Síða 1 af 1

IPTV + PLC vs WLAN - spurning með uppsetningu

Sent: Fös 22. Okt 2010 10:51
af izelord
Sælir.

Með tilkomu ljósleiðara er komið að því að tengja sjónvarpið netinu (IPTV).

Ég er í þeim pælingum hvernig best sé að setja upp netkerfið hjá mér. Eins og það er uppsett núna er ljósleiðara gateway (LG) á einum stað í húsnæðinu ásamt þráðlausum router sem er tengdur LG. Sjónvarpið er á öðrum stað og tölvukerfi á þriðja staðnum. Tölvukerfið er tengt routernum í gegnum rafmagnið (PLC).

Nú þarf ég að bæta sjónvarpinu inn í þetta net og því vöknuðu nokkrar spurningar sem ég hef átt erfitt með að finna skýr svör við og er að vonast til að ég sé ekki sá fyrsti á spjallinu með þessar pælingar. Uppsetningin tekur mið af því að ég mun nettengja flakkara við sjónvarpið einnig. Ekki kemur til greina að tengja með TP, sérstaklega ekki ef svarið við fyrstu spurningunni er neikvætt.

Fyrsta spurningin er hvort IPTV straumurinn, sem tekinn er beint út úr LG og samkvæmt leiðbeiningum á að fara þaðan beint í sjónvarp, geti farið inn á almenna netkerfið og verið tekinn út annarsstaðar í húsnæðinu?
Ég hafði þannig hugsað mér að setja IPTV strauminn í sviss ásamt annarri nettraffík (internet, LAN), í stað þess að vera með dedicated línu eða sendibúnað, ef ofangreint væri möguleiki.

Önnur spurningin er, hvort ætti ég að tengja sjónvarpið með PLC eða WLAN? Þetta fer mikið eftir því hvert svarið við fyrstu spurningunni er, upp á kostnað og annað. Ég myndi streama HD efni inn á sjónvarpsflakkarann og því þarf bandvíddin að taka mið af því. Það er enginn búnaður að nýta þráðlausa netið eins og er þannig að þeoretískur hraði myndi vera 54mbps, óskiptur, á WLAN. PLC býður aftur á móti upp á 200mbps. Enginn veggur er á milli sjónvarps og WLAN AP.

Auðvitað þarf að halda kostnaði í lágmarki á meðan netið þarf að vera öruggt og áreiðanlegt. IPTV er t.d. mjög viðkvæmt fyrir packetlossi.

Allar hugmyndir eru vel þegnar.

Re: IPTV + PLC vs WLAN - spurning með uppsetningu

Sent: Fös 22. Okt 2010 14:15
af codec
Já, þú getur tengt iptv úr LG (telsey boxið) í switchinn.
Varðandi PLC(er það ekki 200mbs home plug?) þá getur þú notað það fyrir venjulegt iptv en það er kannski heldur takmarkað fyrir HDTV. Það helgast af því að þessi 200mbs tala er svona "up to" eða "theoretical maximum" tala. Þar sem þessi tækni þarf mjög mikla "error correction" þá ertu að fá kannski 50% nýtingu í data transfer hraða, fer mikið eftir ástandi raflagna í húsinu. Það gæti samt dugað, en þú gætir mögulega lent í vandræðum með að streama 1080 efni og spóla fram og til baka oþh. ef það er mikið af annari traffic á netinu.

Ég er með gigabit switch sem ég tengi við telsey boxið í iptv portið. Svo tengi ég afruglaran í stofunni beint í swissinn og svo annan sem er inni í svefnherbergi en hann er tengdur í gegnum rafmagnið með homeplug (get ekki lagt cat snúru þangað). Það er telsey - > swiss - > homeplug - > afruglari 2(svefnherbergi).

Re: IPTV + PLC vs WLAN - spurning með uppsetningu

Sent: Fös 22. Okt 2010 17:23
af izelord
Já, flott flott, maður er einhverju nær núna :)

Mér sýnist ég þurfa að reyna að hraðamæla það PLC sem er núna fyrir, svo maður geti tekið einhverja vel ígrundaða ákvörðun. Mér sýnist á öllu að það sé ódýrara að fá sér WLAN AP með innbyggðum sviss til að tengja við sjónvarpið og flakkarann. Það er jú "aðeins" max 54mbps en það dugar fyrir IPTV og ætti að duga fyrir HD stream þar sem ég er mestmegnis í 720p efni. Það munar töluverðu í verði þar sem PLC kostar mig að lágmarki 17þ á meðan ég ætti að geta náð mér í AP fyrir töluvert minna. Núna er bara spurning hvort PLC sé þeim mun hraðvirkara að það borgi sig.

Re: IPTV + PLC vs WLAN - spurning með uppsetningu

Sent: Lau 30. Okt 2010 13:20
af izelord
Jæja.

Þá er hausverkurinn farinn því þetta er komið upp.

Það kom í ljós að það er EKKI hægt að keyra IPTV með annarri nettraffík. Ég á erfitt með að finna gögn sem útskýra það en mér skildist á einum að það væri eins og að loopa port í annað port á sama sviss. Hugsanlega er þetta líka spurning um multicast flæði sem drekkir traffíkinni. Ég gat aðeins fengið þetta til að virka í tæpa mínútu í senn áður en allt drukknaði í packetlossi á innra netinu. Kannski er hægt að útfæra þetta með einhverskonar vlan uppsetningu en til þess þarf væntanlega dýrari græjur.

Það vaknaði upp þriðja spurningin við uppsetninguna og hún var hvort hægt væri að nota cat5 rásasplitter með PLC, en það mun víst ekki vera hægt, skiljanlega.

Ég hraðamældi PLC hjá mér úr herbergi í annað herbergi og líklega hoppar merkið á milli rása í rafmagnstöflu því það bauð aðeins upp á ~33mbps.

Á endanum henti ég ISP routernum og setti 8000kr. Planet wifi N router. Hann bridgeaði ég svo við N access punkt í tölvukerfið og annan alveg eins router við sjónvarpið. Notaði ég svo PLC úr gateway í set top box fyrir IPTV.

Þannig helst IPTV á sér rás og nettraffík á annarri. Ég notaði router hjá sjónvarpinu þar sem hann er með innbyggðan 10/100 sviss og ódýrari lausn en AP+sviss.

Með þessari uppsetningu næ ég reyndar ekki jafn miklum hraða og ég bjóst við, um 60mbps frá router í tölvukerfið. Í sjónlínu, með aðeins eina bridge og slökkt á encryption, var þráðlausa kerfið að ná aðeins 70mbps. Nú veit ég að 300mbps auglýstur hraði er ófáanlegur en ég hafði að minnsta kosti vonast til að ná 100mbps. Þetta reyndist þó vera ódýrasta og fallegasta lausnin.

Kostnaður við breytingar var um 25þ, fyrir 1 AP og 2 routera.