Síða 1 af 1

Var að fikta....

Sent: Þri 09. Mar 2004 08:54
af kvint
Sælir veriði

Ég er í smá klemmu.
Málið er að ég var að fikta með að setja sitthvora útgáfuna af Windows upp hjá mér (á sitthvora partition), og svo núna er ég búinn að taka annað þeirra út aftur en eftir situr þessi leiðinlegi valgluggi í "bootinu" þar sem mér er gefinn kostur á að velja útgáfu til að starta upp með, hvernig get ég eytt þessu , þ-e komið í veg fyrir að þessi gluggi stoppi startup?


Kv
kvint

Sent: Þri 09. Mar 2004 09:08
af Gothiatek
Annað hvort breytt boot.ini sjálfur (undir C:) eða bootað af Windows XP disk (geri ráð fyrir að þú sért með XP) og velur Repair og síðan fixmbr (minnir að það sé fixmbr fyrir fix master boot record)...

Get því miður ekki komið með nánari lýsingu á þessu núna, ættir að finna fleiri upplýsingar um þetta á google.

Sent: Þri 09. Mar 2004 09:11
af MarlboroMan
Farðu í start run og skrifaðu msconfig og klikkar á boot.ini
held þú getir breytt þessu þar eða bara edidað boot.ini
skránna

Sent: Þri 09. Mar 2004 09:13
af MarlboroMan
Farðu í start run og skrifaðu msconfig og klikkar á boot.ini
held þú getir breytt þessu þar eða bara edidað boot.ini
skránna

Sent: Þri 09. Mar 2004 17:40
af Jakob
Jamm, það er C:\BOOT.INI sem þú þarft að breyta.

Ef þú ert í vandræðum með að editera hana þá skaltu fara í command prompt og skrifa:
attrib -s -h -r boot.ini

Þetta tekur burtu System, Hidden og Read-only attribute.

Sent: Þri 09. Mar 2004 21:41
af kvint
sælir

Þúsund þakkir piltar, þetta reddaði öllu :wink: :wink:

Takk takk :P

Kv
kvint

Sent: Mið 10. Mar 2004 21:00
af Icarus
þetta hefði verið gott að vita í den, þegar pabbi var með 3 windows nt á lappanum sínum og maður þurfti alltaf að passa hvað maður valdi, 2 af þeim virkuðu ekki :)