Síða 1 af 1

Tölvan deyr...

Sent: Lau 27. Nóv 2010 09:29
af PHP
Getur mögulega verið sé einhver stilling í tölvunni, þegar reynir ákveðið mikið á tölvuna að hún drepur á sér. Get nánast gert allt en þegar fer í það að spila einhverjar flash leikir og eftir einhverja stund þá drepst hún. Get horft á myndir, youtube og fleira.

Sony Vaio VGN-CR120E
Vista

Re: Tölvan deyr...

Sent: Lau 27. Nóv 2010 10:09
af biturk
athugaðu hvort vifturnar snúast? annars gæti þetta verið minnin


athugaðu sérstaklega vel örgjörva viftuna hvort hún sé full af ryki eða snúist

downloadaðu líka speccy og komdu með screenshot af því sem er í tölvunni og þá sjáum við hitastigið, spilaðu flash leik eða þannig til að fá hana til að deyja og fylgstu með hitanum á meðann í speccy

Re: Tölvan deyr...

Sent: Lau 27. Nóv 2010 10:45
af AntiTrust
Flash leikir taka viðbjóðslega mikið af örgjörvavinnslu, sem þýðir meiri hiti. Tölvan þín er líklega bara full af ryki og drepur á sér til þess að verja íhlutina fyrir hitaskemmdum.