Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics
Sent: Mán 25. Okt 2010 02:39
Jæja.
Nú fer að líða að því að ég flyt í eigið hús, ekki á næstu dögum eða vikum en það styttist þó. Með kaupum á húsnæði fylgir talsvert mikið meira frelsi en í leiguíbúð og
þá fæ ég loksins tækifæri til þess að ráðast í ýmsar framkvæmdir og uppsetningar sem mig hefur lengi dreymt um. Ég kem til með að flytja í rað/parhús eða jafnvel einbýli, svo frelsið verður talsvert.
Þessi þráður er ekki eingöngu ætlaður til minna eigin pælinga, heldur langar mig yfirhöfuð að vekja áhuga og umtal á þessu sviði þar sem ég hef lítið sem ekkert rekist á
slíkt hérlendis. Fólk má því endilega pósta því sem það hefur gert nú þegar, eru með á plani að gera eða langar einfaldlega hjálp við að útfæra. Þar sem ég hef kynnt mér þetta örlítið (og þá meina ég ör-lítið m.v. magnið af uppl.sem hægt er að lesa um þetta) þá langar mér að útlista nokkur atriði fyrst sem ég hef rekið mig á í sambandi við þetta, ég HVET fólk til að leiðrétta mig og dæla inn upplýsingum, linkum, videoum, reviews og flr. sem tengist efninu. Það eru til nokkrar tegundir af sjálfvirknikerfum :
Rafmagnslínukerfi. Ódýrasta leiðin líklega til að fara í svona setup. Notast við núverandi rafmagnslínur, algengt að nota X10 staðlaðan búnað meðal annars.
Þráðlaus kerfi. Segir sig sjálft, en eru hinsvegar oftast limiteruð við ljósastýringar, hita, læsingar, ekki fýsilegt til notkunar í flóknari uppsetningum.
Víruðkerfi. Yfirleitt stabílustu kerfin en sömuleiðist oft þau dýrustu. Geta notast við Cat5/Cat6 kapla eða sýna eigin bus línur. Oftast kerfin sem eru sett upp þegar húsið er byggt, en auðvitað er alltaf hægt að implementa slík kerfi eftirá en það kostar yfirleitt meiri vinnu. Einn af kostunum við þessi kerfi er líka sá að þau ráða yfirleitt við mörg tasks á sama tíma, og þetta er yfirleitt closed-loop kerfi svo það er þokkalega öruggt. Tengjast líka auðveldlega við mörg mismunandi svið kerfisins.
IP Kerfi. By far flóknustu kerfin, en bjóða sömuleiðist upp á langflestu möguleikana. Öryggi er einnig vandamál eins og á við öll IP kerfi, en fyrir þá sem eru þokkalega vel að sér í netkerfum ætti það ekki að vera stórt vandamál. Með IP kerfum ertu að fá stjórn yfir nokkurnvegin hverju sem þú vilt heima hjá þér, hvaðan sem er. Spurningin er í rauninni bara sú, hversu miklum tíma, hversu mikla vinnu og hversu mikla peninga ertu tilbúinn í að leggja í verkefnið.
Húsin sem við höfum verið að skoða eru öll svipuð í layout-i svo hugsunin á bakvið svona kerfi er alltaf eins í grunninn. Það sem skiptir mig máli er að komast að því hvað
hentar best, í hvernig uppsetningu, hvaða tæki og hugbúnað þarf til.
Afhverju?
Ástæðan fyrir því að ég ætla í slíkt setup er ósköp einfalt. Ég hef alltaf verið hrifinn af því að nota tækni til þess að auðvelda mér og mínum hið daglega líf. Ég hef alltaf
verið mikið fyrir gott privacy, mikið heimaöryggi og upplýsingaflæði. Ég vill vita hverjir það eru sem eru að sniglast í kringum húsið mitt, hver það var sem hurðaði
bílinn minn, hver braust inn til mín, hvaða tæki eru í gangi heima hjá mér, hvaða tæki vill ég að séu í gangi heima hjá mér, hvaða lag er í spilun, hvar það er í spilun, hvaða ljós eru kveikt, hvað það er heitt inni hjá mér .. Þið náið myndinni.
