni hökktir, menuið slow, æji bara eitthvað off við þetta.
Lookar fancy get ekki neita því en Media Player Classic er bara langbest fyrir HD efnið :)


Prufaðu Dharmað - Alveg rosalegur munur, meðal annars graphic acceleration í Menu-inu. Svo þarf líka að enable-a VDPAU-ið/DVXA-ið manualt.

XBMC rétt sett upp og tweakað aðeins með almennilegt library á bakvið (EMM t.d.) - ekki sambærilegt við MPC ;)

Satt, held bara að sumir nenni ekki að standa í veseninu sem fylgir því að halda library-inu flottu. Uppfærði í RC1 um daginn sjálfur, hvað er þetta VDPAU og DVXA?


AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB

Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf Hörde » Fim 02. Des 2010 00:54

XBMC tekur allt annað í svaðið. Með Xbox360 fjarstýringu er þetta eins og að vera kominn aftur á gömlu góðu Xbox útgáfuna. Og bara það eitt að XBMC geti skipt sjálfkrafa niður í 24 og 50hz eftir því hvernig efni þú ert að spila er nógu góð ástæða til að nota það.

Ég rekst reyndar af og til á einstaka bögga, og það komu nokkrir nýjir inn í RC1 sem voru ekki í betunni sem ég var með fyrir. Sömuleiðis komu nokkrir með betunni sem voru ekki í síðasta stable release en þetta eru bara smáatriði eins og flýtilyklar sem virka ekki og að ekki sé hægt að velja Celcius á veðurspánni.

GuðjónR skrifaði:Ég hef aldrei fengið XBMC til að virka almenninlega á TV tölvunni.
HD efni hökktir, menuið slow, æji bara eitthvað off við þetta.
Lookar fancy get ekki neita því en Media Player Classic er bara langbest fyrir HD efnið :)

Það er stilling sem stjórnar því hvort XBMC fari í actual fullscreen eða hvort það sé bara gluggi sem fyllir í skjáinn (sem er default stillingin einhverra hluta vegna). Þetta höktir eins og brjálað hjá mér í glugga en er alveg smooth í fullscreen. Sömuleiðis er gott að geta horft á 24p myndir án þess að þurfa að breyta refreshinu í stýrikerfinu (að því gefnu að sjónvarpið styðji það).
Síðast breytt af Hörde á Fim 02. Des 2010 01:03, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf AntiTrust » Fim 02. Des 2010 00:59

Leviathan skrifaði:Satt, held bara að sumir nenni ekki að standa í veseninu sem fylgir því að halda library-inu flottu. Uppfærði í RC1 um daginn sjálfur, hvað er þetta VDPAU og DVXA?


Held að það sé akkúrat málið. Það getur verið vinna að viðhalda library-inu við.

VDPAU = Gerir nVidia kortum kleift að taka á sig video vinnsluna, í staðinn f. CPU. Gerir mörgum lowbudget vélum kleift að spila 1080p smooth efni. Ég er t.d. með GeForce Go 6150 LE skjástýringu, og það er ekkert sem ég næ ekki að spila með stable 24fps, sem telst nokkuð gott.

DVXA2 = Svipað dæmi í basics, gerir öllum DX10+ skjákortum kleift að nýta sér DirectX tæknina til þess að keyra hluta af video coding í staðinn f. að CPU taki á sig alla vinnsluna. DVXA2 er hinsvegar því miður bundið við Vista, W7 eða nýrri stýrikerfi.




emmibe
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2008 20:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf emmibe » Fim 02. Des 2010 21:24

Sótti mér XBMC Dharma RC1 en þegar ég set þetta upp er ég að setja upp *nix kerfi? Ég veit stupid spurning :-" Leyst ekkert á uppsetningarferlið . Eruð þið að setja þetta upp á vélar sem eru bara sjónvarpsvélar? Var að lesa forumið á XBMC.org en er samt ekki alveg að fatta þetta.



Skjámynd

arnif
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Sun 05. Apr 2009 20:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf arnif » Fim 02. Des 2010 21:39

XBMC live setur eingöngu upp xbmc og bootar tölvan beint í xbmc. Ég er með svona tölvu eingöngu fyrir XBMC. Alveg vel $280 virði!


{AMD Ryzen 5 5600x | RTX3070 | 16GB DDR4 | G7 32" & G9 49" }

Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf Hörde » Fös 03. Des 2010 01:01

emmibe skrifaði:Sótti mér XBMC Dharma RC1 en þegar ég set þetta upp er ég að setja upp *nix kerfi? Ég veit stupid spurning :-" Leyst ekkert á uppsetningarferlið . Eruð þið að setja þetta upp á vélar sem eru bara sjónvarpsvélar? Var að lesa forumið á XBMC.org en er samt ekki alveg að fatta þetta.

Ekki nema þú hafir sótt Live útgáfuna, en þá fylgir stýrikerfið með. Sú útgáfa er í raun bara Linux Live CD með XBMC. Annars eru þetta bara standard pakkar fyrir hvert stýrikerfi fyrir sig (Linux, OSX, og Windows) og haga sér eins og hvert annað forrit.

Þú gætir þó hafa sótt ranga útgáfu.




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf AntiTrust » Fös 03. Des 2010 01:04

emmibe skrifaði:Sótti mér XBMC Dharma RC1 en þegar ég set þetta upp er ég að setja upp *nix kerfi? Ég veit stupid spurning :-" Leyst ekkert á uppsetningarferlið . Eruð þið að setja þetta upp á vélar sem eru bara sjónvarpsvélar? Var að lesa forumið á XBMC.org en er samt ekki alveg að fatta þetta.


Ef þú sóttir LiveCD .iso skránna þá já, þá er þetta bara mjög hrá Ubuntu skel með XBMC - búið. Reyndar eins og ég kom með hérna f. ofan rosalega öflugt hardware support, en mjög lítið og basic GUI á bakvið XBMC-ið, sem gerir því kleift að keyra á lélegri og eldri vélbúnaði.



Skjámynd

bAZik
Tölvutryllir
Póstar: 691
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 20:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf bAZik » Fös 03. Des 2010 02:38

RC2 er komið. :8)




emmibe
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2008 20:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: XBMC Dharma RC1 - Awesomeness?

Pósturaf emmibe » Fös 03. Des 2010 03:01

Sótti 422 Mb Live útgáfu http://mirrors.xbmc.org/releases/live/ .. Gerði mér ekki grein fyrir Linux kerfinu, þá er bara að dusta rykið af gamla kassanum í geymslunni setja í hann 20-30 kall og læra svo að deila efni frá aðalvélinni o.s framvegis, og RC-2 kom meðan ég pikkaði þetta haha. Takk fyrir svörin Kv Emmi