Síða 1 af 2

Ljósnet símans

Sent: Lau 06. Nóv 2010 23:05
af Nothing
Einhverstaðar heyrði ég að ljósnetið hjá símanum væri ekki ljósleiðari stenst það ?

Getur einhver komið mér útskýringu á þessu og hver er munurinn á ljósleiðara hjá vodafone og ljósnetinu símans ?

Re: Ljósnet símans

Sent: Lau 06. Nóv 2010 23:14
af intenz
Þetta er ljós í box og kopar þaðan.

Munurinn er sá að þú færð einungis 50 Mb niður og 25 Mb upp með ljósnetinu en allt að 100 Mb bæði upp og niður með ljósleiðaranum.

Re: Ljósnet símans

Sent: Lau 06. Nóv 2010 23:15
af AntiTrust
Ljósnet símans byggir á ljósleiðara út í símstöð, en svo á kopar þaðan og inn í hús. Vodafone notar ljósleiðaranet gagnaveitu reykjavíkur og þar er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús.

Ljósnet símans kemur til með að maxa í 100mbit, en net GR gæti líklega boðið upp á hraðari tengingar en það. Svo er spurning hvort GR netið sé ekki stabílla.

Re: Ljósnet símans

Sent: Lau 06. Nóv 2010 23:21
af appel
Ég heyrði að helsti munurinn væri 10 milljarðar. :-$

Re: Ljósnet símans

Sent: Lau 06. Nóv 2010 23:26
af natti
AntiTrust skrifaði:Ljósnet símans byggir á ljósleiðara út í símstöð, en svo á kopar þaðan og inn í hús. Vodafone notar ljósleiðaranet gagnaveitu reykjavíkur og þar er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús.

Ljósnet símans kemur til með að maxa í 100mbit, en net GR gæti líklega boðið upp á hraðari tengingar en það. Svo er spurning hvort GR netið sé ekki stabílla.

Ljósleiðara út í götukassa/götuskáp, ekki símstöð.
Kopar þaðan inn.

Re: Ljósnet símans

Sent: Lau 06. Nóv 2010 23:51
af mercury
smá útúrsnúningur.. En amk ég er að borga minna fyrir 50mb ljós með 70gb download hjá vodafone en 12mb adsl hjá simanum... en djöfull hata ég þessa router druslu sem maður fær hjá vodafone.. restartar sér í tíma og ótíma..

Re: Ljósnet símans

Sent: Lau 06. Nóv 2010 23:53
af Gúrú
mercury skrifaði:smá útúrsnúningur.. En amk ég er að borga minna fyrir 50mb ljós með 70gb download hjá vodafone en 12mb adsl hjá simanum... en djöfull hata ég þessa router druslu sem maður fær hjá vodafone.. restartar sér í tíma og ótíma..


Spurðu hvort þeir eigi NBG420N handa þér.

Re: Ljósnet símans

Sent: Lau 06. Nóv 2010 23:56
af mercury
já hef heyrt þetta. málið er að ég er að vinna úti á landi "grundartanga" og kemst aldrei fyrr en rétt fyrir 6 en þá er lagerinn lokaður. og þetta fólk í afgreiðslunni segir að það þurfi að gera þetta í gegnum lagerinn einhvað déskotans rugl.

Re: Ljósnet símans

Sent: Sun 07. Nóv 2010 01:37
af gtice
Kvöldið,

Það er ljósleiðari alla leið inní hús í nýjum hverfum frá símanum.. Ég er með svona ljósleiðara alla leið inní bílskúr hjá mér, sem og íblástursrör frá OR, en OR hafa ekki blásið í hverfið ennþá..

Hér er quote frá heimasíðu símans, það stendur þó orðið ekkert um hvaða hverfi er um að ræða lengur. En kerfið sem þeir nota í þetta er GPON og þjónustan er triple play.

Síminn býður upp á ljósnet í nýjum hverfum frá 2008 yfir GPON aðgangstækni og getur boðið í dag upp á allt að 1.024 Mb/s þó slíkt sé umfram þarfir sem viðskiptavinir Símans hafa næstu árin.

Re: Ljósnet símans

Sent: Sun 07. Nóv 2010 09:21
af codec
gtice skrifaði:Kvöldið,

Það er ljósleiðari alla leið inní hús í nýjum hverfum frá símanum.. Ég er með svona ljósleiðara alla leið inní bílskúr hjá mér, sem og íblástursrör frá OR, en OR hafa ekki blásið í hverfið ennþá..