Gróft plan af setupinu.
Lýsing :
Öll lýsing, bæði utan sem innanhús verður hægt að stjórna með hefðbundnum rofum, með raddstýringu, með fjarstýringu/snjallsíma/lófatölvu/fartölvu í gegnum e-rskonar miðlæga hugbúnaðarstýringu. Helst í gegnum netið líka. Sjálfvirk lýsing tengd við tímarofa og hreyfiskynjara við innkeyrslu og utandyra þegar bílum er ekið í stæði eða labbað er inn í garð afturfyrir girðingu, hvort sem það er fyrir framan eða aftan hús.
Hljóðkerfi :
Verða hátalarar í öllum herbergjum, annaðhvort í loftum eða í veggjum. 1-4 hátalarar í hverju herbergi, fer eftir stærð. Allir tengdir saman í eitt unified kerfi. Ég vill geta
sett á hvaða lag sem er af servernum hjá mér í hvaða herbergi sem er, eða e-ð af öðrum input sources í húsinu. Ég vill líka geta sett á sitthvort lagið í sitthvoru herberginu ef mér sýnist, og sömuleiðist vill ég geta sett sama lagið á í öllum herbergjum á sama tíma, aka "Party Mode". Þessu vill ég geta stjórnað með raddstýringu, úr lappa/snjallsíma eða í gegnum netið.
Myndspilun :
Líklega verður sér bíóherbergi þar sem skjávarpinn verður ásamt heimabíókerfi, sem verður ekki partur af húshljóðkerfinu. Hversu mikið þetta tvennt verður stillt inn á
kerfið er aukaatriði, hinsvegar verður HTPC vélin helst raddstýrð eða sími/fartölva til að stjórna XBMC interface-inu. Sérstaklega verður lagt uppúr ljóstastýringum inn í þessu herbergi, líklega myndi ég hafa þarna faldar LED lýsingar útum allt, með bæði breytanlegu birtustigi sem og litum, breytanlegt frá miðlægu stýringunni.
Öryggiskerfi :
Samansafn af hreyfiskynjurum og öryggismyndavélum. Hreyfiskynjarar sjá um að triggera hefðbundin þjófavarnarkerfi og kveikja ljós, garður, bílastæði etc. Öryggismyndavélar yrðu síðan í völdum herbergjum innanhús, og beint á valda staði utanhús svosem á bílastæði, garð og inngang. Verða stilltar á að taka upp við hreyfingu og láta vita með SMSi/MMS/emaili þegar hreyfingar verður vart innan ákveðinna tímaramma. Dyralásinn á hurðinni yrði fingrafaralesari+digital talnalás. Ekki eins dýrt í framkvæmt og margir vilja halda.
Gluggatjöld :
Rafstýrð gluggatjöld allstaðar, stjórnað með raddstýringu eða miðlægri fjarstýringu.
Hitastig :
Hvort sem það endar með gólfhita eða ofnum eru til lausnir til að fjarstýra slíku með aftermarket stýringum. Þessu myndi ég vilja stjórna bæði sjálfur úr miðlægri stýringu sem og láta tengjast við veðurspár og stilla sig eftir því. Þetta er e-ð sem ég hef séð og er vægast sagt svalur fítus.
Símkerfi :
Með hátölurum í hvert herbergi myndi ég setja míkrófóna. Það eru til sérstakir míkrófónar til þessa sem eru echo-canceling. Þeir kosta aðeins meira en nauðsynlegir fyrir svona speakerphone setup. Það verður hægt að hringja/sjá hver er að hringja í hvaða herbergi sem er í gegnum upplýsingar á sjónvarpi eða á miðlægu stýringunni. Hægt verður að senda símtöl á milli herbergja. Vill geta svarað símtölum bæði með fjarstýringu og raddstýringu.
