Síða 1 af 1

Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fim 11. Nóv 2010 21:55
af ViktorS
Ætlaði að setja xp á 6 ára gamla fujitsu siemens fartölvu fyrir félaga minn í staðinn fyrir w7. Ég næ ekki að installa því beint af því að w7 er nýrri útgáfa en xp og þegar ég ætla að reyna að formata harða diskinn til að ná stýrikerfinu út þá gerist ekkert.. Hægri klikka semsagt á hann og geri format.
Eru vaktarar með einhver ráð?

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fim 11. Nóv 2010 22:00
af Gúrú
Þarft að setja inn stýrikerfisDISK og keyra þig upp á honum til að hreinsa út partition, getur ekki notað hlutina á partitioninu til þess. ;)

(Getur notað W7 diskinn eða XP diskinn til að formata)

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fim 11. Nóv 2010 22:20
af lukkuláki
ViktorS skrifaði:Ætlaði að setja xp á 6 ára gamla fujitsu siemens fartölvu fyrir félaga minn í staðinn fyrir w7. Ég næ ekki að installa því beint af því að w7 er nýrri útgáfa en xp og þegar ég ætla að reyna að formata harða diskinn til að ná stýrikerfinu út þá gerist ekkert.. Hægri klikka semsagt á hann og geri format.
Eru vaktarar með einhver ráð?


Þú ert bara alveg með þetta .... ;)
Mæli ekki með að þú haldir áfram þar sem þú kannt greinilega afar takmarkað á þetta og átt örugglega eftir að lenda í þvílíkum vandræðum með þetta.
Ef þú gerir það samt þá bara gangi þér vel.

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fim 11. Nóv 2010 22:52
af ViktorS
Gúrú skrifaði:Þarft að setja inn stýrikerfisDISK og keyra þig upp á honum til að hreinsa út partition, getur ekki notað hlutina á partitioninu til þess. ;)

(Getur notað W7 diskinn eða XP diskinn til að formata)

Ég er að nota xp DISK og þetta sem ég sagði kemur upp þannig að ég fór að leita að nýrri leiðum

lukkuláki skrifaði:Þú ert bara alveg með þetta .... ;)
Mæli ekki með að þú haldir áfram þar sem þú kannt greinilega afar takmarkað á þetta og átt örugglega eftir að lenda í þvílíkum vandræðum með þetta.
Ef þú gerir það samt þá bara gangi þér vel.

Reyndu að installa stýrikerfi af disk sem neitar að installast

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fim 11. Nóv 2010 23:01
af Gúrú
Stutt spurning: Þegar að þú ert að nota þennan XP disk til að gera þetta, sérðu desktopið þitt? :megasmile :oops:

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fim 11. Nóv 2010 23:01
af Oak
það er vegna þess að þú ert ekki að gera þetta rétt...

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fim 11. Nóv 2010 23:03
af Revenant
Hérna eru grafískar leiðbeiningar hvernig á að setja upp Windows XP

Install Windows XP

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fim 11. Nóv 2010 23:17
af dori
Náðu þér í GParted live cd og bootaðu honum. Þá geturðu straujað diskinn og sett Win XP upp.

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fös 12. Nóv 2010 00:30
af Black
Mynd

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fös 12. Nóv 2010 07:47
af hagur
Eins og hefur komið fram hérna að ofan þá geturðu ekki installað XP þegar þú ert með Win 7 keyrandi.

Þú þarft að ræsa tölvuna upp af XP disknum. Hafðu diskinn í og endurræstu. Hún ætti þá að biðja þig um að ýta á einhvern takka til að boota af CD-rom.

Ef ekki, þá þarf að fara í BIOS-inn á tölvunni og stilla boot device order þannig að hún reyni að boota af CD-rom áður en hún reynir harða diskinn.

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fös 12. Nóv 2010 08:45
af AntiTrust
Er ég að skilja rétt. Ertu að reyna að formatta diskinn sem inniheldur W7, inní W7?

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fös 12. Nóv 2010 10:32
af Predator
dori skrifaði:Náðu þér í GParted live cd og bootaðu honum. Þá geturðu straujað diskinn og sett Win XP upp.


