Forward á port 80 á Thomson TG585 v7 virkar ekki
Sent: Sun 07. Nóv 2010 23:18
Ég er með Thomson TG585 v7 router (var að fá hann í dag frá Tal) og er búinn að stilla port forward sem virkar allt nema fyrir port 80 þar sem stillingarsíða routersins er opin á því porti útávið Fann þá upplýsingar um það hvernig maður slekkur á því með hjálp frá Telnet en þá kemur upp nýtt vandamál, ef ég opna http://ip-talan-min að utan þá fæ ég "500 Internal Server Error" en http://localhost virkar samt alveg allt í lagi. Hvað er ég að gera vitlaust?