Hér er quote frá heimasíðu símans, það stendur þó orðið ekkert um hvaða hverfi er um að ræða lengur. En kerfið sem þeir nota í þetta er GPON og þjónustan er triple play.

Síminn býður upp á ljósnet í nýjum hverfum frá 2008 yfir GPON aðgangstækni og getur boðið í dag upp á allt að 1.024 Mb/s þó slíkt sé umfram þarfir sem viðskiptavinir Símans hafa næstu árin.


Þetta á eingöngu við um nokkur hús í fáum hverfum (Leirvogstungu í Mosfellsbæ, Úlfarsárdal í Reykjavík, Tjarnarbyggð við Selfoss og Lundi í Kópavogi) held ég.

Re: Ljósnet símans

Sent: Sun 07. Nóv 2010 10:32
af wicket
Ljósnet Símans er samnefnari yfir tvær þjónustur, VDSL2 og G.PON.

G.PON er ljós inn íbúð en VDSL2 er ljós í götuskáp og kopar restina af leiðinni OG ljós í hús og kopar / ethernet restina af leiðinni. G.PON er í nýjum hverfum og reyndar í sumum eldri og VDSL2 er í boði á öllum öðrum stöðum.

VDSL2 bíður uppá 100mbit í dag, verður um 250mbit á næsta ári og í prófunum hjá Alcatel og Siemens er koparinn komin upp í 850mbit. G.Pon nær mest 1000mbit í dag.

Fyrir mér skiptir engu í gegn um hvaða leið netið kemur inn til mín á meðan ég fæ þann hraða sem ég er að kaupa :)

Re: Ljósnet símans

Sent: Sun 07. Nóv 2010 13:31
af Gúrú
Megið aldrei gleyma því að þegar að allir eru komnir með ljós snarlækkar útlandahraðinn hjá öllum að meðaltali.

Re: Ljósnet símans

Sent: Sun 07. Nóv 2010 15:54
af audiophile
Er einhver með Ljósnet núna og getur sagt hvernig það er virka? Einhver reynsla komin á þetta?

Ég neyðist til að fá mér þetta þar sem ekki er von á ljósi inni í hús hjá mér.

Re: Ljósnet símans

Sent: Sun 07. Nóv 2010 16:51
af hranni
Ég er með ljósnetið hjá símanum og það hefur ekki verið til neina vandræða hjá mér. Reyndar finnst mér ég ekki vera að ná fullum hraða á því. Er það rétt að til að finna niðurhalshraða þá getur maður tekið 50 mbit/8 = 6,25 mb/s ??

Re: Ljósnet símans

Sent: Sun 07. Nóv 2010 16:55
af wicket
Bróðir minn er með þetta, ég sé engan mun á hraða hjá honum eða á ljósinu hjá mér ( í gegnum Vodafone).

Báðar tengingarnar eru 50mbit niður en hans er 25mbit upp en mín 50mbit sem skiptir engu máli fyrir hinn almenna notanda.

Routerinn er líka langt um betri en sá sem Voda lét mig hafa, það er stór plús :)

Re: Ljósnet símans

Sent: Sun 07. Nóv 2010 17:08
af Nothing
Ég er með ljósnet símans, á speedtest.net fæ ég 20mb niður og 10mb upp og get downloadað á max 3,6mbps og uploadað á 1,3mbps.

finnst ég alls ekki fá hraðan sem ég á að fá, þess vegna er ég að pæla í að skella mér til ogvodafone.

Re: Ljósnet símans

Sent: Sun 07. Nóv 2010 17:27
af Gúrú
Nothing skrifaði:Ég er með ljósnet símans, á speedtest.net fæ ég 20mb niður og 10mb upp og get downloadað á max 3,6mbps og uploadað á 1,3mbps.
finnst ég alls ekki fá hraðan sem ég á að fá, þess vegna er ég að pæla í að skella mér til ogvodafone.


Nafn routers?
(3,6MB á sek er btw 28,8Mb hraði)

Re: Ljósnet símans

Sent: Sun 07. Nóv 2010 18:13
af intenz
Gúrú skrifaði:Megið aldrei gleyma því að þegar að allir eru komnir með ljós snarlækkar útlandahraðinn hjá öllum að meðaltali.

Hvaðan fékkstu það?

hranni skrifaði:Ég er með ljósnetið hjá símanum og það hefur ekki verið til neina vandræða hjá mér. Reyndar finnst mér ég ekki vera að ná fullum hraða á því. Er það rétt að til að finna niðurhalshraða þá getur maður tekið 50 mbit/8 = 6,25 mb/s ??