Hann á alls ekki að þurfa þess þar sem það er format utility á Win XP disknum ef hann bootar honum upp.

Annars hljómar þetta eins og þú ættir að sleppa þessu eða finna þér góðar leiðbeiningar á netinu fyrst ef þú kannt ekki einu sinni að boota upp af CD.

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fös 12. Nóv 2010 10:49
af hagur
Kommon gaurar, hann er a.m.k að leita hingað eftir hjálp. Minnsta sem við getum gert er að svara honum almennilega. Við vorum allir einhverntíman byrjendur í þessu.

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fös 12. Nóv 2010 10:58
af AntiTrust
hagur skrifaði:Kommon gaurar, hann er a.m.k að leita hingað eftir hjálp. Minnsta sem við getum gert er að svara honum almennilega. Við vorum allir einhverntíman byrjendur í þessu.


En... Það er svo erfitt að gera ekki grín :-#

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fös 12. Nóv 2010 10:59
af dori
Predator skrifaði:
dori skrifaði:Náðu þér í GParted live cd og bootaðu honum. Þá geturðu straujað diskinn og sett Win XP upp.


Hann á alls ekki að þurfa þess þar sem það er format utility á Win XP disknum ef hann bootar honum upp.

Annars hljómar þetta eins og þú ættir að sleppa þessu eða finna þér góðar leiðbeiningar á netinu fyrst ef þú kannt ekki einu sinni að boota upp af CD.

Ég skildi þetta sem svo að hann næði ekki að nota XP diskinn. Áttaði mig ekki á því að hann hefði verið inní Windows. Ég hef bara aldrei reynt að downgradea úr W7 í XP svo ég vissi ekkert hvort MS menn hefðu verið með eitthvað vesen.

@OP: Hér eru upplýsingar um hvernig þú stillir tölvur til að boota af geisladisk: http://www.hiren.info/pages/bios-boot-cdrom
Þú ættir að geta farið nokkuð vel eftir þessu. Svo er þetta bara spurning um að fylgja leiðbeiningunum sem koma á skjáinn. Annars eru leiðbeiningar til að setja upp XP hérna: http://www.buildeasypc.com/sw/windows_xp.htm

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fös 12. Nóv 2010 11:03
af biturk
við skulum nú ekki gera þetta að l2c móral hér


lestu þér til af netinu, þú þarft að boota upp af cd og fara þá leið til að formata diskinn

ekki nema þú takir diskinn úr tölvunni, setjir í aðra og formatir, setjir hann svo í aftur og bootir upp af cd......en eina sem þú græðir með því er að þá þarftu ekki að formata í instal progressinu


þarft að öllum líkindum fyrst að fara í bios og breita boot order þar svo þ´ugetir bootað af cd



settu cd í drifið
restartaðu, þar þarftu líklega að ýta á del, f1, f8 eða f10 til að komast í bios, breittu boot priority í 1. cd-rom 2. hard disk
saveaðu og farðu útúr bios
ýttu á einhvern takka þegar hún spyr þig hvort þú eigir að boota af cd
fylgdu install leiðbeiningunum


passa sig bara að vera búnað taka allt af harða diskinu áður en þú formatar því það fer náttúrulega allt af :megasmile

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fös 12. Nóv 2010 12:36
af hagur
AntiTrust skrifaði:
hagur skrifaði:Kommon gaurar, hann er a.m.k að leita hingað eftir hjálp. Minnsta sem við getum gert er að svara honum almennilega. Við vorum allir einhverntíman byrjendur í þessu.


En... Það er svo erfitt að gera ekki grín :-#


Það er reyndar alveg rétt, enda er definitionið á íslenskum húmor það að hlægja að óförum annarra \:D/

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fös 12. Nóv 2010 13:53
af lukkuláki
Það er nú ákveðin hjálp fólgin í því að benda fólki að vera ekki að fikta í því sem það kann ekkert á er það ekki?
Menn eins og sá sem startaði þessum þræði þarf væntanlega meira en smá hjálp.
Það getur verið töluvert mál að finna og setja driverana rétt upp svo allt virki smooth.