Auðkenni :
Bill Gates-þemað í húsinu. Þetta hljómar óraunverulegt, en ég er búinn að skoða þetta þónokkuð og þetta virkar ekki það flókið né dýrt í uppsetningu. RFID kort sýna hver er í húsinu, og hvar hann er. Kerfið getur fylgt RFID kortinu eftir og veit því alltaf hver er hvar, hvaða raddstýringar eiga við hvar. Bílarnir fengu báðir slík kort og því gæti ég alltaf séð bæði heima og í gegnum netið hvaða bílar eru heima t.d.
Netkerfi :
1-10Gbit lagnir í hvert herbergi. Miðlægur netþjónn sem sér um allar þær virtual vélar sem sjá um húsið og kerfin. Geymir öll gögn, tónlist, ljósmyndir, myndbönd sem hægt yrði að nálgast hvar sem er í húsinu. Stórir/öflugir varaaflgjafar á bakvið þær þjónustur sem mega hvað síst detta út, öryggis og ljósakerfi t.d.
Allt þetta hér f. ofan er nokkurnveginn það sem ég hef í huga sem draumasetup í framtíðarhúsi. Ég geri mér grein fyrir því að margt af þessu er talsvert kostnaðarsamt, en sumt af þessu krefst hreinlega lítils annars en lítilla fjárútláta en mikils fikts, tíma og vinnu.
Aðalvandamálið er ástæðan fyrir því að ég posta þessu hér inn, að finna hugbúnað og hardware til að sjá um sem flest af þessu, og að það tvennt gangi saman með sem minnstu skítamixi og með sem minnstri forritun. Ég kem til með að posta svipuðum þræði á erlend forums þar sem ég veit það fyrir víst að það er lítil reynsla á svona uppsetningum hérna heima. Fyrst og fremst set ég mitt tilvonandi setup hingað inn til að fá inn feedback frá ykkur, hvað af þessu vitiði hvernig er gert, hvað af þessum búnaði sem ég þarf er hægt að fá hérna heima og hvar, hvað af þessu mynduð þið breyta eða hverju mynduð þið bæta við?
Ég kem svo til með að uppfæra þennan þráð eftir því sem ég kynni mér þetta betur, kynnist nýjum kerfum og fer í betaprufur á því sem mér líst best á.
Nú fer að líða að því að ég flyt í eigið hús, ekki á næstu dögum eða vikum en það styttist þó. Með kaupum á húsnæði fylgir talsvert mikið meira frelsi en í leiguíbúð og
þá fæ ég loksins tækifæri til þess að ráðast í ýmsar framkvæmdir og uppsetningar sem mig hefur lengi dreymt um. Ég kem til með að flytja í rað/parhús eða jafnvel einbýli, svo frelsið verður talsvert.
Þessi þráður er ekki eingöngu ætlaður til minna eigin pælinga, heldur langar mig yfirhöfuð að vekja áhuga og umtal á þessu sviði þar sem ég hef lítið sem ekkert rekist á
slíkt hérlendis. Fólk má því endilega pósta því sem það hefur gert nú þegar, eru með á plani að gera eða langar einfaldlega hjálp við að útfæra. Þar sem ég hef kynnt mér þetta örlítið (og þá meina ég ör-lítið m.v. magnið af uppl.sem hægt er að lesa um þetta) þá langar mér að útlista nokkur atriði fyrst sem ég hef rekið mig á í sambandi við þetta, ég HVET fólk til að leiðrétta mig og dæla inn upplýsingum, linkum, videoum, reviews og flr. sem tengist efninu. Það eru til nokkrar tegundir af sjálfvirknikerfum :
Rafmagnslínukerfi. Ódýrasta leiðin líklega til að fara í svona setup. Notast við núverandi rafmagnslínur, algengt að nota X10 staðlaðan búnað meðal annars.
Þráðlaus kerfi. Segir sig sjálft, en eru hinsvegar oftast limiteruð við ljósastýringar, hita, læsingar, ekki fýsilegt til notkunar í flóknari uppsetningum.