Að ná ekki fullum hraða, kallast það ekki að vera til vandræða? :) En já, þú getur reiknað þetta svoleiðis X Mb / 8 = MB/s sem þú átt að ná niður.

Re: Ljósnet símans

Sent: Sun 07. Nóv 2010 18:17
af Gúrú
intenz skrifaði:
Gúrú skrifaði:Megið aldrei gleyma því að þegar að allir eru komnir með ljós snarlækkar útlandahraðinn hjá öllum að meðaltali.

Hvaðan fékkstu það?


Hefði talið það frekar augljóst þegar að
Heildarútlandabandvídd per sek / (heildarnotendur*meðalnotkun þeirra per sek) = Bandvíddin sem er eftir handa þér.

Það er í rauninni brandari hversu lítinn hluta dags ég get náð nokkru nálægt nethraðanum mínum frá erlendum aðilum.

Re: Ljósnet símans

Sent: Mán 08. Nóv 2010 18:52
af Nothing
Gúrú skrifaði:
Nothing skrifaði:Ég er með ljósnet símans, á speedtest.net fæ ég 20mb niður og 10mb upp og get downloadað á max 3,6mbps og uploadað á 1,3mbps.
finnst ég alls ekki fá hraðan sem ég á að fá, þess vegna er ég að pæla í að skella mér til ogvodafone.


Nafn routers?
(3,6MB á sek er btw 28,8Mb hraði)


Ég notast á við TG789vn router.

Mynd

Mesi hraðinn á downloadi sem ég hef séð á tengingunni er 3.6mbps.

Re: Ljósnet símans

Sent: Þri 09. Nóv 2010 17:11
af ecoblaster
Veit einhver hvað það tekur langan tíma að setja ljósnet í göturnar, tekur það meira en mánuð?

Re: Ljósnet símans

Sent: Þri 09. Nóv 2010 18:42
af intenz
ecoblaster skrifaði:Veit einhver hvað það tekur langan tíma að setja ljósnet í göturnar, tekur það meira en mánuð?

Leggja ljósnet í göturnar? Ljósnet er ekkert annað en ljós í götuskáp og kopar þaðan. Flest heimili eru tengd með kopar þannig það er bara spurningin um hversu lengi þeir væru að leggja ljósið í götuskápinn. Það fer eftir ýmsu, t.d. hversu löng vegalengdin er frá síðasta röri, upp á jarðvinnuna að gera.

Re: Ljósnet símans

Sent: Þri 09. Nóv 2010 19:59
af natti
intenz skrifaði:
ecoblaster skrifaði:Veit einhver hvað það tekur langan tíma að setja ljósnet í göturnar, tekur það meira en mánuð?

Leggja ljósnet í göturnar? Ljósnet er ekkert annað en ljós í götuskáp og kopar þaðan. Flest heimili eru tengd með kopar þannig það er bara spurningin um hversu lengi þeir væru að leggja ljósið í götuskápinn. Það fer eftir ýmsu, t.d. hversu löng vegalengdin er frá síðasta röri, upp á jarðvinnuna að gera.

Hérna er útbreiðsluáætlun Símans fyrir Ljósnetið:
Mynd
Þetta er áætlun, þannig að dagsetningar geta og hafa breyst.

Annars stefnir í að ég fái Ljósnets-tengingu á þessu almanaksári vonandi. Þá fæ ég kannski tækifæri á að prufa þetta.

Re: Ljósnet símans

Sent: Þri 09. Nóv 2010 20:33
af biturk
eru þeir ekki með áætlun fyrir afganginn af landinu?


fynnst andskoti lélegt að þetta eigi bara að vera fyrir höfuðborgarsvæðið

Re: Ljósnet símans

Sent: Þri 09. Nóv 2010 20:57
af intenz
biturk skrifaði:eru þeir ekki með áætlun fyrir afganginn af landinu?


fynnst andskoti lélegt að þetta eigi bara að vera fyrir höfuðborgarsvæðið

Það er auðvitað skiljanlegt að þeir byrji á höfuðborgarsvæðinu. Kannski er landsbyggðin eftir 2012 eða hvenær sem þessi útbreiðsluáætlun klárast.

Ég hef samt heyrt frá mörgum á höfuðborgarsvæðinu sem eiga að vera komnir með þetta ljósnet fyrir löngu en ekkert gerist.

En eins og með mig, ég á að vera löngu kominn með þetta en út af þessari heimsku og hreint út sagt LÉLEGU útbreiðsluáætlun er ég staðsettur á gráa svæðinu í 112 - þó ég sé í raun og veru ekkert staðsettur þar. Mér finnst Síminn/Míla vera að drulla upp á bak með þetta.