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fös 12. Nóv 2010 14:55
af ViktorS
ég hef sett upp w7 og það er ekkert mál en xp bara vill ekki fara inn af því að w7 á þessari vél er nýrra stýrikerfi :/

Já og takk fyrir hjálpina, vinur minn er kominn með tölvuna aftur og læt hann bara lesa þetta :P

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fös 12. Nóv 2010 15:10
af AntiTrust
ViktorS skrifaði:ég hef sett upp w7 og það er ekkert mál en xp bara vill ekki fara inn af því að w7 á þessari vél er nýrra stýrikerfi :/

Já og takk fyrir hjálpina, vinur minn er kominn með tölvuna aftur og læt hann bara lesa þetta :P


Svo gjörsamlega ólíkt að setja upp W7 vs XP. W7 er svo MIKIÐ notendavænna, bæði setupið og usage. W7 sækir yfirleitt mest af þeim driverum sem vantar auto í updates, og er með vǽgast sagt gott compatability við eldra hardware.

Það er ekkert mál að setja upp XP, alveg sama hvaða stýrikerfi þú ert með uppsett eins og er. Þú getur bara ekki sett upp XP í gegnum W7, eins búið er að benda þér á hérna. Þú verður að boota upp af XP disknum, og loada beint inn í setupið.

Ég er mjög hliðhollur því að menn fikti, en þegar það er ekki meiri kunnátta til staðar en raun ber vitni í þessu tilfelli - ekki vera að gera þetta við annarra manna vélar. Líklegt er að í þessu tilfelli verði XP setupið alltaf hálfklárað og illa uppsett þar sem þú ert líklega ekki með á hreinu hvernig á að redda þeim driverum sem þarf og flr, þar sem XP gerir ekki næstum því eins mikið af slíku og W7. Fyrir utan það, að þótt þú náir e-rjum generic Windows driverum inn í gegnum setup eða WinUpdates þá á vélin aldrei eftir að fúnkera eins vel og hún á að gera ef hún fær ekki OEM drivera.

Fyrir utan allt þetta, afhverju í ósköpunum vill vinur þinn downgrade-a úr W7 niður í rúmlega 9 ára gamalt stýrikerfi?

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fös 12. Nóv 2010 16:23
af lukkuláki
AntiTrust skrifaði:Fyrir utan allt þetta, afhverju í ósköpunum vill vinur þinn downgrade-a úr W7 niður í rúmlega 9 ára gamalt stýrikerfi?



Það eru alls ekki allar gamlar svona vélar að hönda Win7 almennilega þetta er 6 ára gömul vél ég get ímyndað mér að hún sé ekki að gera sig með Win7

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Fös 12. Nóv 2010 18:16
af biturk
ViktorS skrifaði:ég hef sett upp w7 og það er ekkert mál en xp bara vill ekki fara inn af því að w7 á þessari vél er nýrra stýrikerfi :/

Já og takk fyrir hjálpina, vinur minn er kominn með tölvuna aftur og læt hann bara lesa þetta :P



það bara breitir engu máli hvort stýrkerfið sem er inná sé nýrra eða eldra

hardwareið í tölvunn isegir hvort þú getir notað stýrikerfið

farðu eftir því sem ég leiðbeindi þér með og þá verður þetta peace of cake, getum rætt síðar með driver málin í xp!

Re: Vandamál með að henda w7 út

Sent: Lau 13. Nóv 2010 02:25
af rapport
lukkuláki skrifaði:Það er nú ákveðin hjálp fólgin í því að benda fólki að vera ekki að fikta í því sem það kann ekkert á er það ekki?
Menn eins og sá sem startaði þessum þræði þarf væntanlega meira en smá hjálp.
Það getur verið töluvert mál að finna og setja driverana rétt upp svo allt virki smooth.


x2

Regla No.1 "ekki fikta og lofa einhverju" fikt er svo teygjanlegt hugtak útfrá kunnátta fólks.

Ég t.d. fikta í tölvum, ég er ekki sérfræðingur 8-[