Víruðkerfi. Yfirleitt stabílustu kerfin en sömuleiðist oft þau dýrustu. Geta notast við Cat5/Cat6 kapla eða sýna eigin bus línur. Oftast kerfin sem eru sett upp þegar húsið er byggt, en auðvitað er alltaf hægt að implementa slík kerfi eftirá en það kostar yfirleitt meiri vinnu. Einn af kostunum við þessi kerfi er líka sá að þau ráða yfirleitt við mörg tasks á sama tíma, og þetta er yfirleitt closed-loop kerfi svo það er þokkalega öruggt. Tengjast líka auðveldlega við mörg mismunandi svið kerfisins.
IP Kerfi. By far flóknustu kerfin, en bjóða sömuleiðist upp á langflestu möguleikana. Öryggi er einnig vandamál eins og á við öll IP kerfi, en fyrir þá sem eru þokkalega vel að sér í netkerfum ætti það ekki að vera stórt vandamál. Með IP kerfum ertu að fá stjórn yfir nokkurnvegin hverju sem þú vilt heima hjá þér, hvaðan sem er. Spurningin er í rauninni bara sú, hversu miklum tíma, hversu mikla vinnu og hversu mikla peninga ertu tilbúinn í að leggja í verkefnið.
Húsin sem við höfum verið að skoða eru öll svipuð í layout-i svo hugsunin á bakvið svona kerfi er alltaf eins í grunninn. Það sem skiptir mig máli er að komast að því hvað
hentar best, í hvernig uppsetningu, hvaða tæki og hugbúnað þarf til.
Afhverju?
Ástæðan fyrir því að ég ætla í slíkt setup er ósköp einfalt. Ég hef alltaf verið hrifinn af því að nota tækni til þess að auðvelda mér og mínum hið daglega líf. Ég hef alltaf
verið mikið fyrir gott privacy, mikið heimaöryggi og upplýsingaflæði. Ég vill vita hverjir það eru sem eru að sniglast í kringum húsið mitt, hver það var sem hurðaði
bílinn minn, hver braust inn til mín, hvaða tæki eru í gangi heima hjá mér, hvaða tæki vill ég að séu í gangi heima hjá mér, hvaða lag er í spilun, hvar það er í spilun, hvaða ljós eru kveikt, hvað það er heitt inni hjá mér .. Þið náið myndinni.
Gróft plan af setupinu.
Lýsing :
Öll lýsing, bæði utan sem innanhús verður hægt að stjórna með hefðbundnum rofum, með raddstýringu, með fjarstýringu/snjallsíma/lófatölvu/fartölvu í gegnum e-rskonar miðlæga hugbúnaðarstýringu. Helst í gegnum netið líka. Sjálfvirk lýsing tengd við tímarofa og hreyfiskynjara við innkeyrslu og utandyra þegar bílum er ekið í stæði eða labbað er inn í garð afturfyrir girðingu, hvort sem það er fyrir framan eða aftan hús.
Hljóðkerfi :
Verða hátalarar í öllum herbergjum, annaðhvort í loftum eða í veggjum. 1-4 hátalarar í hverju herbergi, fer eftir stærð. Allir tengdir saman í eitt unified kerfi. Ég vill geta
sett á hvaða lag sem er af servernum hjá mér í hvaða herbergi sem er, eða e-ð af öðrum input sources í húsinu. Ég vill líka geta sett á sitthvort lagið í sitthvoru herberginu ef mér sýnist, og sömuleiðist vill ég geta sett sama lagið á í öllum herbergjum á sama tíma, aka "Party Mode". Þessu vill ég geta stjórnað með raddstýringu, úr lappa/snjallsíma eða í gegnum netið.
Myndspilun :
Líklega verður sér bíóherbergi þar sem skjávarpinn verður ásamt heimabíókerfi, sem verður ekki partur af húshljóðkerfinu. Hversu mikið þetta tvennt verður stillt inn á
kerfið er aukaatriði, hinsvegar verður HTPC vélin helst raddstýrð eða sími/fartölva til að stjórna XBMC interface-inu. Sérstaklega verður lagt uppúr ljóstastýringum inn í þessu herbergi, líklega myndi ég hafa þarna faldar LED lýsingar útum allt, með bæði breytanlegu birtustigi sem og litum, breytanlegt frá miðlægu stýringunni.
