Síða 1 af 1

Klukkan vitlaust stillt í w7 ?

Sent: Þri 09. Nóv 2010 17:13
af vesley
Var að athuga það núna með klukkuna í tölvunni hjá mér. ( Já hún er rétt stillt samkvæmt windows)

Hér sést að klukkan sé um 4 min á undan http://www.timeanddate.com/worldclock/city.html?n=211 og líka í textavarpinu http://www.textavarp.is/100/

Edit: http://time.is/ segir að klukkan sé 4 min og 25,8 sek sein.

Re: Klukkan vitlaust stillt í w7 ?

Sent: Þri 09. Nóv 2010 17:20
af beatmaster
Hvað er klukkan í BIOS?

Re: Klukkan vitlaust stillt í w7 ?

Sent: Þri 09. Nóv 2010 18:12
af vesley
beatmaster skrifaði:Hvað er klukkan í BIOS?


Ekki heldur rétt stillt en hún er nú ekki á sömu stillingu og w7 klukkan.

Nenni ekki að spá í þessu stillti klukkuna bara sjálfur.

Re: Klukkan vitlaust stillt í w7 ?

Sent: Þri 09. Nóv 2010 19:35
af Revenant
Ef klukkan er sífellt að fara úr sync þá eru góðar líkur á að litla batteríið á móðurborðinu sé orðið slappt.

Edit: Hérna eru nokkrir innlendir NTP netþjónar:

Kóði: Velja allt

rix-gw.rhnet.is
time.c.is
time.simnet.is

Re: Klukkan vitlaust stillt í w7 ?

Sent: Þri 09. Nóv 2010 19:46
af Sphinx
munar 7 sek er með win 7 ultimate

Re: Klukkan vitlaust stillt í w7 ?

Sent: Þri 09. Nóv 2010 19:59
af vesley
Revenant skrifaði:Ef klukkan er sífellt að fara úr sync þá eru góðar líkur á að litla batteríið á móðurborðinu sé orðið slappt.

Edit: Hérna eru nokkrir innlendir NTP netþjónar:

Kóði: Velja allt

rix-gw.rhnet.is
time.c.is
time.simnet.is



Það er möguleiki á slöppu batterí. Reyndar í fyrsta skiptir sem klukkan fer úr sync.

Fylgist bara með þessu.