Síða 1 af 1

Ný tölva nær ekki að tengjast netinu.

Sent: Fim 11. Nóv 2010 16:19
af Danni V8
Sælir. Ég er að setja þetta inn fyrir vin sem var að kaupa sér nýja tölvu.

Tölvan nær ekki sambandi við netið, það kemur alltaf unidentified network í Network & Sharing Center.

Tölvan gat tengst netinu hjá Start, routerinn sér tölvuna eða listar allavega MAC addressuna. Það er önnur tölva tengd á sama network sem nær að tengjast netinu.
Driverar eru í góðu lagi og þetta er ekki Bonjour vandamálið.

Hann er með ljósleiðara frá Gagnaveitunni.

Tölvan er með Windows 7 64bit.

Mér dettur ekkert í hug, en ykkur?

Re: Ný tölva nær ekki að tengjast netinu.

Sent: Fim 11. Nóv 2010 16:25
af Halli25
Er hann með router eða tengir hann beint við boxið?
Það er bara hægt að vera með 2 tæki á netinu ef hann er ekki með router.

Re: Ný tölva nær ekki að tengjast netinu.

Sent: Fim 11. Nóv 2010 16:26
af Danni V8
Beint við boxið og það er hægt að vera með 3 tæki við það

Ég er að tala við hann og er búinn að komast að því að hann er tengdur við networkið, getur tengst og komist inná hina tölvuna í gegnum þessa, en kemst ekki á internetið.

Re: Ný tölva nær ekki að tengjast netinu.

Sent: Fim 11. Nóv 2010 16:31
af Halli25
Danni V8 skrifaði:Beint við boxið og það er hægt að vera með 3 tæki við það

það er 2 tölvur og sjónvarpið, ef hann er með nettengdan sjónvarpsflakkar þá er hann að taka frá 1 slot.
Gerði það hjá mér svo ég endaði með að kaupa router.

Re: Ný tölva nær ekki að tengjast netinu.

Sent: Fim 11. Nóv 2010 17:16
af start
Sæll,
Þú þarft að logga þig inn í Telsey boxið og eyða út mac addressunni sem var á gömlu tölvunni og setja inn nýju mac addressuna.

Re: Ný tölva nær ekki að tengjast netinu.

Sent: Fim 11. Nóv 2010 19:51
af Sphinx
gerðist einusinni við mig eg þrufti að fara og láta update-a routerin minn