Síða 1 af 1

vandamál með uppsetningu USB wireless adapter

Sent: Lau 16. Okt 2010 20:39
af kristinnhh
Sælir strákar.
var að fjárfesta í nýrri tölvu rétt áðan. Downloadaði Windows 7 ultimatum og installaði því og allt í góðu með það.

Keypti mér High power Wireless-G USB adapter og tengdi og er að reyna installa því en næ ekki að update-a driverana. Það fylgdu með 2 diskar, einn installation disc sem er með driverunum nema hann er semsagt mjög lítill. Smærri diskur, set hann í drifið en tölvan virðist ekkert finna diskinn.

Er búinn að fara í device manager og reyna update-a en þeir virðast ekkert finna driverana. Vonandi skiljiði mig, frekar erfitt að koma þessu úr mér. Ætlaði að reyna spila tölvuleiki í allt kvöld þannig snögg svör væru ekkert smá vel þegin.

Þannig í stuttu máli, kemst ég ekki á netið og næ ekki að update-a driverana á USB wireless adapternum.

Fyrirfram þökkum
Kristinn.

Re: vandamál með uppsetningu USB wireless adapter

Sent: Lau 16. Okt 2010 20:47
af BjarniTS
segðu okkur fullt nafn á hlutnum.

Re: vandamál með uppsetningu USB wireless adapter

Sent: Lau 16. Okt 2010 20:50
af kristinnhh
Kinamax High power wireless-G USB adapter

Re: vandamál með uppsetningu USB wireless adapter

Sent: Lau 16. Okt 2010 20:51
af Gúrú
Er það möguleiki að þú nettengir tölvuna með snúru í eitt augnablik og leyfir Windows7 að setja upp default driver fyrir þráðlaus netkort?

'Update driver' virkar auðvitað bara þegar að þú ert á netinu, eða með diskinn aðgengilegan í My Computer. :(

Annars sýnist mér þú vera með aðra tölvu aðgengilega, virkar diskurinn í þeirri tölvu og ef svo er ertu með USBkubb eða álíka sem þú getur notað til að færa innihald disksins yfir á hina tölvuna á?

Re: vandamál með uppsetningu USB wireless adapter

Sent: Lau 16. Okt 2010 21:10
af kristinnhh
Gúrú skrifaði:Er það möguleiki að þú nettengir tölvuna með snúru í eitt augnablik og leyfir Windows7 að setja upp default driver fyrir þráðlaus netkort?

'Update driver' virkar auðvitað bara þegar að þú ert á netinu, eða með diskinn aðgengilegan í My Computer. :(

Annars sýnist mér þú vera með aðra tölvu aðgengilega, virkar diskurinn í þeirri tölvu og ef svo er ertu með USBkubb eða álíka sem þú getur notað til að færa innihald disksins yfir á hina tölvuna á?


Prufaði að copya yfir á USb diskinn og færa yfir. Installaði drivernum en það kemur samt error. Ef ég fer í computer management og í device manager þá sést núna Realtek Wireless 802.11 g US 2 network adapter(stendur aðeins meir) En það er samt gult logo með aðvörun á. Ef ég fer í properties á því þá kemur upp í device status: Windows cannot verify the digital signature for the drivers requested to the device. A recent hardare or software change might have installed a file that is signed incorrectly or damaged, or that might me malicious software from an unknown source(Code 53)

Veit einhver hvað ég á að gera'??