Síða 1 af 1

Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Mið 27. Okt 2010 13:10
af dedd10
Sælir Vaktmenn,

Ég var að spá í að fara fikta aðeins í forritun og prufa mig áfram,

Langar að vita, er einhver hérna sem getur bent mér á frían host og domain sem er frír og hefur góða reynslu af?

Skoða allt og ef einhver veit um góða síðu með leiðbeiningum væri það vel þegið varðandi kóða og svona...
Og já, er einhver hérna sem veit um gott forrit í svona starfsemi fyrir Mac?

Danke sehr.

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Mið 27. Okt 2010 13:43
af dori
Ertu að læra bara til að læra eða er eitthvað sérstakt sem þú vilt gera?

Forritun er rosalega vítt hugtak og margt sem fellur undir það. Ef þú vilt búa til vefsíður (m.v. að þú sért að biðja um hýsingu og lén geri ég ráð fyrir því) þarftu fyrst að skilja undirstöðuatriði í html [url="http://htmldog.com"]htmldog[/url] er með mjög góð tutorial fyrir byrjendur sem aðeins lengra komna.

Ef þú vilt bara læra forritun þá er mjög fínt að byrja á einhverju einföldu eins og Python eða Ruby (Python er mitt uppáhald). Hvað ertu gamall og hversu mikinn stærðfræðibakgrunn hefurðu? Það hefur smá um það að segja hvaða mál er gott að byrja á. Svo er reyndar líka hægt að nota Javascript í mjög margt í dag (skoða t.d. node.js) og það er mjög öflugt tungumál þegar maður áttar sig á því að þetta er ekki Java og hættir að reyna að nota það þannig.

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Mið 27. Okt 2010 14:16
af dedd10
Jú, ég hefði kannski átt að taka það fram að ég hyggst fara í vefsíðugerð.

Takk fyrir svarið annars :)

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Mið 27. Okt 2010 14:23
af dori
Það er algjör óþarfi btw. að fá sér hýsingu (og lén strax). Pagekite (stofnað af BRE, gæjanum sem bjó m.a. til Partalistann) er verkefni sem gengur útá að geta hýst á hvaða vél sem hefur nettengingu. Þannig geturðu hent upp XAMP (þú ert væntanlega að fara að detta í PHP?) og sótt um alpha aðgang að Pagekite og notað það til að leika þér.

En þú mættir svara eftirfarandi spurningum:
[*] Hvað ertu gamall, einhver bakgrunnur í stærðfræði
[*] Hvað er það sem þú ætlar að búa þér til? Bara eitthvað til að læra eða er eitthvað takmark?

Annars þá er PHP mjög einfalt og dead simple að setja upp/finna ókeypis hýsingu fyrir. Mér finnst Python samt miklu skemmtilegra og Javascript er líka frábært tungumál sem er hægt að gera mjög mikið með í dag. Ég mæli virkilega með Python, það er eiginlega bara eins og að skrifa ensku.

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Mið 27. Okt 2010 14:29
af dedd10
Já, þetta á nú bara að vera svona eitthvað litið "verkefni" til að læra a þetta í bryjun.

Ég er á 19. ári og hef allveg lært einhverja stærðfræði i framhaldskóla en veit ekki hvort það er mikill grunnur í eitthvað svona...

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Mið 27. Okt 2010 14:44
af Fylustrumpur
ég nota bara http://000webhost.com

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Fim 28. Okt 2010 13:53
af dedd10
Ok, takk :)

Einhverjir fleiri með innlegg í þetta?

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Fim 28. Okt 2010 14:37
af fannar82
http://1984.is/


þú færð hvergi frítt .com\.net\.org\ - nema .tk held ég og það eru alltaf auglýsingar á þeim


það kostar ekki nema 10$ish(1.130kr) að kaupa sér " ógeðslegaflottnafn.com"
persónulega hef ég verið að nota Joker.com

svo getur þú keypt hýsingu hjá 1984 fyrir 680kallz á mánuði sem ætti ekki að fara ílla með þig
hvað getur maður svosem keypt fyrir 680kall í dag.
já eða nota bara http://www.000webhost.com/ einsog einhver benti hér á.

