IPTV + PLC vs WLAN - spurning með uppsetningu
Sent: Fös 22. Okt 2010 10:51
Sælir.
Með tilkomu ljósleiðara er komið að því að tengja sjónvarpið netinu (IPTV).
Ég er í þeim pælingum hvernig best sé að setja upp netkerfið hjá mér. Eins og það er uppsett núna er ljósleiðara gateway (LG) á einum stað í húsnæðinu ásamt þráðlausum router sem er tengdur LG. Sjónvarpið er á öðrum stað og tölvukerfi á þriðja staðnum. Tölvukerfið er tengt routernum í gegnum rafmagnið (PLC).
Nú þarf ég að bæta sjónvarpinu inn í þetta net og því vöknuðu nokkrar spurningar sem ég hef átt erfitt með að finna skýr svör við og er að vonast til að ég sé ekki sá fyrsti á spjallinu með þessar pælingar. Uppsetningin tekur mið af því að ég mun nettengja flakkara við sjónvarpið einnig. Ekki kemur til greina að tengja með TP, sérstaklega ekki ef svarið við fyrstu spurningunni er neikvætt.
Fyrsta spurningin er hvort IPTV straumurinn, sem tekinn er beint út úr LG og samkvæmt leiðbeiningum á að fara þaðan beint í sjónvarp, geti farið inn á almenna netkerfið og verið tekinn út annarsstaðar í húsnæðinu?
Ég hafði þannig hugsað mér að setja IPTV strauminn í sviss ásamt annarri nettraffík (internet, LAN), í stað þess að vera með dedicated línu eða sendibúnað, ef ofangreint væri möguleiki.
Önnur spurningin er, hvort ætti ég að tengja sjónvarpið með PLC eða WLAN? Þetta fer mikið eftir því hvert svarið við fyrstu spurningunni er, upp á kostnað og annað. Ég myndi streama HD efni inn á sjónvarpsflakkarann og því þarf bandvíddin að taka mið af því. Það er enginn búnaður að nýta þráðlausa netið eins og er þannig að þeoretískur hraði myndi vera 54mbps, óskiptur, á WLAN. PLC býður aftur á móti upp á 200mbps. Enginn veggur er á milli sjónvarps og WLAN AP.
Auðvitað þarf að halda kostnaði í lágmarki á meðan netið þarf að vera öruggt og áreiðanlegt. IPTV er t.d. mjög viðkvæmt fyrir packetlossi.
Allar hugmyndir eru vel þegnar.
Með tilkomu ljósleiðara er komið að því að tengja sjónvarpið netinu (IPTV).
Ég er í þeim pælingum hvernig best sé að setja upp netkerfið hjá mér. Eins og það er uppsett núna er ljósleiðara gateway (LG) á einum stað í húsnæðinu ásamt þráðlausum router sem er tengdur LG. Sjónvarpið er á öðrum stað og tölvukerfi á þriðja staðnum. Tölvukerfið er tengt routernum í gegnum rafmagnið (PLC).
Nú þarf ég að bæta sjónvarpinu inn í þetta net og því vöknuðu nokkrar spurningar sem ég hef átt erfitt með að finna skýr svör við og er að vonast til að ég sé ekki sá fyrsti á spjallinu með þessar pælingar. Uppsetningin tekur mið af því að ég mun nettengja flakkara við sjónvarpið einnig. Ekki kemur til greina að tengja með TP, sérstaklega ekki ef svarið við fyrstu spurningunni er neikvætt.
Fyrsta spurningin er hvort IPTV straumurinn, sem tekinn er beint út úr LG og samkvæmt leiðbeiningum á að fara þaðan beint í sjónvarp, geti farið inn á almenna netkerfið og verið tekinn út annarsstaðar í húsnæðinu?
Ég hafði þannig hugsað mér að setja IPTV strauminn í sviss ásamt annarri nettraffík (internet, LAN), í stað þess að vera með dedicated línu eða sendibúnað, ef ofangreint væri möguleiki.
Önnur spurningin er, hvort ætti ég að tengja sjónvarpið með PLC eða WLAN? Þetta fer mikið eftir því hvert svarið við fyrstu spurningunni er, upp á kostnað og annað. Ég myndi streama HD efni inn á sjónvarpsflakkarann og því þarf bandvíddin að taka mið af því. Það er enginn búnaður að nýta þráðlausa netið eins og er þannig að þeoretískur hraði myndi vera 54mbps, óskiptur, á WLAN. PLC býður aftur á móti upp á 200mbps. Enginn veggur er á milli sjónvarps og WLAN AP.
Auðvitað þarf að halda kostnaði í lágmarki á meðan netið þarf að vera öruggt og áreiðanlegt. IPTV er t.d. mjög viðkvæmt fyrir packetlossi.
Allar hugmyndir eru vel þegnar.