Öryggiskerfi :
Samansafn af hreyfiskynjurum og öryggismyndavélum. Hreyfiskynjarar sjá um að triggera hefðbundin þjófavarnarkerfi og kveikja ljós, garður, bílastæði etc. Öryggismyndavélar yrðu síðan í völdum herbergjum innanhús, og beint á valda staði utanhús svosem á bílastæði, garð og inngang. Verða stilltar á að taka upp við hreyfingu og láta vita með SMSi/MMS/emaili þegar hreyfingar verður vart innan ákveðinna tímaramma. Dyralásinn á hurðinni yrði fingrafaralesari+digital talnalás. Ekki eins dýrt í framkvæmt og margir vilja halda.
Gluggatjöld :
Rafstýrð gluggatjöld allstaðar, stjórnað með raddstýringu eða miðlægri fjarstýringu.
Hitastig :
Hvort sem það endar með gólfhita eða ofnum eru til lausnir til að fjarstýra slíku með aftermarket stýringum. Þessu myndi ég vilja stjórna bæði sjálfur úr miðlægri stýringu sem og láta tengjast við veðurspár og stilla sig eftir því. Þetta er e-ð sem ég hef séð og er vægast sagt svalur fítus.
Símkerfi :
Með hátölurum í hvert herbergi myndi ég setja míkrófóna. Það eru til sérstakir míkrófónar til þessa sem eru echo-canceling. Þeir kosta aðeins meira en nauðsynlegir fyrir svona speakerphone setup. Það verður hægt að hringja/sjá hver er að hringja í hvaða herbergi sem er í gegnum upplýsingar á sjónvarpi eða á miðlægu stýringunni. Hægt verður að senda símtöl á milli herbergja. Vill geta svarað símtölum bæði með fjarstýringu og raddstýringu.
Auðkenni :
Bill Gates-þemað í húsinu. Þetta hljómar óraunverulegt, en ég er búinn að skoða þetta þónokkuð og þetta virkar ekki það flókið né dýrt í uppsetningu. RFID kort sýna hver er í húsinu, og hvar hann er. Kerfið getur fylgt RFID kortinu eftir og veit því alltaf hver er hvar, hvaða raddstýringar eiga við hvar. Bílarnir fengu báðir slík kort og því gæti ég alltaf séð bæði heima og í gegnum netið hvaða bílar eru heima t.d.
Netkerfi :
1-10Gbit lagnir í hvert herbergi. Miðlægur netþjónn sem sér um allar þær virtual vélar sem sjá um húsið og kerfin. Geymir öll gögn, tónlist, ljósmyndir, myndbönd sem hægt yrði að nálgast hvar sem er í húsinu. Stórir/öflugir varaaflgjafar á bakvið þær þjónustur sem mega hvað síst detta út, öryggis og ljósakerfi t.d.
Allt þetta hér f. ofan er nokkurnveginn það sem ég hef í huga sem draumasetup í framtíðarhúsi. Ég geri mér grein fyrir því að margt af þessu er talsvert kostnaðarsamt, en sumt af þessu krefst hreinlega lítils annars en lítilla fjárútláta en mikils fikts, tíma og vinnu.
Aðalvandamálið er ástæðan fyrir því að ég posta þessu hér inn, að finna hugbúnað og hardware til að sjá um sem flest af þessu, og að það tvennt gangi saman með sem minnstu skítamixi og með sem minnstri forritun. Ég kem til með að posta svipuðum þræði á erlend forums þar sem ég veit það fyrir víst að það er lítil reynsla á svona uppsetningum hérna heima. Fyrst og fremst set ég mitt tilvonandi setup hingað inn til að fá inn feedback frá ykkur, hvað af þessu vitiði hvernig er gert, hvað af þessum búnaði sem ég þarf er hægt að fá hérna heima og hvar, hvað af þessu mynduð þið breyta eða hverju mynduð þið bæta við?
Ég kem svo til með að uppfæra þennan þráð eftir því sem ég kynni mér þetta betur, kynnist nýjum kerfum og fer í betaprufur á því sem mér líst best á.