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Fös 29. Okt 2010 08:35
af dedd10
Okey takk,

Ég er samt ekki allveg viss um hvort ég ætli að hanna minn eigin kóða frá grunni eða nýta mér eitthvað kerfi til að byggja upp vefinn,

Geti þið mælt með einhverjum kerfum og svona skemmtilegu til að byggja upp lítinn vef?

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Fös 29. Okt 2010 09:31
af fannar82
Well . Ég var í svipuðum pælingum um daginn og þetta er það sem ég endaði á að gera.


ég er hálfgert nörd þannig að mér finnst gott að gera svona structure goalrelated plan.

1st. Setti ég mér upp plan hvað það er raunverulega það sem mig langar að gera
Komst að því að mig langaði að læra hvernig maður getur búið til flottar heimasíður með
content management systemi (geta breytt og sett in texta með php scripti)


2nd. Finna út hvað ég þyrfti til að geta búið til php enabled heimasíður
PhP MySql enabled webserver. Eftir að hafa skoðað nokkra möguleika fannst mér meika mesta sens að læra bara í leiðini hvernig átti að setja upp linux.

3rd. Hvaða linux hentar mér?
Ég valdi Debian , hef heyrt að hann sé mjög userfriendly og easy to use en get ekki borið það saman við neitt þar sem hann er sá eini sem ég hef prufað
en þú getur nálgast hann Hér


4rth. Finna deacent Tutorial hvernig á að setja upp Apache með MySql og Php5 support.
Fann trilljón á isyourfriend þarft bara að finna einhvern sem hentar þér

6th. Fá mér Url.
Síðan með besta og auðveldasta viðmótinu fannst mér Jóker.com en þetta einsog flest annað er bara personal preferance

7th. Finna lærdóms efni.
Það sem hentaði mér best fanst\finnst mér lynda.comen það getur verið að þér finnst betra að læra upp úr bók og þá er bæði hægt bæði að fá bækur lánaðar af bókasafni eða keyptar af amazon or sum

-- ég er kominn hingað.
en ég ákvað að henda samt sem áður inn restini af planinu

8th. Endurmeta hvort að ég hafi áhuga á þessu og hvort að mig langar að læra meira.

9th. Núna ætti ég að vera kominn á nokkuð gott ról með kóðun þá er það að læra að gera 1337 gfx. þá er að finna mér góða Photoshop tutorials og læra hvernig á að gera shiney heimasíður

10th. Reyna að láta þetta skila mér meira en hugvits gróða :twisted:


^^, vonandi hjálpaði þetta þér eitthvað.


- ef þig langar ekki að læra eða treystir þér ekki í að setja upp linux þá getur þú keypt þá þjónustu fyrir mjög lítin pening það er bara að kynna sér það

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Fös 29. Okt 2010 09:51
af dori
Ef ég ætti að koma með leiðbeiningar fyrir þig þar sem þú ert að byrja að forrita þá er þetta það sem ég myndi gera:
Skoða Dive into Python bók á netinu (hægt að panta og dl en hún er frí á netinu) og læra grunninn í Python, þessi bók fer yfir það allt.
Fara svo á http://djangoproject.com og setja það upp, gera svo tutorialinn og reyna svo að búa eitthvað til sjálfur.

Þetta er allt eitthvað sem þú gerir bara local á tölvunni þinni (þangað til þú ert tilbúinn með eitthvað sem þú vilt sýna öðrum). Þetta ætti að halda þér uppteknum í einhvern tíma.

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Fös 29. Okt 2010 12:36
af gardar
Ég get boðið þér hýsingu frá 500kr á mánuði...

Og ef þú myndir taka nokkra mánuði í einu þá er jafnvel hægt að láta .com/.net/.org lén fljóta frítt með :)


Endilega hentu á mig skilaboðum ef þú vilt að ég geri þér tilboð eða skoðaðu hlekkinn í undirskriftinni hjá mér \:D/

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Fös 29. Okt 2010 14:19
af dedd10
Takk fyrir frábær svör :)
Ætti að nýtast mér eitthvað :D

@gardar, ég senti þér PM ;)

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Lau 30. Okt 2010 01:02
af zdndz
byethost.com
mjög fínt og frítt host

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Sun 31. Okt 2010 00:31
af dedd10
Takk takk,

Eitt enn hérna sem ég var að spá í,

Viti þið um eitthvað gott og helst bara frítt Forum kerfi sem hægt er að henda inn í síður?

Bendið endilega á það sem þið þekkið ;)


Og ef það er einhver Mac maður hérna, hvaða forrit eru menn að nota til að gera vefsíður á Mac?

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Sun 31. Okt 2010 00:35
af dori
Óþarfi að leita langt yfir skammt. Náðu þér bara í phpBB eins og keyrir Vaktina.

Ég nota MacVIM í vinnunni, það er samt auðvitað ekkert allra. NetBeans er ágætis IDE sem hefur fína fítusa. Svo er TextMate rosalega hip (kostar samt), einhverjir nota Smultron. Tólið verður samt aldrei betra en notandinn svo það er bara spurning um að finna sér eitthvað sem hentar þínu vinnuferli. TextMate og VIM eru rosa flottir ritlar, ef þú vilt eitthvað meira en það (IDE) þá veit ég ekki hvað er gott/hip.

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Mán 01. Nóv 2010 00:49
af dedd10
Okey takk :)

NetBeans, er það frítt?

Einhverjar fleiri hugmyndir að forum kerfum?

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Mán 01. Nóv 2010 02:02
af Páll
dedd10 skrifaði:Okey takk :)

NetBeans, er það frítt?

Einhverjar fleiri hugmyndir að forum kerfum?


Phpbb er einfaldlega bara best, mjög auðvelt í uppsettningu og auðvelt að vinna með það.

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Mán 01. Nóv 2010 16:50
af dedd10
okok, ætli ég noti það þá ekki bara :)

en til Mac manna eða annara sem kunna...

Ég er búinn að setja upp NetBeans og gerði bara svona basic .php file og var búinn að vera fikta eitthvað í honum, svo ýtti ég á þarna græna play takkann fyrir ofan kóðann og þá kom uppí firefox:
Firefox can't establish a connection to the server at localhost.

Þarf ég að stilla eitthvað í forritinu til að geta skoðað þetta eða hvað þarf ég að gera?

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Mán 01. Nóv 2010 17:18
af dori
úff, hvernig settirðu þetta upp, fórstu eftir einhverjum leiðbeiningum eða sóttirðu bara og sagðir next/next/next/finish? Hvaða slóð er firefox að reyna að fara á?

Ætli þú þurfir ekki að setja upp Apache (eða MAMP) og stilla Netbeans eftir því...

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Mán 01. Nóv 2010 18:02
af dedd10
Já ok,

ææi ég tók bara basic uppsetninguna (next, next, next done) haha

Er eitthvað mikið vesen að stilla þetta helduru?

Re: Frír host og domain, hverju mæliði með?

Sent: Mán 01. Nóv 2010 21:31
af dori
Ég veit bara ekkert um það. Þetta forrit (og plugin fyrir það) býður samt uppá sjúklega mikið af fítusum (remote debugging og eitthvað fancies sem þú þyrftir aldrei á að halda með öðru forritunarmáli/umhverfi en PHP). Google er vinur þinn, finndu tutorial til að setja upp Netbeans fyrir PHP forritara, þá ættirðu að vera góður.